Fjárfestingar LFC síðasta áratuginn eða svo.

1. sept er runninn upp og enginn leikmaður kom til okkar fyrir “deadline-inn”!
Flestir eru pirraðir því ítrekað hefur Rafa sagt að það þurfi að styrkja hópinn með í það minnsta varnarmanni og hægri kantmanni. Rafa vildi ekki kaupa leikmenn bara til þess að kaupa þá og sóa peningunum, skynsamleg ákvörðun.
Ég ákvað að skoða aðeins innkaupinn hjá okkur undanfarinn áratug og rúmlega það. Ég tók þá leikmenn sem mér hefur ekki fundist hafa staðið undir væntingum og/eða staldrað stutt við þrátt fyrir töluverðar væntingar þegar þeir voru keyptir. Þetta er að sjálfsögðu enginn heilagur sannleikur og ég er alls ekki hlutlaus því suma leikmenn fíla ég bara af því ég fíla þá og öfugt. Frá árinu 1991 til 2002 tek ég 23 leikmenn sem við höfum keypt og eiga 5 þjálfarar heiðurinn á þeim. Þessir leikmenn kostuðu okkur 82.325 mill. punda eða um 3.579 mill. pund að meðaltali. Þeir spiluðu 775 leiki samtals og skoruðu 75 mörk eða að meðaltali 34 leikir og 3 mörk. Ef þessir stjórar hefðu verið að vinna hjá KB Banka þá væri búið að reka þá fyrir þessa ávöxtun/rýrnun! Hvað sem því líður þá koma leikmennirnir hérna:

Jimmy Carter
Var keyptur frá Millwall á 800 þús pund. árið 1991. Hann átti að smellpassa inní Liverpool leikstílinn og þótti hæfileikaríkur kantmaður. Eftir á að hyggja þá er hann líklega verstu kaup Dalglish. Hugsaði allavega allataf vel um ?lookið?! Spilaði 5 leiki og skoraði ekkert mark.

David Speedie
Var keyptur frá Coventry á 675 þús. pund 1991 og komu þau vægast sagt á óvart. Hann byrjaði frábærlega með því að jafnan gegn Man U. Staldraði stutt við hjá LFC en skoraði á endaum í öðrum hverjum leik, ekki slæmt það. Ég fílaði hann því hann stóð sig fantavel þennan skamma tíma. 12 deildarleikir og 6 mörk.

Mark Walters
Var keyptur frá Rangers á 1.25 mill. punda árið 1991. Hann hafði spilað gríðarlega vel með Rangers undir stjórn Souness og þ.a.l. gekk Stjóri aldarinnar út frá því að Walters myndi gera hið sama með Liverpool og í ensku deildinni. Ekki gekk það eftir því þrátt fyrir ágæta takta inná milli þá hvarf hann iðulega í leikjum og var misjafn. Spilaði 94 deildarleiki og skoraði 14 mörk.

Dean Saunders
Var keyptur frá Derby ´91 á 2.9 mill. pund. Miklar væntingar voru gerðar til hans en hann náði aldrei að sýna sama leik og hann hafði gert reglulega með Derby. Naut sín best með liði sem spilaði skyndisóknir, líkt og Derby. Á endanum spilaði hann eingöngu eitt tímabil og var seldur til Aston Villa (hhmm ætli Baros leiki sama leikinn og hann með því að skora í leik gegn LFC). Spilaði 42 deildarleiki og skoraði 11 mörk.

Paul Stewart
Kom frá Spurs árið ´92 og kostaði 2.3 mill. punda. Hann náði aldrei að spila vel og spilaði ekki einu sinni leik síðustu 2 árin sín hjá félaginu. Þótti gríðarlega hæfileikaríkur, hvort sem framliggjandi miðjumaður eða senter. Var annað hvort lánaður eða meiddur. Spilaði 32 deildarleiki og skoraði 1 mark.

Torben Piechnik
Var keyptur frá FCK Kaupmannahöfn á 500 þús. pund árið 1992. Hann stóð sig feiknarvel í Evrópumeistaraliði Dana um sumarið og Souness hélt að hann væri að gera reifarakaup. Torben byrjaði hörmulega þegar Sounders (þá nýkominn til Villa frá LFC) fíflaði hann allan leikinn og skoraði 2 mörk. Ég held að fáir muni eftir Torben í LFC og er það eðlilegt. Evans leysti hann á endanum undan samning ári síðar. Hann spilaði 17 deildarleiki og skoraði ekki mark.

