United í vondum málum…

heinze_injured.jpgJæja, seinni leikdagur Meistaradeildarinnar kláraðist í kvöld og nú fara liðin aftur að snúa sér til heimahaga. Fyrir okkar menn þýðir það bara eitt: Man U á sunnudaginn!

Í fyrra unnu United-menn okkur bæði heima og úti; á Old Trafford misstum við Steven Gerrard útaf með meiðsli og í seinni leiknum á Anfield þurftum við að leika án Xabi Alonso, Djibril Cissé og beggja hægri bakvarða okkar, Josemi og Steve Finnan.

Nú virðist sem United-menn fái hugsanlega að kynnast því hvernig var að vera í okkar sporum í fyrra. Fyrir leik kvöldsins gegn Villareal meiddist Roy Keane fyrirliði, og verður víst frá í nokkrar vikur. Í kvöld missti Wayne Rooney stjórn á skapi sínu, aðra vikuna í röð, og fékk rautt spjald fyrir. Og það aðeins viku eftir að hafa rifist við dómarann, samherjana og áhorfendur í leik gegn N-Írlandi, og svo slegist við David Beckham í búningsklefanum í hálfleik.

Og næsti leikur Wayne Rooney er gegn Liverpool á Anfield, þar sem hann mun fá talsvert mikið af upphrópunum, frammíköllum og almennu mótlæti. Glæsilegt … á maður ekki bara að hringja í veðbankana og setja 10 pund undir á að hann fái rautt á sunnduaginn?

Til að gera málin síðan enn verri fyrir rauðu djöflana var Gabriel Heinze borinn útaf meiddur í kvöld, og eftir leikinn staðfesti Alex Ferguson að hann verði líklegast frá í nokkrar vikur.

Sem sagt, United án Roy Keane og Gabriel Heinze í næsta leik? Það þýðir að þeir munu stilla upp nokkurn veginn þessu liði hér:

Van der Sar

Brown – Ferdinand – Silvestre – O’Shea

Fletcher – Scholes – Smith – Ronaldo

Rooney – Van Nistelrooy

Sko … það er enginn í þessari vörn þarna sem getur haldið Peter Crouch út úr leiknum, og því síður einhver sem getur tekið Djibril Cissé á sprettinum. Og ætlið þið að segja mér að Paul Scholes, Darren Fletcher og Alan Smith geti tekið Steven Gerrard, Xabi Alonso og Momo Sissoko/Didi Hamann í miðjubaráttunni?

Og á Rooney, í reiðiskasti, að hafa eitthvað í Carra og Sami að gera?

Auðvitað geta United gert okkur skráveifur í þessum leik, sérstaklega er ég hræddur við að Cristiano Ronaldo taki það að sér að vinna leikinn fyrir þá einsamall … en ég kemst samt ekki hjá því að hugsa með mér að við fáum sjaldan eða aldrei jafn góðan séns á að vinna Man U !!

Maður á ekki að gleðjast yfir óförum annarra, og eflaust segja einhverjir að þessi færsla muni koma í bakið á mér á sunnudaginn, en mér er sama. Við erum á leiðinni í stríð við okkar hötuðustu óvini, ég er þegar búinn að stofna til deilna við þá tvo samstarfsaðila mína sem halda með Man U (og senda einum frænda hate-mail) og því finnst mér sjálfsagt að peppa mína menn upp með fréttum af því að fyrirliði þeirra (Keane), besti leikmaður síðasta tímabils (Heinze) og heili stórstjörnunnar þeirra (Rooney) verði allir fjarri góðu gamni á sunnudaginn kemur!

Game on…

Rooney og Van Nistelrooy saman á góðri stundu...

Þessi mynd verður aldrei gömul! 😀

11 Comments

 1. brown er meiddur svo ekki verður hann með..vinnum djöflana ef við spilum 4-4-2 en ekki þetta leiðinda varnarkerfi sem rafa er alltaf að poppa upp með..

