Benitez bestur í Evrópu og Kewell að verða klár.

Benitez tók á móti verðlaunum í vikunni þess efnis að hann er Besti Þjálfarinn í Evrópu… tillykke! Korteri síðar þarf hann að [ítreka ánægju sína hjá Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150050050921-1426.htm) og að hann hafi ekki áhuga á að þjálfa Real Madrid (enda í botnbaráttunni á Spáni).

Svo virðist sem Mellor, Morientes og Kewell [séu allir þrír að braggast](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16156871%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2d%2dtreble%2dstrike%2dboost-name_page.html) og styttist í að þeir verði leikfærir. Gott mál. Við getum vel notað Moro og Kewell miðað við markaleysið hjá okkur.

Svona í lokinn þá [skoraði Le Tallec fyrir Sunderland í gær](
http://www.safc.com/match/?page_id=7949) og þeir unnu loksins leik (í karmellubikarnum). Vonandi að strákurinn standi sig í vetur og komi sterkur tilbaka að ári.

4 Comments

  1. Jæja. Kannski Kewell nái einum leik áður en hann meiðist aftur? Nee, efast um það.

  2. Gott að vita að Kewell sé að snúa aftur, ég held ennþá í vonina um að hann nái sínu fyrra formi sem hann sýndi hjá Leeds.

  3. Ég er því miður löngu búinn að missa alla trú á honum. Fyrir mér er hann eiginlega bara veðmál. Veðja á hversu marga leiki hann spilar áður en hann meiðist aftur. Nokkur þannig í gangi hjá okkur félögunum.

  4. Já, það verður vægast sagt forvitilegt að sjá hversu lengi Kewell endist, og hvort hann kemst í eitthvað form og nær kannski að spila vel. Það skyldi þó aldrei vera…

Tumi Þumall

Hversu mikil áhrif hafa úrslit Liverpool á þig?