Nigel Clough
Var keyptur frá Nott. Forest árið 1993 á 2.275.000 pund. Hann var sagður næsti Dalglish og var m.a. númer 7. Mikið var rætt um hversu góð kaup þetta væru hjá okkur og að Nigel myndi eiga í vændum glæstan feril. Byrjaði gríðarlega vel en náði alls ekki að fylgja því eftir. Náði einstaka sinnum að sýna góða takta en of langt á milli þeirra leikja og því var hann á endanum seldur til Man.City tímabilið 95/96. Spilaði 39 deildarleiki og skoraði 7 mörk.

Julian Dicks
Var keyptur frá West Ham á 1.5 mill. punda árið 1993. Souness vildi fá meiri hörku í vörnina og átti Dicks að leysa þau vandamál. Hann var síðasti leikmaðurinn sem Souness keypti. Hann þotti merkilegur karakter og heimtaði ávallt steik og sósu á leikdegi sem öðrum uppöldum leikmönnum hjá LFC þótti afar undarleg. Líkamlegt atgervi varð Dicks að falli sem og Evans þótti ekki mikið til hans koma. Hann var einungis þetta eina tímabil hjá LFC og fór aftur til London. Hann spilaði 24 deildarleiki og skoraði 3 mörk.

John Scales
Kom frá Wimbledon á 3.5 mill. punda árið 1994. Hann hefur er líklega mesti íþróttamaður sem hefur spilað fyrir LFC fyrr og síðar. Á yngri árum þótti hann efnilegur tugþrautarmaður og vann keppnir í hástökki. Á endanum voru það meiðsli sem gerðu það að verkum að hann var seldur til Spurs og þar spilaði hann lítið vegna meiðsla. Enn ein slök kaup sem gerð voru reglulega frá Wimbledon. Spilaði 65 deildarleiki og skoraði 2 mörk.

Phil Babb
Var keyptur frá Coventry 1994 á 3.6 mill. punda. Hann kom til okkar eftir að hafa brillerað á HM í USA um sumarið. Hann varð dýrasti varnarmaður Bretlands þegar hann kom. Líklega verður hans minnst fyrir að hafa runnið beint á stöngina með eistun gegn Chelsea (The one who crashes his balls against post). Spilaði ávallt undir Evans en hjá Houllier fékk hann enginn tækifæri. Ab-babbabb spilaði 128 deildarleiki og skoraði heilt eitt mark.

Paul Ince
Kom frá Inter ´97 og kostaði 4.2 mill. punda. Evans var yfirmáta ánægður þegar hann fékk Ince til félagsins og gerði hann strax að fyrirliða liðsins. Ég minnist Ince einna helst fyrir að rífa mikinn kjaft, vera hrokafullur og seinn í tæklingar. Stóð aldrei undir væntingum og fór á endanum frítt til Boro þegar Houllier tók við stjórnartaumunum. Ince spilaði 65 deildarleiki og skoraði 14 mörk.

Bjørn Tore Kvarme
Kom frá Rosenborg frítt 1997 eftir að hafa staðið sig ótrúlega vel í Meistaradeildinni með Rosenborg. Hann byrjaði ferilinn sinn einkar um leið og hann kom var fastamaður sitt fyrsta tímabil. Á næsta tímabili klikkaði hann illa gegn Everton sem og gegn Man U og átti hann erfitt uppdráttar eftir það. Sjálfstraustið hvarf og í raun hann einnig. Kvarme spilaði 45 deildarleiki og skoraði ekki mark.

Øyvind Leonhardsen
Kom frá Wimbledon árið 1997 og borgaði Evans fyrir hann 3.5 mill. punda. Evans var einkar hrifinn af norskum leikmönnum og voru þeir um tíma 5 á sama tíma hjá LFC. Leo vinnusamur miðjumaður án þess að vera mikið fyrir augað. Houllier losaði sig við hann til Spurs. Þokkalegur leikmaður en alls ekki næginlega góður fyrir lið sem vill berjast um titla. Spilaði 37 deildarleiki og skoraði 7 mörk.

Sean Dundee
Kom frá Karlsruhe árið 1998 og kostaði 1.8 mill. punda. Til að gera langa sögu stutta var Dundee ekki nærri nógu góður til þess að spila með LFC og hrein og klár mistök hjá Evans að kaupa hann. Spilaði 3 deildarleiki og skoraði ekki.

