Rafa er skynsamur í innkaupum.

Stjórnarnir eins mismunandi og þeir eru margir, sumir eyða langt umfram efni (O´Leary hjá Leeds um árið) en aðrir eru danskir og halda í aurinn nema þá að rétti leikmaðurinn sé á lausu líkt og Rafa með Crouch. Rafa segir að [leikmannamarkaðurinn sé óútreiknanlegur og erfitt sé að sjá hann fyrir](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=303642&lid=2&cpid=8&title=Rafa:+Price+must+be+right&channel=football_home).

Ég virði þetta hjá Rafa, hann er tilbúinn að borga ákveðna upphæð fyrir þennan og hinn en alls enga vitleysu eins og sum félög eru farin úti. T.d. fór David Connolly á 3 mill. punda frá Leicester til Wigan HALLÓ!!! Ennfremur þá byrjaði Chelsea á því að bjóða um 15 mill. punda í Essien sem endaði í 26 mill. pundum. Ég er þess fullviss að Rafa og co. voru á fullu að reyna að fá ákveðna leikmenn, liðin vildu ekki selja eða leikmennirnir ekki koma. Þá er betra að treysta á hópinn sem er til staðar og klár að berjast 110% fyrir málstaðinn. Ef þjálfarinn er góður þá spila menn yfir getu, vonandi gerist það með nokkra hjá okkur í vetur og þá er allt hægt… jafnvel verja ÞANN STÓRA!

10 Comments

 1. Þrátt fyrir að tími spælinga með leikmannamarkaðinn sé liðinn og nýtt tímabil framundan með núverandi leikhóp, þá bjóða póstar eins og þessi upp á svör frá manni eins og mér 🙂 (Stjórn-arnir? …)

  Eflaust hafa Rafa og félagar reynt helling í sumar varðandi leikmannakaup og í þessari grein þar sem Rafa ver mistökin við að hafa ekki fengið Owen, þá talar hann um að það sé ekki hægt að stjórna markaðnum og klúbbunum, en að maður reyni … það kom skýrt fram í viðtali við mann eins og Bouhma að ekkert lið gerði eins mikið og Villa í því að fá hann til sín. Sem sagt: Liverpool gerði ekki nóg. Og ef 3,5 milljónir er ekki rétt verð – hvað er þá rétt verð? Og við verðum auðvitað að leyfa Crouch að sanna sig – en sjö milljónir gagnvart 6 milljónir í Sissoko … fleiri dæmi með t.d. menn eins og Stelios… hversu mikið reyndum við actually að ná í þá??? Hefði 1,5-2 milljónir fyrir Stelios verið ásættanlegt? Getur ekki verið að upphafstilboð Liverpool hafi í mörgum tilfellum verið alltof léleg?

  Ef Rafa og félagar bjóða einungis þá upphæð í menn sem þeir telja réttláta og fara ekki hærra eða reyna lítið meira (“við hringdum jafnvel í hann á þriðjudagsmorgninum en allt kom fyrir ekki…” – vá þvílíkt afrek það hefur verið!), þá er hætt við því að frábærir einstaklingar gangi félaginu úr greipum. Og jafnvel meðalmenn líka.

  Þar með er Rafa að reyna að hafa áhrif á markaðinn eða alla vega stjórna verðinu, en það tekst ekki, því stundum er það bara þannig að markaðurinn ræður!

