Sunnudagur, á milli tveggja deilda

Jæja, það er sunnudagur í dag og eftir ágætis leik í gær og eitt stig í sarpinn virðast menn vera farnir að snúa sér að næsta málefni á dagskrá – sem er Meistaradeild Evrópu. Það virðist ríkja talsvert mikil spenna fyrir leik okkar gegn Real Betis á þriðjudag, en þá spennu má sennilega rekja til eftirfarandi ástæðna:

1. Við erum ríkjandi meistarar og hefjum titilvörnina í Seville.
2. Rafa Benítez er Spánverji og í liði okkar eru nokkrir landsliðsmenn Spánar, þannig að heimamenn hafa mikinn áhuga á þessum leik.
3. Við erum í riðli með Chelsea og því strax undir mikilli pressu að ná góðum úrslitum gegn Betis.
4. Joaquín.

Sem sagt, þetta er allt að fara að bresta á! Eftir rúma tvo sólarhringa ganga okkar leikmenn út á Manuel Rúiz de Lópera leikvanginn í Seville, völl sem heitir í höfuðið á eiganda félagsins og er gríðarlega skemmtilegur. Betis-liðið er mikið stemningslið og með meistara á borð við Assuncao (engar aukaspyrnur, takk!), Joaquin, Edú og Ricardo Oliveira í sínum röðum, þannig að það er ljóst að þetta verður alvöru leikur á þriðjudaginn!

Rafa tjáði sig í dag um markaleysið í deildinni og lofar mörkum á næstunni. Hann talar sértaklega um að Crouch & Cissé séu mjög gott framherjapar, þannig að það virðist allt benda til þess að þeir spili aftur saman frá byrjun á þriðjudag. Þá tjáir Josemi sig um leikinn við Real Betís, og telur að við getum hæglega unnið Real Betis á þriðjudag:

>”I know a lot about Betis. They are an excellent team and they will make it hard for us to win the game.

>…

>They are a very good team going forward. In Joaquin they have one of the most dangerous attackers in the whole of Spain. He has lots of speed and is very direct. He provides great service for the other forwards and is one of the players we will have to watch closely.

>They have lots of options in attack but I do think they are vulnerable at the back and I see no reason why we cannot get three vital points and get our campaign off to the best possible start.”

Svo mörg voru þau orð, og ég vona að Josemi hafi rétt fyrir sér. Það verður einnig athyglisvert að sjá hvernig Stephen Warnock stendur sig á þriðjudaginn gegn Joaquín. Allajafna myndi ég frekar vilja sjá Djimi Traoré dekka hann, þar sem Traoré er fljótari en Warnock, betri tæklari og betri manna-dekkari, en Warnock hefur spilað reglulega vel í upphafi tímabils og því á hann skilið að fá sénsinn gegn þessum mikla snillingi. Í raun má segja að næstu tveir leikir muni segja okkur mikið um Stephen Warnock, en eftir að hafa passað Joaquín á þriðjudag þarf hann sennilega að passa Cristiano Ronaldo hjá Man U á sunnudaginn kemur.

Að lokum, þá er gaman að lesa ensku blöðin í dag. Þau virðast ákveðin í að gera lítið úr Liverpool, það er stundum hálf fyndið. Til að mynda er fyrirsögn Daily Telegraph um leikinn í gær þessi: Liverpool FAIL to improve away record! Ekki, gott jafntefli og góð spilamennska á erfiðum útivelli (eins og greinin sjálf tekur fram), heldur Liverpool KLÚÐRA sigri á útivelli. Æðislegt. Svo eru það snillingarnir í The Guardian, sem segja að úr því Liverpool geti unnið Meistaradeildina … geti Arsenal það eflaust líka. Hehe, eh … NEI … 😀

Best af öllum er þó grein The Independent, sem fjalla um Liverpool þannig: Liverpool still the FREAK bet as Wenger seeks slice of fortune:

>”Porto’s superbly organised side of two years ago began to disintegrate as soon as Jose Mourinho left…”

>…

>”As for Liverpool, the extra-ordinary success of a side who finished 37 points behind Mourinho’s in the Premiership is regarded as such a freak that the odds of 22-1 against them are almost as long as they were a year ago. Seeing Steven Gerrard reduced from heroic figure holding up the trophy one amazing night in Istanbul to depressed one slouching from the Windsor Park pitch last Wednesday, looking far from fit, cannot inspire even the most devout Liverpudlian to want a wager.

