Sumarfrí

Ég er loksins að fara í [sumarfrí](http://www.eoe.is/gamalt/2005/08/30/19.26.50/index.php) og mun því sennilega ekkert pósta næsta mánuðinn (fyrir utan morgundaginn væntanlega). Ég er að fara til Mið-Ameríku og efast um að ég geti m.a.s. séð sjálfa leikina. Mun þó sennilega ganga ansi langt til að reyna að sjá einhverja leiki.

En allavegana, Aggi er kominn aftur úr sínu fríi og mun því ábyggilega standa fyrir sínu á meðan að ég er í burtu. Kristján Atli er svo auðvitað hérna líka, þannig að þetta ætti allt að vera í ljómandi góðu lagi.

Þegar ég kem heim vil ég svo að við verðum orðnir efstir í okkar riðli í Meistaradeildinni og í topp 3 í deildinni. Er það skilið?

6 Comments

  1. Ég veit það nú varla, finnst þetta bölvuð frekja. Maður sem er að fara að leika sér í Mexíkó í mánuð og sleikja sólina & senjóríturnar hefur varla efni á að heimta eitt né neitt frá okkur hinum, er það nokkuð? 😉

    Annars lofa ég því að rekstur síðunnar verður öflugur og heilbrigður í fjarveru Einars. Og vonandi missir hann af nokkrum klassískum leikjum á meðan hann er úti… 🙂

  2. Njóttu frísins vel Einar og gakktu hægt um gleðinnar dyr :)…

    Við Kristján ásamt öllum hinum stuðningsmönnum LFC munum halda áfram að “ræða um” okkar ylhýra félag á degi hverjum…

Liverpool bjóða í Bonera