 2. Ef Rafa tekst ekki að hafa áhrif á verðið eins og Doddi segir þá er eðlilegt að hann kaupi ekki leikmanninn. Menn eru alltaf að tala um afhverju bauð Liverpool ekki þessar auka þrjár milljónir í simao t.d. Ég verð að verð að vera algjörlega sammála Liverpool í því máli. Þú gerir ekki samning við félag uppá ákveðna upphæð (10millur) og sættir þig svo við það þegar þeir á 11. stundu ákveða að hækka verðið um 3 millur. Þá ertu bara að láta hafa þig að fífli. 3 milljónir punda eru slatta peningur hvort sem er fyrir Liverpool eða nokkuð annað félag en Chelsea. Fyrir utan prinsippið að láta ekki hafa þig að fífli. Myndi doddi t.d. sætta sig við að vera búinn að gera samning um kaup á bíl og svo þegar á að handsala samninginn þá ákveður seljandinn að hækka verðið um 30%? Ég held ekki. Við verðum að átta okkur á að rekstur á Liverpool FC er í raunveruleikanum og þar vilja menn ekki borga yfirverð þó það sé oft gert og menn munu alls ekki sætta sig við að vera stillt upp við vegg og láta hækka verðið þegar kemur að undirskrift. Margir af þeim leikmönnum sem Rafa var að skoða í sumar voru hreinlega ekki til sölu, t.d. Upson. Birmingham ætlaði bara alls ekki að selja hann. Liverpool var einnig orðað við Sergio Ramos, leikmann sem var svo seldur á 18 milljónir punda. Við höfum ekki þá peninga á milli handanna og verðum að spila á markaði sem er undir Chelsea og Real Madrid. Auðvitað vildi maður fá fleiri leikmenn þá sérstaklega kantmenn en ég treysti á að við getum leyst þessar stöður með þeim leikmönnum sem við höfum og vona að jafnvel munum við sjá unga leikmenn koma í gegn og að einhver af þeim framtíðarleikmönnum sem Rafa hefur keypt fái tækifæri sem og ungir strákar eins og Whitbread og Potter. Það er einfaldlega miklu skemmtilegra að vinna deildina en að kaupa hana.

 3. Ég var akkúrat ekkert að tala um leikmanninn simao – þar var greinilega allt á síðustu stundu, fjölmiðlar fengu þef af þessu og félagið hækkaði verðið á síðustu stundu. Jóhann, þú minnist ekkert á t.d. þá leikmenn sem ég nefndi (Stelios, Bouhma) þar sem við höfðum tíma. Og ég nefndi sjálfur ekki Figo þar sem ég held að persónulegar ástæður hjá honum hafi verið þess valdandi meira en annað að hann fór til Inter. Við höfðum tíma með Solano, en hann svo ákveður á lokadögunum að ganga til liðs við Newcastle…

  Þannig að þessi fáránlega bílakaupslíking á ekkert við hér, og að hverju ertu að ýja þegar þú segir að við verðum að átta okkur á því að rekstur Liverpool FC er í raunveruleikanum??? Höfum við verið að tala um einhverjar fantasíur? Nei, við bárum upp réttmæta gagnrýni á það að ekki var lofuðu fé eytt í leikmannakaup, við höfum greinilega ekki verið með nógu spennandi tilboð til að byrja með í suma einstaklinga.

  Og það er ótrúlegt að nefna það í sömu andrá, að betra sé að vinna deildina, en að kaupa hana!! Eru 3,5 í Bouhma og segjum 2 m í Stelios… eru það upphæðir sem teljast flokkast undir það að “kaupa deildina”??? Þó svo að Chelsea sé dýrasta liðið og hafi mestu peningana, þá eru hæfileikar þar líka – sjáðu t.d. Real Madrid – hafa peningarnir þar síðustu tveggja ára keypt deildina???

  Ég spyr þig því Jóhann og aðra hér: hvort mundir þú eyða 3 eða fleiri milljónum í leikmann og mögulega vinna titil – eða sleppa því að kaupa hann (og hafa því minni breidd og kannski minni titil-möguleika) bara út af því að prinsippið að láta ekki hafa sig að fífli er svo mikilvægt??

  Ég sagði aldrei í mínum póstum að ég vildi kaupa bara til þess að kaupa. En það að bjóða ekki nógu hátt til að byrja með þegar við erum með nógan pening (miðað við CL-titilinn – kaupin í sumar og + salan), og vilja svo ekki kannski reyna aðeins meira virkar skrítið á mig.

