Simao kemur ekki (staðfest)!

Þá er það orðið staðfest: Simao Sabrosa kemur ekki til Liverpool!

Skv. frétt BBC þá buðu Liverpool fyrst 7 milljónir punda sem Benfica höfnuðu. Þá buðu Liverpool 10.2m en Benfica svöruðu því að hann væri aðeins falur fyrir 13.6m punda. Þrátt fyrir að atburðarásin hafi gengið svo langt í dag að hann hafi gengist undir læknisskoðun í Portúgal, að mér skilst (sökum þess hve tíminn var naumur var sennilega farið of snemma í læknisskoðunar-dæmið) þá gekk þetta ekki eftir og hann kemur því ekki til okkar.

Og miðað við að maður hefur ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut um Bonera, Mexés eða neinn annan en Simao í dag tel ég að það sé nokkuð ljóst að það verða engar viðbætur á leikmannahópi Liverpool fyrir miðnætti í kvöld.

Leyfum þessu samt að klárast, enn eru 3klst 41mín eftir skv. breskum tíma. Þegar dagurinn er síðan endanlega búinn – á morgun – þá mun ég síðan fara aðeins yfir stöðuna og meta það hvar við erum staddir eftir kaup & sölur sumarsins.

En allavega, Simao kemur ekki, því miður því þar er spennandi leikmaður á ferð sem hefði gert mikið fyrir liðið.

24 Comments

 1. veit einhver við hvaða tíma er miðað við? ‘Eg meina þegar klukkan slær mipnætti hér þá er hún 01 á Englandi og eitthvað ennþá meira eftir því sem er komið austar í Evrópu svo er miðað við enska tímann eða einhvern annan tíma í Evrópu?

 2. Af hverju erum við LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR svona slakir í að ná í leikmenn? Hvern fjandann er að? Rafa sagði í Júlí að við ætluðum að fá 2-3 leikmenn, kantari og miðvörður. Í JÚLÍ. Það er ekkert að gerast.

  Ég er svo brjálaður að það hálfa væri miklu meira en hellingur. Meðalmennska í leikmannakaupum dettur mér í hug, ég er að sjá það betur og betur. Crouch aðalkaupin hjá EVROPUMEISTURUM 2005? Er þetta eitthvað grín?

  Við munum líklegast ekki fara langt í deildinni með ENGAN hægri kantara.

 3. Ég verð að taka undir orð Davíðs Más, þessi leikmannakaup eru ekki beint til fyrirmyndar hjá okkar stjóra.

  En ég held ennþá í vonina um að Sabrosa kaupin gangi eftir í kvöld, liðin gefa bæði eftir seint í kvöld og hann kemur til okkar á 12,8milljónir punda. Er það ekki ágætt. Vantar reyndar einn miðvörð í þetta hjá okkur.

  En svona er þetta nú einu sinni. Verðum ekki meistarar með þetta lið. Nema Rafa geri annað kraftaverk.

 4. Sammála Davíð Má. Ég er frekar pist off. Maður bjóst alltaf við að sjá einhver kominn, en maður hefur bara þurft að svekkja sig. Og ekki bætir úr skák að Baros er líka farinn.
  Ég verð nú samt að segja – þó ég hafi að sjálfsögðu viljað sjá Owen í LFC treyju – að Rafa gerði rétt að mínu mati. Það er komið nóg af því að láta Real taka okkur í fjósið og ég var sammála því að borga ekki pundi meira en þeir borguðu okkur + afhverju ættum við að hlaupa til um leið og Owen hefur það ekkert alltof gott á Spáni og vill koma heim og bjarga honum úr prísundinni. Hann sá greinilega enga framtíð í LFC og það aðeins fyrir um ári síðan.
  Æji ég veit það ekki, kannski er maður bara eitthvað neikvæður núna af því ekkert hefur gengið að fá leikmenn. Ætli maður verði ekki bara að bíða og sjá næstu klst.