 2. Þetta leiðinda varnarkerfi gerði nú okkur að Evrópumeisturum 2005! Slæ ekki hendinni á móti því að spila svoleiðis og vinna manstueftirjúnæted!

 3. Persónulega finnst mér við ekkert þurfa á því að halda að lykilmenn manu séu meiddir eða missi skap sitt til þess að vinna þá. Fyrir utan það að vinna fullskipað manu lið er bara mikið skemmtilegra. Við þurfum að hætta þessari minnimáttarkennd.

 4. Sammála BFI – óþarfi að pæla of mikið í mótherjanum. Hinsvegar er sært dýr yfirleitt óútreiknanlegt.

 5. Þarf samt að mála shrek rauðan í framan og láta hann gnísta tönnum svo hann líti út eins og Rooney.. :biggrin: 🙂 :laugh: :laugh: :laugh:

 6. hæ.
  ég er gallharður Utd maður en les þessa síðu nú amk 3var á dag enda langbesta áhugamannasíðan sem tengist fótbolta(ef að það er hægt að tala um þetta sem áhugamanna síðu lengur).
  en mér langar að koma með nokkra punkta í sambandi við þessa færslu, sem er reyndar góð og marktæk.

  Ég efast stórlega um það að eins og meiðslalistinn okkar er í dag, Heinze og Keane úti og Brown tæpur, að SAF muni stilla upp 4-4-2 með það að markmiði að verjast. Persónulega tel ég miklu líklegra að hann færi Ronaldo upp á topp með Ruud og Rooney og splæsi í sóknarleik með 4-3-3.
  Þá væri vörnin:
  Brown – Ferdinand – Silvestre – O?Shea (ef Brown verður heill)
  miðjan er spurningarmerkið, Park og Giggs pluma sig oftast mjög vel í 4-3-3 og því held ég að Smith verði settur fyrir aftan þá og þetta líti svona út:
  Park – Smith – Giggs
  svo er sóknin auðvitað solid dæmi með Ruud og Rooney aggressíva við markið og Ronaldo á free role útum allt.

  langaði bara svona aðeins að koma þessu að.
  fair play

 7. Sæll Maggi – þetta kemur vel til greina, nema ertu ekki að gleyma Scholes? Mér fyndist líklegra í þessu kerfi þínu að Scholes byrjaði inná, frekar en Giggs.

 8. Ég hef haldið því fram að við séum ekki með lakari hóp en M** U** en fótboltinn er nú eins og hann er og skilar oft frá sér úrslitum manni í óhag. Leikurinn um næstu helgi virðist stefna í 1X leik en ég samt útiloka ekki sigur hjá ógeðunum eins og svo oft áður. Nú vil ég sjá okkar menn girða sig í brók og girða sig í brók í deildinni og sýna það sem við sýnum í meistaradeildinni. Ef við gerum svo þá hef ég hvorki áhyggjur af leiknum á laugardaginn eða öðrum leikjum í náinni framtíð.

 9. tjah kristján, það getur svosem verið að Scholes byrji, og er örugglega líklegra en hitt, en mér finnst Giggs hafa verið að spila best í 4-3-3 með annanhvorn kantinn útaf fyrir sig.

  Svo langar mig aðeins að minnast á það sem að ég óttast mest hjá ykkur, það er ekki Crouch því að ég held að Rio geti hamið hann þónokkuð heldur er það Xabi Alonso á góðum degi. Miðjan hjá okkur hefur oft verið veik í því að stoppa leikmenn eins og mér finnst hann vera, e-rs konar aggressívur en samt varnarsinnaður miðjumaður. Keane hefði verið bestur á móti honum.

 10. Talandi um þessar uppstillingar hjá manchester united, þá er maður ekki hræddur ef Alan Smith mun vera með á sunnudaginn. Hann er ekki að gera nokkuð gagn þarna á miðjunni hjá þeim, allavega ekki í Evrópuleiknum síðasta.

Hvað er raunhæft og hvað er óraunhæft? (uppfært)

Momo vinnur sér inn virðingu og fyrir Crouch er LFC númer eitt.