 4. Í fyrsta lagi er bílakaupssamlíkingin á engan hátt fáránleg heldur gilda sömu reglur um það og að Benfica hafi hækkað verðmiðann á Simao á síðustu stundu, en gott og vel ef þú varst ekki að tala um hann. Að segja að henda nokkrum milljónum punda í viðbót við leikmann er einfaldlega að lifa í fantasíuveröld að mínu mati. Hver milljón pund eru mikill peningur + laun sem þarf að greiða leikmanni yfir samningstímann.
  Þér er tíðrætt um Bouhma og stelios sem er í raun merkilegt þar sem þetta eru tveir miðlungsleikmenn sem ég sé ekki að hefðu gert mikið fyrir Liverpool sama hversu lágt verð hefði verið borgað. Sama gildir um Solano sem er bara miðlungsleikmaður sem skipti úr einu miðlungsliði í annað. Allir þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að spila með miðlungsliðum. Bouhma t.d. væri kannski ágætis backup fyrir Carra og Hyypia en ég vil frekar sjá yngri leikmenn eiga kost þar. Hann er ekki svo góður þess vegna er hann í aston villa. Það er búið að hæpa hann upp af Liverpool mönnum vegna þess að flestir aðdáendur liðsins vildu frekar fá einhvers konar “panic buy” en engan. Rafa leit ekki svo á og er ég sammála honum í því.
  Þú talar um að lofuðu fé hafi ekki verið eytt í leikmannakaup? Hvað var talað um eftir síðasta tímabil? allt frá 20 og uppí 35 millur. Hvorugur okkar veit rétta tölu en ég held að Rafa hafi haft fé á milli handana til þess að eyða í rétta leikmenn. Hann er búinn að kaupa leikmenn fyrir 18 millur og fá einn frítt sem fer helvíti nálægt því sem var lofað. Svo er líklega eitthvað eftir en ekki til þess að kaupa einhverja miðlungsleikmenn sem við höfum séð alltof mikið af.
  Ég verð að láta allt þetta komment fylgja því það er svo bjánalegt: “Ég spyr þig því Jóhann og aðra hér: hvort mundir þú eyða 3 eða fleiri milljónum í leikmann og mögulega vinna titil – eða sleppa því að kaupa hann (og hafa því minni breidd og kannski minni titil-möguleika) bara út af því að prinsippið að láta ekki hafa sig að fífli er svo mikilvægt??”
  Þetta er ekki spurning um að eyða peningum og eiga hugsanlega möguleika á að vinna titil. Auðvitað læturðu prinsippið og skynsemi ráða í þessu. Ef þú lætur undan svona fíflaskap eins og benfica sýndi einu sinni þá máttu gera ráð fyrir því að allir aðrir reyni að hafa þig að fífli líka. Rafa vissi sem var að einn leikmaður er ekki að fara að gjörbylta þessu liði og því tekur hann þá skynsömu ákvörðun að borga ekki hátt yfir markaðsvirði leikmannsins láta hafa sig að féþúfu.
  Mér sýnist reyndar á öllu að þú viljir bara kaupa til að kaupa. Þú vildir bara fá einhverja menn inn… Rafa vildi fá ákveðna leikmenn sem síðan gekk ekki eftir. Þá ákvað maðurinn greinilega að halda að sér höndum og treysta því sem hann hefur í höndunum.
  Houllier þótti oft frekar harður í samningum og fékk menn á lægra verði en búist var við. En hann eyddi líka ótrúlegum fjármunum í leikmenn sem síðan eru einfaldlega sokkinn kostnaður í dag (diouf, diao, cheyrou o.fl.) þannig viðskipti hafa einfaldlega ekki góð áhrif á klúbbinn sem hefur því miður ekki úr miklum fjármunum að moða. Rafa hugsar greinilega þannig að hann metur leikmann á ákveðinn pening og ef hann er ekki í boði á því verði þá einfaldlega bakkar hann út.
  Hópurinn sem Rafa er með í dag lenti í fimmta sæti á síðasta tímabili. Það var þrátt fyrir marg umrædd meiðsli og að geta aldrei stillt upp sínu sterkasta liði í rauninni. Hann gerir ráð fyrir því að þessi vetur verði betri þegar kemur að meiðslum og að hann geti stillt oftar upp því sem hann telur sitt sterkasta lið. Þá erum við að tala um lið sem á að ná að bæta árangur síðasta tímabils sem þýðir topp 4. Það er enginn sáttur við það en yrði bæting engu að síður. Meistaratitillinn er í raun aldrei raunhæfur möguleiki á þessu tímabili (frekar en cl á því síðasta) og því erum við að byggja upp lið (enn einu sinni). Það er ekki gott að gera það með því að eyða langt um efni fram í leikmenn sem eru hugsanlega ekki þess virði. Gleymum ekki að simao, sem ég er btw hrifinn af, á ekki einu sinni fast sæti í portúgalska landsliðinu lengur.

