Liverpool bjóða í Bonera

Jæja, Parma hafa [staðfest](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=302844&cpid=21&CLID=&lid=2&title=Liverpool+bid+for+Bonera&channel=football_home) að Liverpool hafi boðið í hinn 24 ára gamla ítalska varnarmann Daniele Bonera.

Sky telja að hann sé falur fyrir 4-5 milljónir punda.

Ég veit ekkert alltof mikið um þennan leikmann. Hann er þó ítalskur landsliðsmaður og hefur leikið 9 leiki fyrir Ítalíu. Þó er meirihlutinn af þeim á Ólympíuleikunum 2004.

Hann getur leikið bæði í miðverði, sem og hægri bakverði.

10 Comments

 1. Veit ekki með þennan leikmann, er ekki fastamaður í landsliði Ítala og spilar með Parma sem rétt slapp við fall í fyrra (fengu ansi mörg mörk á sig).

  EF hann er svona góður afhverju hafa AC Milan, Juventus eða Inter Milan ekki verslað kauða. Ég spyr því þau virðast kaupa alla bestu Ítalina.

  Mitt álit er að Bouma hefði verið miklu betri kostur fyrir okkur, með fullt af lands- og meistaradeildarleikjum á bakinu. Og verðið hentar okkar fátæka liði líka 3,5 millj punda.

  En eins og ég hef áður sagt (á þessari síðu) þá finnst mér meira áríðandi að kaupa klassa kantmann á hægri kantinn.

  Keðja
  Krizzi

 2. Ítalskur varnarmaður 24.ára gamall og búinn að spila eitthvað með landsliðinu …

  hljómar bara vel.

 3. Mér finnst þessi leit bera orðið keim af örvæntingafullum tilraunum til að fá bara einhvern leikmann fyrir miðvikudaginn. Það er alveg furðulegt að við fáum ekki leikmenn þar sem við erum evrópumeistarar! Það er ekki hægt að kenna peningaleysinu um þar sem að við vorum að koma undan eflaust einu mesta peningagróða sem sögur fara af í sögu Liverpool. Einnig höfum við ekki eytt það miklu í leikmenn þetta sumarið plús að við höfum minnkað launin hjá okkur með því að henda dýru rusli af launaskrá.

 4. They had me at Gabriel Milito 🙂

  Annars þá vona ég að við séum ekki að fara að stökkva á hvern sem er, en þessi Bonera hljómar alls ekki illa, ég meina það hefur ekki verið það mikil róterun á varnarlínu Ítala í gegnum árin er það (er ekki Costacurta, Vierchowod og Bergomi enn þarna??):biggrin2: , svo það er vel skiljanlegt tel ég að hann sé ekki með fleiri landsleiki en raun ber vitni…

  Annars þá tek ég í sama streng og aðrir hérna – mér finnst vera meiri desperasjón að fá hægri vængmann, hreinræktaðann vængmann plz..

 5. Strákar man einhver eftir ítölskum MIÐVERÐI sem slegið hefur í gegn í annari deild en þeirri ítölsku??????. Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinum.

  Ég er sammála öðrum hérna, þessi leikmanna kaup eru að gerast allt of seint, lítu út eins og desperasjón.

  Kveðja
  Krizzi

 6. Krizzi, það hafa nú ekki verið það margir ítalskir leikmenn sem hafa leikið utan ítalíu…er landsliðið þeirra ekki byggt bara á “heimamönnum” eða svona næstum því?

 7. Ég hef haldið með Parma síðan 1989 og verð að segja eins og er að Bonera er ekki rétti maðurinn í Liverpool. Hann spilaði mjög vel þarsíðasta tímabil með Parma, en gat lítið á síðasta tímabili. Hannn er svona meðalvarnarmaður í dag, ekkert meira en það. Ferrari sem Everton fékk er betri en Bonera. Það var aftur á móti mun verra fyrir Liverpool að missa af Sabrosa.

Bouma til Aston villa

Sumarfrí