Sem sagt, þegar Porto komu öllum að óvörum og unnu Meistaradeildina var það allt Mourinho að þakka, hann skipulaði það lið frábærlegasúper á alla vegu!!! En þegar Liverpool unnu Meistaradeildina var það svo mikið slys, svo ótrúlega, yfirgengilega óvænt að það er ekki nokkur séns á því að Liverpool endurtaki leikinn (þrátt fyrir að hafa sama þjálfara og sterkari hóp, ólíkt Porto). Ég meina, sjáiði bara hvað Steven Gerrard lék illa gegn N-Írlandi! Við vinnum ekki Meistaradeildina á meðan hann leikur svona illa fyrir England, er það?!?!?

Þetta hlýtur að vera einhver húmor hjá The Independent, þeim bara getur ekki verið alvara með svona skrifum… en allavega, við eigum eftir að sjá fleiri svona fyndnar greinar fram eftir vikunni! Og ef við skyldum voga okkur að tapa á Spáni, á meðan Chelsea vinna Anderlecht heima, skuluð þið búa ykkur undir að lesa fjölmargar greinar sem munu allar segja frá því hvað Liverpool eru lélegir meistarar á meðan Chelsea eru fullkomnir. Svona er bara lífið í London þessa dagana. 🙂

3 Comments

  1. Ég verð nú bara að segja það að ég les ekki þessa meiningu út úr greinunum sem Kristján vísar á. “Liverpool FAIL…” þýðir ekki endilega að liðið hafi klúðrað, liðinu bara tókst ekki að bæta útivallaárangur sinni (með því að vinna). Og ég verð að segja það, að Arsene Wenger er ekkert vitlaus maður, það eru alveg jafnmiklar líkur á því að Arsenik geti unnið eins og hvaða annað lið. Ef eitthvað er, þá ætti Arsenik að eiga auðveldasta prógrammið í riðlakeppninni. Miðað við árangur Liverpool þá var ekkert skrítið að líkurnar á sigri þeirra í CL hafi verið fáránlega litlar. Þannig virka veðbankar, come on! Það er ekki eins og þessi blöð, alla vega þessar greinar, hafi verið að gera í því að gera lítið úr Liverpool. Ég hreinlega var sammála þeim í flestu!

    Fjölmiðlar munu alltaf hafa sínar skoðanir á liðunum og leikjunum og gæðunum … við getum fundið örugglega ólíkar frásagnir af Spurs-leiknum og hver hafi verið besti maðurinn o.s.frv. – en það að lesa það svartasta úr þeim, og segja svo fyrirfram að ef Liverpool tapar og ef Chelsea vinnur þá muni örugglega koma slæmir dómar … það finnst mér skrítið. Frekar segi ég: við vinnum Betis þar til annað kemur í ljós – fjölmiðlar skipta ekki máli.

    Það er greinilegt að lof sumra fjölmiðla á Chelsea og “ólof” á Liverpool fer í taugarnar á sumum – enda skiljanlegt. En meira mark tek ég þó á Mourinho sjálfum, þegar hann sagðist vonast til að Liverpool myndi vinna CL svo að titillinn kæmi til Englands – það væri svo gott fyrir enskan bolta. Flestallir fjölmiðlar dásömuðu comeback Liverpool manna í þeim leik.

    Fyrir utan það, að stundum er þessi gagnrýni á Liverpool bara alveg réttmæt!

  2. Sigur á þriðjudag og Joaquin er velkominn í janúar til Liverpool… ef við fáum hann til okkar þá var það þess virði að bíða 🙂

Momo Sissoko…. magnaður!

Carragher raunhæfur… eins og ávallt og fleira.