Warnock í enska landsliðið!

Frábærar fréttir fyrir okkur Liverpool menn. Stephen Warnock, sem Rafa hefur hrósað óspart að undanförnu, var í dag valinn í [enska landsliðshópinn](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/internationals/4190482.stm). Það virðist vera svo að Rafa sjái Warnock sem okkar framtíðar vinstri bakvörð og hann hefur kvatt Sven Göran til að velja hann, sem hann gerði nú í dag.

Í enska hópnum eru núna 4 Liverpool leikmenn: Chris Kirkland (sem mun því meiðast í þessari viku), Stephen Warnock, Steven Gerrard og Jamie Carragher. Ég gæti vel trúað því að Peter Crouch væri þarna líka ef hann væri ekki meiddur.

Ein athugasemd

  1. hey kristjan eki segja mer ad cisse fari?? eg trui tvi ekki?? kv ingvi frændi 😉

Milan

Lið vikunnar