Bouma til Aston villa

Wilfred Bouma segir [sjálfur að hann sé á leiðinni til Aston Villa](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4194370.stm).

9 Comments

 1. Mjög vönduð og innihalds rík færsla hjá þér. En kannski ekki hægt að gera þetta neitt betra.

  En já, ég viet ekkert um manninn. Fer ekkert að gráta mig í svefn útaf þessu. Hefði samt ekkert pirrað mig að fá hann. 🙂

 2. Hvort finnst ykkur mikilvægara að fá kantara eða miðvörð? Ef þið gætuð valið bara að fá annaðhvort, hvað munduð þið velja?

  Ég segi kantara, því við eigum Carra, Hyypia, Traore, Josemi, Whitbread, allt gaurar sem geta spilað miðvörðinn.

  En á hægri kantinum eigum við bara Potter og Garcia, liggur því ekki við að það sé mikilvægara að fá hægri kantmann?

  Tjáið ykkur.

 3. Davíð: Kantmann

  Steween: Hvað á maður að segja meira?

  Ég hef það á tilfinningunni að við endum með Solano. Og ég hef það á tilfinningunni að hann eigi eftir að reynast betur en flestir halda.

 4. málið er að owen fór til Real Madrid til að spila fótbolta og vonast eftir fleirri sigrum, hann fékk að spila en liðinu gekk hinnsvegar ekki nógu vel, nú voru keyptir aðrir leikmenn til félagsins, og það er ljóst á Owen fengi nánast EKKERT að spila hjá þeim.

  nr 1 hjá öllum leikmönnum hlýtur að vera að spila, Owen hefði ekki fengið mörg tækifæri hjá Real, þannig hann sá fram á að hann þurfti að fara frá félaginu.

  fyristi kostur hans var Liverpool, þeir höfðu hinnsvegar ekki mikinn áhuga á honum víst að það skipti svona miklu máli hvort hann kostaði 10 eða 17 milljónir, því Liverpool voru nýbúnir að selja BAros á 6,5 og það þarf enginn að segja mér það að Liverpoo hafi ekki 17 milljónir til að kaupa einn mest dáðast liverpool leikmann í söguni og hann er hvað 2 eða 3 markahæsti maður í sögu félagsins ekki sattt? og hann er bara 25 ára.

  Newcastle hafði hinnsvegar efni á honum, sem að mér finnst skrítið í meira lagi, voru þeir í CL í fyrra?, neibb.

  þá átti Owen 2 kosti eftir, sitja uppí stúku á santiago bernanbeo og horfa á Real Madrid spila, detta úr landsliðinu missa allt leikform og sjálfstraust, og ferillin í hættu.

  eða hefja nýtt líf í Newcastle þar sem hann getur spilað í hverri viku og verið dáður af stuðningsmnnunum. auðvitað ekkert í líkingu og að vera hjá LP, en sá möguleiki var því miður ekki fyrir hendi hjá honum.

  ég segji bara: LELEG ákvörðun hjá Rafa að kaupa hann ekki! við vorum að missa af einum allra besta framherja í heimi og ég fullyrði það bara. við eigum eftir að fá þetta í bakið og ég er mjög ósáttur við þetta.

  KV.Siggi 😡

 5. get að ýmsu leiti verið sammála þessu, Það er að koma í bakið á okkur líka að hafa keypt crouch á sínum tíma en bíða ekki og sjá til hvort Owen yrði seldur frá Real, því þá var ekki 100% að hann færi frá Real….

  Lið þarf 3 framherja, núna eru í 1.squad Morientes,Cissé,Crouch (og pongolle,vonandi :D) en Owen hafði verið fulkominn í staðinn sem Croch tók…

  Vð höfðum átt að sleppa Crouch að mínum dómi.
  en vonandi gerir hann eitthvað sem telst nógu gott fyrir Rafa…

 6. Siggi – ég veit ekki hvort hægt sé að kenna Rafa um að hafa misst af Owen. Mér fannst Owen hálfpartinn svíkja hann síðasta haust. En… jæja… samt Owen er náttúrulega frábær leikmaður.

  Ég vil kenna Parry um þetta. Fullyrði að maðurinn er getulaus. Og nú á að fara að kaupa ?ásíðustustunduleikmenn? sem verða á bekknum. Spilaði þessi Bonera ekki annars á móti Íslendingum á Laugardalsvellinu?

  Úff og jæja. Ekki er öll nótt úti enn… og kannski sleppum við með meiðsli í vetur og þá er aldrei að vita. Kannski brillerar mannskapurinn? Who knows?

Crouch með varaliðinu

Liverpool bjóða í Bonera