 5. Ég var einmitt að spá í þessu með Owen…

  Auðvitað fara Real ekki að vera með neina góðgerðastarfsemi og selja hann til okkar á 5 milljónum minna en Newcastle var að bjóða.

  Af hverju voru Liverpool menn þá svona linir í Barosmálinu? Af hverju sögðu þeir ekki bara: “Lyon hafa boðið hæst, eða 8,5 milljónir punda og þessvegna tökum við því og höfnum öllu sem er lægra en það. Ef Baros vill ekki fara til hæstbjóðanda má hann bara vera áfram hjá Liverpool og berjast fyrir sæti sínu!”?

  Hefði þetta ekki einfaldlega gert það að verkum að annað hvort hefðu Aston Villa hækkað boðið sitt í hann eða hann bara farið til Lyon?

 6. Varðandi Bouma, Solano og Stelios þá er spurning hvort þessir leikmenn hafi viljað koma til Liverpool sem og hversu mikla áherslu Rafa hefur lagt á að fá þá til félagsins… síðan er þetta ávallt spurning um hvaða félag býður betri laun o.s.frv.

  Stundum gerist það að leikmennirnir vilja einfaldlega koma til félagsins, vegna þess að þeir eru stuðningsmenn þess, finnst þjálfarinn vera sá eini rétti, liðið er í CL og margt margt fleira.

  Aðalatriðið er að mínu viti að Rafa er treystandi fyrir að koma liðinu í fremstu röð og að keppa um alla titla á hverju ári.

 7. Punkturinn sem ég var með var sá, að þrátt fyrir að títtnefndir menn hafi verið meðalmenn, þá var oftar en einu sinni talað um þá fyrir liðið, Rafa hafði greinilega viljað einhvern í þessar stöður vegna þess að þetta voru stöður sem vantaði menn í! Breiddin sem slík er ekki alveg nógu góð en ég er á því að hópurinn sé ekki lakari en í fyrra – eins og bent hefur verið á, þá lendum við í ágætis vandræðum ef t.d. menn eins og Hyypiaa og Carra yrðu meiddir í einhvern tíma. Og ef þú kallar það fíflaskap að eyða kannski 2 milljónum í mann eins og Stelios eða 3,5 í Bouhma, þá velti ég fyrir mér því breiddarvandamáli sem flestir hafa rætt um hér. Af hverju ætti Rafa að fá til sín þessa menn á 1 m fyrir Stelios og segjum 2 fyrir Bouhma? Eru þeir ekki jafnmiklir meðalmenn fyrir vikið? Hvað hefðirðu sagt um það, ef þeir hefðu komið? Og af hverju ertu að minnast á simao atvikið oftar en einu sinni í svarinu þegar ég var sammála því að þar hefði verið vitlaust að samþykkja 3 m hækkun (enda ótrúlega sérstakar aðstæður í því máli)??

