Cissé í liðinu!!!

Jæja, þá eru byrjunarliðin fyrir stórleik kvöldsins komin, og eins og oft áður þá kemur Rafa manni nokkuð á óvart með liðsvali kvöldsins. Það er t.d. ekkert pláss fyrir vistri vængmennina Riise og Zenden í liðinu, en í þeirra stað mun Luis García manna vinstri vænginn. Hægra megin kemur Djibril Cissé inn fyrir Florent Sinama-Pongolle og Djimi Traoré tekur sér stöðu í vinstri bakverði, í stað Stephen Warnock. Hinum megin þá fær Didier Drogba kallið í byrjunarliðið og verður frammi, en Hernan Crespo þarf að bíða átekta á bekknum.

Liðin í kvöld eru s.s. svona skipuð:

Reina

Finnan – Carra – Hyypiä – Traoré

Cissé – Hamann – Alonso – Gerrard – García

Crouch

Cech

Ferreira – Terry – Carvalho – Gallas

Robben – Essien – Makelele – Lampard – Duff

Drogba

Þetta verður SVAKALEGT! Bring it on!!!

Þetta var ekki mark og heimurinn er á móti okkur!

L’pool 0 – Chelsea 0