Jean Michel Ferri
Var keyptur 1998 frá Istanbulspor og kstaði 1.5 mill. punda. Hann var kallaður ?the machine? þar sem hann þótti afar duglegur leikmaður. Hugmyndin hjá Houllier var að nota hann sem varaskeifu fyrir Ince. Ferri náði að spila heila 2 deildarleiki og skoraði ekki.

Rigobert Song
Var keyptur frá ítalska liðinu Salernitana á 2.6 mill. punda árið 1999. Hann þótti afar grimmur og ákveðinn á átti sína leiki en mjög óagaður og hljóp ítrekað úr sinni varnarstöðu og skyldi eftir aðra leikmenn í slæmum málum. Var á endanum seldur til West Ham. Spilaði 36 deildarleiki og skoraði ekki mark. Er líklega á endaum þekktastur fyrir að fá rautt spjald í tveimur heimsmeistarakeppnum.

Erik Meijer
Kom frítt frá Leverkusen ´99 en er Hollendingur. Þrátt fyrir það er ekkert sem gefur það til kynna því Meijer er gjörsamlega gerilsneyddur einhverjum hæfileikum í knattspyrnu. Hann berst eins og ljón og ef það er nógu gott fyrir Liverpool þá geta margir komist að hjá okkur. Spilaði 24 deildarleiki (ótrúlegt en satt) og ennþá ótrúlegra þá skoraði hann núll mörk! Ótrúlegt hvað Houllier datt stundum í hug!

Nick Barmby
Var keyptur frá Everton á 6 mill. punda árið 2000. Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn síðan 1959 til að fara frá Everon til Liverpool. Hann byrjaði vel og spilaði sérstaklega vel í UEFA bikarnum. Árið eftir var hann frekar slappur og fór á endanum til Leeds. Hann spilaði 32 deildarleiki og skoraði 2 mörk.

Bernard Diomede
Kom frá Auxerre árið 2000 á 3 mill. punda. Hann kom sem heimsmeistari með Frakklandi ´98 og hafði staðið sig vel með Auxerre. Hann fékk samt sem áður aldrei tækifæri hjá Houllier og var á endanum lánaður til Ajaccio sem tóku hann síðan þegar samningnum hans lauk hjá LFC. Diomede spilaði 2 deildarleiki og skoraði aldrei.

Christian Ziege
Var keyptur frá Middlesbrough á 5.5 mill. punda árið 2000. Sá verðmiði er orðinn frægur enda fóru Boro menn í mál við LFC vegna þess að þeir hefðu farið ólöglega að því að fá Ziege til sín. Þetta vesen allt hafði greinilega svo mikil áhrif á hann að aldrei náði hann sér á strik með liðinu og spilaði raunar oft mjög illa. Var á endanum seldur til Spurs. Spilaði 16 deildarleiki og skoraði 1 mark.

Abel Xavier
Varð annar leikmaðurinn á skömmum tíma til að koma frá Everton til okkar. Hann kom í janúarlok árið 2002 og kostaði 750 þús. pund. Hann skoraði sitt eina mark í deildi í sínum fyrsta leik og var í byrjunarliðinu út leiktíðina sem og í upphafi þeirrar. Eftir það hvarf hann smátt og smátt og var á endanum lánaður til Galatasary og kom aldrei tilbaka. Furðulegur leikmaður, með furðulega stíl sem passaði aldrei við liðið. Spilaði 14 deildarleiki og skoraði 1 mark.

Bruno Cheyrou
Var keyptur frá Lille árið 2002 og kostaði 3.7 millur. Um hann var rætt sem nýja Zidane og var eftirvæntingin mikil. Hann átti erfitt uppdráttar en samt var hann valinn í franska landsliðið um tíma. Hvað um það þá náði hann aldrei að spila eins og maður með LFC og var á endanum lánaður til Marseille þar sem hann gat ekki blautann. Er sem stendur í láni hjá Bordeaux og ef vel gengur þá kaupir Bordeaux hann að ári. Vonandi! Spilaði 31 deildarleik og skoraði 2 mörk.

