Simao Sabrosa (uppfært: Er á leiðinni!!!)

Sky segja að Liverpool séu að bjóða 15 milljón evrur í [Simao Sabrosa](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=302899&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Reds+make+Simao+move&channel=football_home) hjá Benfica.


**Uppfært (EÖE):** Sabrosa er á leiðinni í [læknisskoðun á Melwood](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/4199286.stm)!!!

>Simao Sabrosa appears set to join Liverpool from Benfica after the Portuguese Football Federation gave permission for the forward to undergo a medical at Anfield.

Yes!!!


Viðbót (Kristján Atli): JÁÁÁÁÁ! Ég veit að 15m Evrur virðast mikill peningur fyrir þá sem hafa ekki séð Simao spila en ég gæti ekki verið ánægðari með þessi kaup! Eftir að hafa í allt sumar hlustað á umræður um þrítuga baráttukalla eins og Solano og Stelios, þá kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti!

Simao, svona til glöggvunar, var í byrjunarliði Portúgala á EM2004 í fyrra. Þar hóf hann keppnina sem fyrsti kostur á vinstri vænginn, með Pauleta frammi og Figo hægra megin í þriggja manna sókn. Eftir því sem leið á keppnina sló svo Cristiano Ronaldo í gegn vinstra megin og hirti stöðuna af Simao.

Simao þessi vann á sínum tíma titilinn með Barca ’99 (þá aðeins 19 ára) en það skemmtilega við það er að hann barðist þá við Bolo nokkurn Zenden um vinstri vængstöðuna (með Figo lykilmann hægra megin), þannig að þeir þekkjast þaðan. Nú, Simao fór á endanum aftur til heimalandsins og var fyrirliði Benfica-liðsins sem vann titilinn í Portúgal sl. vor, eftir áralanga einokun Porto-liðsins.

Þannig að þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er Simao þegar búinn að leika á a.m.k. þremur stórmótum sem ég man eftir með portúgalska landsliðinu (EM 2000 og 2004, HM 2002) og vinna titla sem fyrirliði Benfica í Portúgal og sem byrjunarmaður Barcelona á Spáni.

Með öðrum orðum, miðað við aldur og ferilskrá þá eru þetta MJÖÖÖG GÓÐ KAUP!!!

Gæti ekki verið sáttari. Var farinn að örvænta yfir skorti á hægri vængmanni, en nú virðist þetta vera að reddast!

32 Comments

 1. Hvernig er það með þennan félagskiptaglugga, er hægt að kaupa leikmann áður en honum lokar og semja svo?

  Skil ekki hvað við erum að gera þetta svona rosalega mikið á seinustu stundu

 2. Samkvæmt BBC er hann á leið á Melwood til að undirgangast læknisskoðun!

  1215: Simao Sabrosa appears set to join Liverpool from Benfica after the Portuguese Football Federation gave permission for the forward to undergo a medical at Anfield.

 3. Jæja piltar komiði nú með upplýsingar um þennan leikmann. Hægri kantmaður eða hvað ? Fyrirliði Porto ?

 4. Verð nú að segja sem Barca aðdáandi að þá fannst mér hann alltaf góður þegar hann var þar. Þrælsnöggur skratti með flotta tækni og góðar sendingar en hef séð minna af honum eftir að hann fór til Benfica. Verð samt að segja að þarna eruð þið að sign-a þrusuleikmann.

 5. Var að koma með smá viðbót við þessa færslu með smá upplýsingum, það sem ég veit um kauða.

  En hafið það á hreinu að þetta eru góð kaup, þið megið með réttu vera spenntir yfir þessum gæja. 🙂

 6. Ég spyr eins og þú Birgir Steinn, hvernig stendur á því að við erum að kaupa þennan leikmann daginn sem félagaskiptaglugginn lokar.

  Ef Benitez hefur haft augastað á honum, afhverju var ekki boðið í hann í júlí eða í byrjun ágúst. Þetta er líka ekkert smá upphæð, 15 millj evra (10,2 millj punda).

