Moro, Cisse og Sissoko skoruðu.

Það gekk ágætlega hjá Liverpool leikmönnunum sem voru að [spila í gær með landsliðum sínum](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149880050904-0952.htm). Morientes skoraði þegar Spánn vann Kanada í vináttuleik 2-1, Cisse skoraði 2 og lagði upp þriðja marki þegar Frakkland vann Færeyjar 3-0 og síðan skoraði Sissoko þegar Malí vann Kongó 2-0.

Aðrir leikmenn sem spiluðu í gær voru þeir Hyypia sem spilaði í jafnteflisleik gegn Andorra, Gerrard og Carra voru í sigurliði gegn Wales, 1-0, og í lokinn var Riise á bekknum hjá Noregi gegn Slóveníu. Þann leik vann Noregur 3-2.

13 Comments

  1. Ég vil taka það fram að ég er Cissé fan en gleymum okkur ekki þó maðurinn skori tvö mörk á móti Færeyjum 🙂

  2. T.N.S., Kaunas, CSKA Sofia, CSKA Moskva og nú Færeyjar. Cissé er búinn að skora 8 mörk og kominn með 3 stoðsendingar í 10 leikjum á þessu tímabili … það er alveg sama hverjir mótherjarnir eru, mestu gildir að hann er að skora! 🙂

  3. …og ekki gleyma því að hann skoraði 2 mörk á 45 mínútum gegn Bayer Leverkusen í vináttuleik fyrir mánuði, en Leverkusen-liðið er alvöru andstæðingur. Verst að þau tvö mörk telja ekki með á tímabilinu…

  4. Þjálfari Norðmanna er greinilega bara harður á því að velja menn sem eru að spila reglulega. Riise er ekki að spila reglulega þessa dagana, og því var hann bara á bekknum. Hann á svo sem fast sæti í þessu liði þegar hann er í leikformi, en hann þarf að komast í liðið hjá okkur fyrst. 😉

  5. Það má einnig bæta því við að Djimi Traoré spilaði allar 90 mínúturnar með Malí í gær, sem eru frábærar fréttir fyrir okkur. Hann kemur því til greina í liðið um næstu helgi, og nú verður spennandi að sjá hvort Warnock heldur stöðu sinni í liðinu…

  6. Frábærar fréttir fyrir Traoré! – Ekki svo frábærar fyrir Riise…Því nú fer Traoré að taka sætið hans! :tongue:

  7. … er ekki Riise búinn að missa sætið nú þegar til Warnock sem og einnig í landsliðinu?

  8. Traoré er bestur! Þvílíkar tæklingar hjá einum manni! …Með hann og Sissoko inná þá ætti að vera gaman að horfa á hvern einasta Liverpool leik! :biggrin:

  9. Sá mörkin hans Cisse í fréttunum í gærkvöldi. Hann er svo greinilega það sem okkur vantar frammi hjá Liverpool burtséð frá öllum kerfum. Öll mörkin hans voru frábær, líka það sem að hann fékk aðstoð varnarmannsins við að skora. Maðurinn verður goðsögn hjá okkur ef hann fær tækifæri.

Taumlaus Leiðindi…

Djibril Cissé er hundfúll!