 5. Þetta er náttúrulega skandall. Það var sagt í lok síðasta tímabils að Liverpool ætlaði að styrkja sig með nokkrum big signings. Hvar eru þær? Það var talað um að við ættum 30 miljónir + það sem við seldum. Hvernig gengur það upp? Við erum búnir að eyða 18 miljónum ( Reyna, Crouch, Sissoko) en selja fyrir 10 miljónir ( Baros, Biscan, Diouf, Nunez) eða sem sagt búnir að eyða 8 miljónum. Og svo kemur hvert klúðrið á fætur öðru. Sjáið Tottenham, þeir kaupa hvern leikmanninn á fætur öðrum – ekkert mál.
  Rafa er búinn að seja í marga mánuði að við ætlum að halda áfram að bæta við okkur leikmönnum, sérstaklega væri verið að leita að hægri kanti og svo miðverði. Hvar eru þessir menn?
  Liðið hefur nú ekki verið svo sannfærandi í byrjun þessa tímabils. Svo erum við með þessa skemmtilegu byrjun Chelsea að við erum strax 8 stigum á eftir. ‘Eg veit að við erum bara búnir að spila 2 leiki en ég hef miklar áhyggjur að þetta verði bilið og eigi bara eftir að stækka.
  Ég er ekki að skilja þetta getuleysi við að ná í leikmenn, erum við ekki Evrópumeistarar?

 6. Hjartanlega sammála ykkur, það verður nú að játast að þetta lítur nú frekar hallærislega út fyrir LFC. Ég er samt á því að þessir 3 dýru leikmenn sem við erum búnir að fá eiga eftir að reynast okkur mjög vel, sérstaklega er ég vongóður með Sissoko.
  Það þýðir samt ekkert að láta eins og allt sé vonlaust, við erum með mjög sterkt lið sem á að geta keppt um titilinn á Englandi, við verðum sterkari núna en á síðasta tímabili.
  Ég treysti Rafa til að gera vel í vetur, þrátt fyrir að það hefði verið gott að styrkja sig aðeins betur, svo er aldrei að vita nema að það reynist vera gullmoli innan um þessa ungu stráka sem að hafa komið í kyppum undanfarið til okkar.
  Það væri nú gaman :biggrin2:

 7. Það er alveg ljóst að bæði stjórnin og Rafa eru að drulla á sig í þessum leikmannakaupum, eru þeir ekki búnir að segja í heilan mánuð að það komi hægri kanntari og miðvörður, og er það nú nánast öruggt að við fáum hvorugt. Ég segi nú bara að það er eins gott að vissir leikmenn fari ekki að meiðast því við erum ekki með betri breidd en í fyrra, stefnir í enn eitt árið í að eltast við þetta helvitis 4. sæti.

 8. Æji manni langar bara fara undir sæng og grenja yfir ástndinu. Þvílíkt metnaðarleysi og klúður!!!!! Loksins þegar maður hélt að þessi stjórn væri búinn að finna manager sem hún hefði fulla trú á þá gerist akkúrat ekkert. Ég get alveg séð ljósa punkta við komu Crouch en Rafa hefur pottþétt tekið hann til Liverpool með það fyrir augum að stjórnin reddaði peningum til kaupa á hæfileikaríkum kantmönnum. Sú áætlun virðist nú því miður vera fyrir bí. Hvað eru menn búnir að vera gera þarna í allt sumar. Það eru allir búnir að fá nóg af gömlu lummunni að Liverpool ætli ekki að borga yfirverð fyrir leikmenn. Lið sem eru á eftir töppmönnum verða bara að gjöra svo vel að punga út yfirverði. Ef að svo væri ekki hefði Rio Ferdinand farið til Man U á 10M en ekki 30. 😡 😡

 9. verð nú að segja að ég er sáttur að við héldum öllum lykilmönnum liðsins td hamann, gerrard, carra, hypiia osfrv.. en finnst Benni hafa fokkað sóknarlínunni svoldið upp.. Mistök að selja Baros..

 10. Ok… við unnum stærsta titilinn í maí – gaman gaman. En burtséð frá því, þá hefur titlaleysið verið meira en maður hefði viljað síðustu 14 árin eða svo. Síðustu tímabil, t.d. með Houllier við stjórnvölinn, þá fengum við meðalmenn til okkar og álitlega menn til okkar og alltaf voru vonir, alltaf töldum við okkur vera með lið í titlabaráttu. Og það gerum við í ár auðvitað líka.

  En burtséð frá þrennunni frábæru og þegar Michael Owen var fyrstur enskra manna valinn European Footballer of the Year síðan Kevin Keegan 1979…og titlunum núna, hvað hefur batnað hvað varðar móral og skipulag og stöðugleika?