  Simao getur ekki hafa verið 1 né 2 kostur hjá Benna, það hlýtur að vera ástæða þess að við erum að bjóða í hann núna(31 ágúst). Þetta lítur út eins og okkar menn séu orðnir svolítið desperit og af þeim sökum tilbúnir að borga of háa upphæð bara til að landa einum leikmanni.

  Hefði ekki verið nærri lagi að kaupa Figo á 2 millj punda, við hefðum fengið þann pening aftur í kassan með treyjusölu (ekki spurning).

  Parry er ekki að standa sig.

  Kveðja
  Krizzi

 7. Tilvitnun í Paul Tomkins:

  “To conclude, while I’ll always be an Owen fan, it’s worth remembering that since 2002 he’s won just the League Cup; Rafa, meanwhile, has collected two Spanish titles, a Uefa Cup and a European Cup. Owen will always score goals, but Rafa knows how to win the trophies that matter.”

  Ég er Owen aðdáandi og finnst sárt að hann hafi farið til Newcastle(finnst það þó skárri kostur en Chelsea, Man USA eða Arsenal), en þetta segir mér meira en mörg orð.

  Mæli með að menn lesi þennan Paul Tomkins pistil, hann er mjög góður.

 8. Kristján Atli, þú talar um Simao sé á vintri kantinum? Getur hann s.s. spilað báða kantana eða er hann betri á þeim vinstri? Bara smá forvitni.

 9. Simao var ekki valin í landsliðshópinn fyrir EM 2000 og missti svo af HM 2004 vegna meiðsla. Svo ferilskráin er ekki alveg jafngóð og hún leit út fyrir að vera.

 10. Chris – hann er betri á þeim hægri, en getur spilað báða (svipað og t.d. Figo, í rauninni). Þannig að við erum loksins að fá mann sem er sérfræðingur í hægri kantstöðunni.

  Varðandi EM 2004 þá var hann með í allavega fyrsta leiknum, mig minnir það alveg sterklega. Kannski er ég að rugla honum saman við einhvern annan samt, það getur vel verið…

 11. Ég tek undir kommentin hans Krizza. Þetta virkar soldið sérstakt á mann.

  Væri samt gaman ef einhver gæti sagt mér hvort hann er réttfættur, örfættur, jafnfættur eða einfættur? Mér finnst vinstri vængurinn vera full mannaður en sá hægri virkar slakari.

 12. Kristján það er rétt hjá þér hann var með á EM2004. Hössi hann er réttfættur. Þegar Barca keypti hann var talað um hann sem mesta efni í heimi í sinni stöðu(hægri kanti).

 13. Hver er staðan í dag?

  Hann átti að vera mesta efni í sinni stöðu í heiminum þegar hann var keyptur til Barca. Er hann þá sá besti eða með þeim betri í þessari stöðu í dag??????

  Eftir minni bestu vitund er svarið NEI.

  Vonandi nær hann hærri hæðum hjá okkar ástsæla liði.

  kv
  Krizzi

 14. úppss, smá innsláttarvilla…. Jú, hann var með á EM 2004 en s.s. ekki valin á EM 2000 og ekki með á HM 2002 vegna meiðsla.

 15. Allir á Liverpool.is segja að þessu verði ekki. en ég finn hvergi þá frétt

 16. Það var víst að birtast frétt á SkySports þess eðlis að Benfica hafi á síðustu stundu ákveðið að selja hann ekki, þar sem þetta sé síðasti dagur skiptagluggans og þeir hafi engan tíma til að finna staðgengil.

  Sem er frekar hart, úr því hann var búinn að fá leyfi til að yfirgefa portúgalska landsliðið, fljúga alla leið til Liverpool og klára læknisskoðun sem væntanlega stendur yfir eða er nýlokið (hann á víst að vera mættur aftur til portúgalska landsliðsins 17.30).

