Momo og Nando með á sunnudag!

Rafa Benítez staðfesti í dag að Mohammed Sissoko og Fernando Morientes hafa náð sér af meiðslum sínum og eru byrjaðir að æfa með liðinu á fullu. Þeir koma til greina fyrir liðið á sunnudaginn, sem er mikill styrkur fyrir stórleikinn sem er framundan.

Hlakka til að sjá Sissoko koma sterkan inn gegn Chelsea, jafnvel beint í byrjunarliðið. Spurningin er hins vegar, hvar ætlar Rafa að koma Morientes fyrir? Ef hann fer á bekkinn er ljóst að það er ekki pláss fyrir bæði hann og Sinama-Pongolle þar, ef hann fer í liðið er ljóst að það er ekki pláss fyrir bæði Cissé og Sinama-Pongolle á bekknum.

Það verða einhverjir leikmenn svekktir með að vera skildir útundan á sunnudaginn, svo mikið er víst. En þetta styrkir liðið samt til muna, öll samkeppni er af hinu góða … og við höfum nú mikla samkeppni um stöður á miðjunni, í framlínunni og í bakvörðunum. Bráðum kemur Dudek heill inn til að setja meiri pressu á Reina, og þá má eiginlega segja að þeir einu sem séu öruggir með sæti sitt í liðinu séu miðverðirnir, Carra og Sami.

5 Comments

  1. Hlakka til að sjá þessa menn koma ferska til baka. Hef ekki trú á því að Rafa breyti uppstillingunni mikið þó sé ég fyrir mér að Sissoko gæti komið inn fyrir Alonso og eins gæti Riise dottið inn fyrir Traore.
    Hins vegar myndi ég (ef ég réði) stilla Morientes og Cisse upp saman í framlínunni. Með fullri virðingu fyrir Crouch þá finnst mér að sóknarleikur liðsins sé of einhæfur og fyrirsjáanlegur með hann einan uppi á topp. Þrátt fyrir að Crouch hafi átt fínan leik í gær þá var hann ekkert að valda varnarmönnum Chelsea neinum vandræðum. Það er líka mín skoðun að við höfum ekki nægilega góða vængmenn til þess að spila með einn “target” mann. Þegar Rafa var með Valencia þá var hann yfirleitt með Mista á toppnum og Vicente vinstrameginn og var það ekki Aimar sem var hægrameginn. Að mínu mati höfum við ekki slíka leikmenn innan okkar raða í dag með fullri virðingu fyrir Carcia

  2. Nei nonni, Aimar spilaði í holunni fyrir aftan Mista með Rufete og Vicente á köntunum. Get nú ekki sagt að Morientes eigi verðskuldað sæti á bekknum, hvað þá í liðinu, miðað við tímabilið hingað til, hann hefur einflaldlega verið latur. Í þokkabót þá á Crouch ekki skilið að detta útúr liðinu því að hann hefur verið að spila feikna vel hjá okkur. En annars er það rétt hjá þér að við höfum enga kantmenn í liðinu og er það aðeins einum manni að kenna. Í þokkabót sagði einn að maður velur kerfið samkvæmt leikmönnunum sem að maður hefur, eru þetta helstu mistök sem að Benitez hefur gert á leikmannamarkaðnum í sumar.

  3. Auðvitað á Morientes skilið sæti á bekknum! ..Bara spurning hvort hann sé kominn í nógu gott form eftir þessi stuttu meiðsli.. Hann er allavega ekki rassgat búinn að vera latur! Hann er einn sá duglegasti inná vellinum þegar hann spilar..kemur alltaf og sækir boltann og reynir að skapa eitthvað. Hann á eftir að blómstra í vetur! :tongue:
    Ég vona að Benítez komi okkur öllum á óvart og spili 4-4-2 með Cissé og Crouch frammi og annaðhvort Morientes eða Pongolle tilbúinn á bekknum. Alonso og Sissoko á miðri miðjunni, Gerrard á hægri og García á vinstri (en Zenden og/eða Riise á tilbúna á bekknum ef þetta verður ekki García-dagur). :confused:
    Ég held að við fáum allavega núna að sjá almennilega hvern Benítez fílar svona minnst í liðinu..Hamann, Pongolle, Cissé, Morientes, Josemi, Riise, Warnock eða Zenden….Það er alveg ljóst að einhverjir þrír af þessum mönnum þurfa að horfa á leikinn uppi í stúku. Ég veit ekki með ykkur, en ég giska á Warnock, Josemi og Pongolle! 😉 ..Það er allavega eins og ég myndi velja hópinn….með fullri virðingu fyrir Warnock og Pongolle! :biggrin:

  4. Ég legg til ef Rafa ætlar að láta okkur spila 4-5-1 kerfið áfram á sunnudaginn þá vil ég að Morientes verði notaður frammi á kostnað löngu vitleysunnar. Ég er orðinn virkilega pirraður á að sjá LFC spila og það nægði mér að horfa á aðeins 15 mínútur af 0-0 leiknum gegn Chelsea til að sjá hversu leiðinlegur topp boltinn í Englandi er orðinn. Enski boltinn hefur alltaf verið skemmtilegur fyrir þær sakir að menn fljúga um völlinn á svaka hraða markanna á milli með nóg af marktækifærum og skemmtun fyrir áhorfendur. Slíkt sér maður ekki hjá stóru liðunum í dag. Ég spái 0-0 aftur á sunnudaginn.

L’pool 0 – Chelsea 0

Sálfræði 103.