  Við áttum jú í fáránlega miklum meiðslum í fyrra, en samt finnst mér mórallinn vera sá svipaði hvað varðar getu leikmanna og hópsins: við eigum að gefa þeim séns, við þurfum ekki stórstjörnur…. o.s.frv. En ég tel að til að við getum keppt við Chelsea, Manure og Arsenik af fullri alvöru þá þurfum við sterkari nöfn. Það getur enginn keppt við peningamaskínur eins og Chelsea, og Real Madrid kann að eyða peningum og fá peninga! En hvernig stendur á því að lið eins og Tottenham og Newcastle virðast geta eytt meira en við og fengið stór nöfn, og hvernig stendur á því að Aston Villa nær í Bouma (og fær Baros) og Solano verður þar áfram, í stað þess að Liverpool fái þá? Bouma talaði um að Villa gerði mest enskra liða til að vilja sig … sem fær mann alvarlega til að hugsa: er ekki eitthvað skrýtið að Evrópumeistarar Liverpool geti ekki eytt meiri peningum og lokki ekki sterkari nöfn til sín?

  By the way, ég verð fyrsti maður til að hrópa húrra ef mínar áhyggjur reynast ótrúlega rangar og Liverpool stingur af í deildinni – því alltaf er ég Púlari – en þetta eru réttmætar áhyggjur finnst mér.

 11. Nú er maður að verða búinn að fá nóg af Rafa og stjórn LFC því ljóst virðist vera að þeir tíma ekki að kaupa alvöruknattspyrnumenn.
  Það er spurning hvort maður nennir að vera í stuðningsmannaklúbbi svona liðs þó maður drullist til að fylgja þeim í laumi. Framistaðan í leikmannakaupum R og stjórnar er langt til heimsmet í aumingjaskap. Ég er brjálaður útí þetta lið sem stjórnar þarna
  Bless

 12. Jæja þá er tíminn útrunninn…. ég er búinn að sitja fyrir framan tölvuna, flakka á milli síðna og ég er ekki sáttur…. 😡

  Eins gott að Rafa sé göldróttur… segi ekki annað

 13. Grátlegt að sjá enn einn meðalmanninn fara í raðir annars liðs – Solano til Newcastle. Ég græt hann ekkert, en þetta er svolítið lýsandi fyrir ástandið er það ekki … við gerum ekkert í því að fá toppmenn til okkar og meðalmennirnir síðustu sem við höfðum áhuga á vilja fara annað.

  Það yrði frábært að sjá Rafa byggja upp sterkt toppbaráttulið með þessa menn sem eru í hópnum, og við verðum að trúa því að það gerist. En mórallinn upp á síðkastið og spilamennskan í síðustu leikjum svona generalt hefur ekki verið að fullvissa mig um það.

 14. Við verðum einfaldlega að treysta á það að García meiðist ekkert, verði ekkert í banni, spili frábærlega og geti spilað hvern einasta leik! :confused:

  Svo finnst mér Zak Whitbread mjög góður – alveg nógu góður sem backup fyrir hina tvo…en ég efast þó um að hann fari að gera atlögu að byrjunarliðssætinu! :rolleyes: …Fyrir utan það að Benítez á örugglega alltaf eftir að velja hinn heilaga Josemi á undan Whitbread inní liðið! :tongue:

 15. Svo er eins gott fyrir Benítez og félaga að fylgjast núna vel með því hvaða hægri kantmaður og miðvörður eru að brillera fram að jólum og láta svo til skarar skríða í Janúar!!! 😡 :biggrin2:

 16. Nú verður hópnum ekki breytt úr þessu og það hlýtur að vera fúlt fyrir leikmennina og stjórnina alla að vita það að þeir klikkuðu á leikmannamarkaðinum. Rafa hefur sjálfur sagt marg oft að það vanti hægri kantmann og varnarmann. Þetta er ekki eitthvað frá stuðningsmönnum komið sem vilja alltaf fá einhverja leikmenn. Hann sagði þetta sjálfur margoft og hverju skilaði það sér? Ég tek undir með ykkur hérna að það er ótrúlegt að Newcastle og Tottenham geti keypt nánast hvaða leikmenn sem þeir vilja en við erum alltaf að horfa í einhverjar krónur. Ég er alveg hættur að skilja þetta, Rick Parry sagði eftir síðasta tímabil að það ætti að skipta út leikmönnum og koma með virkilega góða spilara inn í liðið. Var það gert?
  Zenden frítt, Reyna – fínn markmaður, Crouch – á alveg eftir að sanna það að hann sé 7 miljón punda virði en vonandi á hann eftir að gera það, og Sissoko sem ég er mjög hrifinn af en eru þetta stjóru nöfnin? Tóm steypa og ég er ekki sáttur. Þetta eru miljón leikir í öllum keppnum og þetta er ekki gott. Rafa hefur sjálfur sagt að fá leikmenn í janúar sé erfitt og venjulega eru þetta leikmenn sem eru ekki að standa sig í sínum liðum og það er enginn tími til að koma þeim inn í hópinn, þeir verða bara að vera til strax og ég er ansi hræddur um að það takist ekki. Haldið þið að Gerard sé fúll núna? Hann talaði nú ekki svo lítið um að hann vildi fá hann. Ekki mikill metnaður hjá þessu liði að klikka á þessu.