  Það hljóta að berast frekari fréttir af þessu fljótlega.

 17. Hvenær ætla menn að ná því að það voru ekki þessar 2 milljónir punda sem urðu þess valdandi að Figo kom ekki til okkar. Það er marg búið að skýra frá því að peningar komu þessari ákvörðun hans ekkert við. Það var blessuð kvinnan hans sem gat ekki hugsað sér að flytja til Englands.

 18. Sjá frétt hér: Sabrosa passes medical

  var að sjá þetta veit ekki hvort þetta sé komið í commentunum.

  Vinsamlegast EKKI setja linka beint inn í kommentin, notið svigana eins og Einar er alltaf að segja: (nafn vefsíðu)[netfang vefsíðu] -Kristján Atli

 19. Hvað meinar þú Kristján með sviga og linka?

  Hvernig væri að hafa “a href” kóðann hér einhversstaðar nálægt glugganum sem maður skrifar í þegar maður er að búa til comment, þannig að maður geti bara copy/paste-að hann inní gluggann og sett linkinn á milli gæsalappanna í kóðanum?

  Væri það ekki sniðugt?

 20. Úps, ég snéri því óvart við. Það á sem sagt að vera (netfang vefsíðu)[nafn vefsíðu] :blush:

  Annars er “a href”-kóðinn svo einfaldur að ég á erfitt með að skilja hvernig fólk fer að því að nota hann ekki til að vísa á fréttir. Með því að byrja ummæli á beinum tengli brenglast útlitið á þessari síðu allverulega, þar sem netseðillinn hægra meginn stækkar upp úr öllu valdi, og því þurfum við að reyna að sporna við þessu eins og við getum.

 21. Frábær leikmaður, og óska ég Liverpool mönnum til hamingju með fenginn :confused:

 22. Djöfull er þetta þreytandi! Hann kemur ekki til okkar því hann á að kosta 13,7 milljónir punda sem liverpool eru ekki tilbúnir að borga!! Hvað ætla þeir þá að gera??? Láta Harry Potter spila á hægri kantinum??? :confused:

 23. Það hlýtur að vanta eitthvað í þessar fréttir.

  Ég hélt að leikmenn færu ekki í læknisskoðun nema kominn væri á bindandi samningur og hvað þá að verið sé að fljúga þeim milli landa nema það væri allt klappað og klárt.

  Hafið þið einhversstaðar séð að hann hafi fyrir víst komið til Liverpool í læknisskoðun eða fór hún kannski fram í Portúgal ?

  Ekki þar fyrir að ég hélt og annað væri bara della að læknisskoðun færi ekki fram fyrir en báðir aðilar væru sammála um að það væri kominn á samningur og að leikmaðurinn væri tilbúinn að skipta um félag.

  Ef skilningur minn er réttur þá hlýtur Liverpool að geta leitað til UFEA og fengið bann á að Benfica noti leikmanninn eða að þeir þurfi að greiða bætur eða leyfa honum að skipta um félag. Annars væru samningar milli félaga í uppnámi ef hægt væri að koma eftirá og hækka prísa eða setja ný skilyrði, tala nú ekki um þegar nokkrir tímar eru eftir til félagaskipta.

  Mín kennig er sú að hann hafi ekki farið í læknisskoðun og að það hafi ekki verið búið að koma dílnum saman. Enda hefur ekkert komið official frá Líverpool.

  En mikið dj… virkar Liverpool slappt í að ná í leikmenn. Það verður ekki sagt að við höfum verið að ná í leikmenn sem slegist er um. Reina er reyndar góð kaup, leikmaður sem kæmist í flest lið í heimi og svo tókst að ná í Sossoko á undan Everton, en Everton er nú ekki beint stærsti klúbbur í heimi.

  Aðrir eru bara miðlungsleikmenn og við erum ekki búnir að fá hægri kantmann og engan til að styrkjavörnina og seldum markhæsta manninn frá okkur á rétt rúmar 6 mills.

Rafa talar…