  Hvers vegna var hann að skoða þá svona mikið? Og ekki vera að tala um kaup á mönnum en gleyma sölu líka – selja fyrir um 18 og fá fyrir 7-8 milljónir = í kringum 10 milljónir í eyðslu. Mér fannst Kristján Atli súmmera skoðun mína best í yfirliti sínu yfir stöðu sumarkaupanna (vona að það sé í lagi að pósta það hér):
  –“Það er allavega helvíti hart að horfa á þá leikmenn sem við vorum orðaðir við í vor – Joaquin, Galletti, Ramos, Daniel Alves, Milito, Upson, Bonera, Andrade, Mexes – í þessar tvær vandamálastöður, og sjá svo fram á að enginn sé keyptur í þessar tvær stöður? Ég bara skil ekki hvernig það gat gerst!”–

  Þetta er fyrir utan meðalmennina Stelios og Bouhma. En eins og Kristján sagði líka í sínum pósti, þá örvænti ég ekki – en þegar upphaflegur pósturinn í þræðinum hér segir að Rafa hafi verið skynsamur í kaupum, þá er allt í lagi að viðra óánægju og gagnrýni á það að þær stöður sem Rafa talaði um að þyrfti menn í allan tímann enda svo á því að vera jafnmiklar vandamálastöður.

  Þegar þú talar um prinsipp og fíflaskap, þá verðurðu að gera þér grein fyrir því að í sumar talaði Rafa um þessar stöður sem forgangsmál. Það er því “bjánalegt” að halda því fram að það þurfi ekki mögulega að ganga betur og gera betur í því að fá menn (meðalnöfn eða stór nöfn) til sín. Og Liverpool gerði ekki nóg. Breiddin gæti orðið vandamál mánuðina fram í janúar, en við skulum auðvitað vona og trúa því að það vandamál komi ekki upp.

 8. Sammála þér í flest öll og ég var einnig hundfúll að við gátum ekki fundið réttu leikmennina þ.e. kantmann og miðvörð. Við erum ekki með gott cover fyrir Carra/Hyypia og vantar sárlega alvöru hægri kantmann. Núna vona ég að Rafa og co. hafi lært ýmislegt af þessu og nýti tímann vel fram að janúar mánuði þ.e. ef Josemi og co. standa sig ekki sem cover.

  Ennfremur er það oft jákvætt fyrir stuðningsmennina og já allt liðið þegar “stórt” nafn kemur til félgasins t.d. eins og þegar Morientes kom.

  Í lokin þá segi ég líkt og þú Doddi:

  Breiddin gæti orðið vandamál mánuðina fram í janúar, en við skulum auðvitað vona og trúa því að það vandamál komi ekki upp.

 9. Aggi kemur með ágætan punkt sem ég skal vera sammála; “ég var einnig hundfúll að við gátum ekki fundið réttu leikmennina.” Mér finnst þetta vera lykilhugtak, réttu leikmennirnir. Ég held að Rafa hafi ekki fundist Stelios og Bouma verið réttu leikmennirnir til að bæta liðið. Potter getur t.a.m. alveg skilað sínu hlutverki á hægri kantinum sem væri erfiðara fyrir hann ef meðalmaður eins og stelios væri á undan honum í goggunarröðinni. Sem og Whitbread aftast.

  En þú nefnir stjörnunöfnin sem Kristján benti á að hefðu verið orðuð við Liverpool. Auðvitað er líklegt að Rafa hafi haft raunveruelgan áhuga á flestum þessum leikmönnum en ekki fundist raunhæft að kaupa þá sbr. 18 milljónir punda fyrir Sergio Ramos.

Benitez að breyta “scouting” kerfinu hjá okkur.

Taumlaus Leiðindi…