 17. Já, svona er þetta … þetta gekk ekki nógu vel hjá okkur í dag. En svo er það stór spurning hverjum er um að kenna. Ég ætla að útbúa pistil sem kemur hérna inn í hádeginu í dag (1. sept) þar sem ég fer aðeins ofan í þessi mál, enda sýnist mér ekki þörf á þar sem það er greinilegt að þið hafið flestir sterkar skoðanir á þessu.

  Ég hef legið á minni skoðun hingað til og ekki sagt neitt gott né slæmt í heild um kaup okkar, heldur hef ég beðið þolinmóður eftir 1. sept til að fara yfir málin í heild. Ég veit eiginlega ekki alveg sjálfum hvað mér á að finnast, en það skýrist vonandi á eftir þegar ég skrifa pistilinn.

  En já, ef einhver hefði sagt við mig að kvöldi dags 25. maí sl., eftir sigurleik gegn Milan, að stærstu kaup okkar komandi sumar myndu verða Peter Crouch fyrir 7m punda, hefði ég hlegið hátt. Svona er raunveruleikinn skrýtinn…

 18. Góðu fréttirnar í gær voru þó þær að Potter skrifaði undir nýjan þriggja ára samning! Já, æðislegt alveg :confused:
  Og ummæli Potters toppa þetta alveg: “The boss even took me to Monaco as part of the squad last week and gave me a winners medal even though I wasn’t involved because of injury.”
  :laugh:
  Vægast sagt undarlegt hvernig hefur verið staðið að leikmannakaupum og sölum síðustu ár. Það hljóta allir að sjá hversu ótrúlega evrópumeistararnir hafa klúðrað málunum í upphafi þessa leiktímabils. Gerrard hlýtur að naga sig í handabökin að hafa ekki komið sér burt.

 19. Þann 29.mai þegar athygglin hafði skyndilega beinst að Bouma, þá kom ég með stór orð hér á blogginu um að hringlandahátturinn hjá Rafa og Stjórninni gerðu það að verkum að ég væri farinn að missa trú á stjórnuninni (þá var Owen vitleysan í hámarki). Ég fékk hörð viðbrögð þá en sé nú að ég er ekki einn með áhyggjur af þessum hlutum. Hvað hefur gerst síðan 29.ágúst? Ekkert nema það að allar þessar örvæntingarfullu tilraunir til að fá til sín bara einhvern, og þá gjarna herma eftir áhuga annara liða, hafa runnið út í sandinn. Hvað er að þegar Evrópumeistararnir eiga svona erfitt með að breikka hópinn (no big signing)? Reyndar gladdist ég við það Cisse skildi ekki verða að “cash in” dæmi til að tryggja uppgjafa Owen til baka, en spyr samt hvað er að, hef ég einhverja ástæðu til að styrkjast í trúnni?

 20. Saga yfirlýsinga Rafa og stjórnar LFC um leikmannakaup er gráthlægileg. Allir stuðningsmenn LFC hvar í heiminum sem er hljóta að vera drullufúlir þegar best lætur og fullkomlega brjálaðir þegar verst lætur. Þessi saga yfirlýsinga og efnda er með þeim hætti að ég amk. trúi ekki orði af því sem þessir menn segja og treysti þeim ekki á milli húsa. Árangurinn í vetur á eftir að sýna hverslags aula og aumingjagangur þetta er og hvernig árangur liðsins verður fyrir vikið. Þetta er fullkomlega óásættanlegt og ófyrirgefanlegt og á eftir að verða félaginu dýrt bæði í árangri og fylgismönnum. Það er nú einu svo að félag eins og LFC lifir á sínum stuðningsmönnum og ef þeir gefast upp, þeim fækkar eða fjölgar ekki þá lendir klúbburinn í vandræðum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Kristjan ætlar að verja þetta ráðslag í pistli sínum í dag. Ekki mundi ég vilja vinna það skítverk.
  Veriði blessaðir 😡 😡 😡 😡

Rafa talar…

Sumarið Á Markaðnum (uppfært)