El Hadji Diouf
Kom frá Lens á heilar 10 mill. punda og var m.a. keyptur fyrir HM 2002. Hann þótti hafa sýnt gríðarlega góða keppni þar sem Senegal var á meðal þeirra þjóða sem mest komu á óvart. Rætt var um að Houllier hefði gert gríðarlega góð kaup á aðeins 10 mills. Þrátt fyrir miklar væntingar og ágætis byrjun þá náði hann aldrie að vinna stuðningsmenn liðsins á sitt band, sérstaklega eftir að hafa hrækt á stuðningsmann Celtic. Þegar Houllier var rekinn lánaði Rafa hann til Bolton sem keypti hann síðan á endanum. Leikmaður með mikla hæfileika en líka ekki sá gáfaðist. Vek athygli á því að Houllier ákvað frekar að kaupa Diouf í stað Anelka… vond ákvörðun! Spilaði 55 deildarleiki og skoraði HEIL 3 mörk.

(staðreyndir og fleira tekið frá http://www.lfchistory.net/)

9 Comments

 1. Glæsileg samantekt Aggi!

  Þetta sýnir manni bara að það er aldrei á vísan að róa í þessum leikmannakaupum; alveg eins gott að bíða í smástund eftir þeim rétta heldur en að rjúka til í einhverju panik kasti og kaupa e-n sem er ekki jafn hátt skrifaður…

 2. Flott úttekt hjá þér, fannst þó vanta menn eins og Biscan(mikið lofaður áður en hann kom, fínn seinasta árið), Heskey(klárlega ekki 11 milljóna maður), Kirkland ekkert sýnt ennþá þrátt fyrir að hann hafi þótt mjög efnilegur, og svo náttúrulega Salif Diao, 5 milljón króna maður sem gat og getur ekki blautan….

  annars er ég sammála með þá leikmenn sem þú hefur á listanum(þekki þó ekki þessa efstu)

 3. Ég gerði það viljandi að setja ekki inn leikmenn sem eru svona nálægt okkur í tíma s.s. Diouf, Heskey og Diao. Er samt ósammála þér varðandi Biscan… ég fílaði hann, hvers vegna… af því bara!

 4. Aggi…Mig langaði bara að benda þér á að það er ekki rétt hjá þér að segja: “Þessir leikmenn kostuðu okkur 82.325.000 mill. punda eða um 3.579.348 mill. pund að meðaltali.” …Þar sem þú ert með 6 aukastafi fyrir aftan 82 í fyrra tilfellinu og 3 í seinna tilfellinu þá verðuru að sleppa því að skrifa “mill.” fyrir aftan! :tongue:

  Annars flott samantekt hjá þér, og ég er sammála þér með Biscan. Hann var keyptur til Liverpool sem einn efnilegasti miðjumaður Evrópu – sem hann sýndi svo í fyrra þegar hann fékk loksins að spila sína stöðu! …Ég er nú hræddur um að Alonso og Sissoko væru ekki að brillera jafn mikið og raun ber vitni ef þeim hefði fyrst verið plantað í hægri bakvörð, svo á hægri kant og hvað þá í miðvörð! En þetta er einmitt það sem greyið hann Biscan þurfti að gera áður en hann fékk að spila sína náttúrulegu stöðu!

 5. Ég er samála Agga og Hannesi varðandi Biscan. Hann sýndi það í fyrra hvers hann er megnugur, en þó aðallega í Meistaradeildinni. Hann var náttúrulega látinn spila alls staðar, undir stjórn Houllier, nema í sinni réttu stöðu! Mér er það sérstaklega minnistætt þegar honum var plantað á vinstri kantinn í úrslitum Deildarbikarsins gegn Birmingham 2001!

  En annars fín úttekt yfir marga mjög slæma leikmenn!

 6. Skemmtileg samantekt, gaman að rifju upp þessi kaup sem hafa gert mann gráhærðan í gegnum tíðina.
  Það var mjög súrt þegar Peter Beardsley var seldur á 1 millu og Dean Saunders var keyptur á 2,9.
  Svo er gaman að minnast á það að snillungurinn Paul Stewart skoraði sjálfsmark og fékk rauða spjaldið í sínum fyrsta leik hehe.

 7. Frábær lestur Aggi og ég verð að viðurkenna að ég er sammála nær öllu í þessari grein! Það er vissulega aldrei á vísan að róa og þetta minnir mann kannski á að það gera allir þjálfarar mistök – þannig að þeir sem ég þarf stundum að hlusta á inná Players sem heimta að Rafa verði rekinn af því að hann vogaði sér að kaupa Núnez eða Morientes eða Josemi, þeir ættu að vita betur. 🙂

Sumarið Á Markaðnum (uppfært)

Vilja sanna sig, gefum þeim tíma.