Stelios skrifa undir við Bolton

Jæja, þá getum við strikað út eitt nafn af slúður-listanum. Stelios Giannakopoulos er búinn að [skrifa undir samning við Bolton](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=302055&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Stelios+pens+Bolton+deal&channel=football_home).

9 Comments

 1. Hmmm… hver þá? Ég var að verða orðinn frekar viss um að Stelios myndi koma, þar sem það virðast ekki vera margir aðrir hægri vængmenn inni í myndinni þessa dagana.

  Ojæja. Allavega virðist Owen-málið vera að þokast í rétta átt, það er þó ástæða til að brosa.

 2. Owen kemur og ætli Cisse og Pongolle verði ekki látnir skiptast á með kantinn hægramegin meðan Nando og Owen verða frammi með Crouchinn í backup.

  Þá vantar bara miðvörð!

 3. Vitið þið kl hvað leikurinn hefst í kveld, þá er ég að meina flautað til leiks ekki hvenær útsending hefst

 4. Igor Tudor til Bolton á láni – Hefðu menn verið til í að fá hann?

  Ég held að hann hefði verið góður kostur fyrir okkur.

 5. Ég skil ekki eitt í þessu framherjamáli okkar. Er Garcia gleymdur og grafinn???? Því þegar talað er um hægri kantinn er aldrei talað um Garcia.

 6. Ég held að flestir séu sammála, Elías, um að besta staðan hans Garcia sé fyrir aftan sóknarmennina, en ekki á hægri kantinum.

  En auðvitað í dag er hann hægri kantur númer 1 hjá okkur.

 7. Vandamálið með García er það að hann getur spilað hægri kantinn og gert það vel, en það er þó ekki hans sérgrein. Þú sérð hann t.d. aldrei fá boltann við miðlínu og taka bakvörðinn á sprettinum eftir hliðarlínunni. Það er einfaldlega ekki hans stíll. Hann getur leikið á menn og platað þá upp úr skónum, en þá aðallega með snöggum hreyfingum, ekki með hröðum hlaupum.

  Þannig að þótt García sinni góðri vinnu og sé mjög skapandi (og skori mikilvæg mörk) á hægri vængnum þá vantar okkur samt sem áður mann sem er sérfræðingur í vængstörfum. Mark Gonzalez hefði getað orðið sá maður, skv. lýsingum, þar sem hann hafði víst nóg af hraða og tækni til að taka menn á sprettinum. En hann kemur ekki og því þarf að finna einhvern annan.

  Og úr því að við erum að ræða þetta, þá er kannski gott að Stelios kemur ekki til okkar, þar sem hann er að mínu mati of líkur García. Stuttur, snöggur og marksækinn leikmaður sem hefur góða tækni og snöggar hreyfingar, en er ekki þessi hlaupatík upp og niður eftir hliðarlínunni. Okkur vantar mann sem býður upp á allt það sem García skortir, á svipaðan hátt og Zenden & Riise bjóða upp á mismunandi hluti og því aukna breidd á vinstri vængnum.

  Það verður spennandi að sjá hvern Rafa fær þarna fyrir 1. sept, ef þá nokkurn. Ég er sannfærður um að við fáum einn miðvörð og það virðist vera að gerast að við fáum Owen, en ég er ekki jafn viss með hægri vængmann. Kannski Rafa bara taki sénsinn með García, Cissé og Potter og bíði fram í janúar eftir að geta keypt Mark Gonzalez?

 8. Mér finnst eitt athugavert varðandi nöfn sem eru nefnd í þessa stöðu; hægri kant, að nafn Andy Van der Meyde hefur ekkert verið nefnt í sambandi við okkur. Þetta er að mínu mati topp kantmaður; ungur, fljótur og með góða crossa. Fyndist slæmt ef Everton fær hann; sjálfsagt á ekki meira en 4 M, sem er mjög lágt verð.

  Hvað finnst ykkur??

Cisse, Evra, Owen, Real Madrid, Monaco, Marseille, Liverpool og Lyon

Mourinho kvót