Cisse, Evra, Owen, Real Madrid, Monaco, Marseille, Liverpool og Lyon

Jæja, blaðamaður Independent er kominn á flug: [Liverpool ready for approach to rescue Owen
](http://sport.independent.co.uk/football/liverpool/article308209.ece)

Semsagt, samkvæmt greininni þá er þetta að fara að gerast.

1. Michael Owen kemur til Liverpool ef verðið er rétt frá Real Madrid. Rick Parry virðist vera hlynntur því að fá Owen og hann segir að hann og Rafa séu ekki ósammála um þau mál.
2. Djibril Cisse verður seldur eða lánaður. Einn möguleikinn er Lyon [samkvæmt Telegraph](http://www.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?xml=/sport/2005/08/26/sfnliv26.xml&sSheet=/sport/2005/08/26/ixfooty.html) (sem segja líka að Owen komi). Annar möguleikinn er Marseille og sá þriðji Monaco samkvæmt Independent.
3. Ef Monaco er málið, þá telja Independent menn að Patrice Evra, vinstri bakvörðurinn (já takk) komi á móti.

Ég held að það sé ágætt að við erum ekki að spila í deildinni á næstu dögum, því þessi leikmannaskipta-markaður og slúðrið í tengslum við hann verður skrautlegt á næstu dögum.

Kannski er þetta þvæla. Kannski ekki. Ég veit að ég er ekki mesti Djibril Cisse aðdáandi í þessum heimi, en samt finnst mér það slappt að gefa honum ekki einu sinni almennilegan sjens.

9 Comments

 1. Vá hvað ég var búinn að gleyma því hversu skemmtileg síðasta vikan í ágúst getur verið. Fínasta skemmtiefni alveg hreint, eins lengi og maður passar sig að trúa engu fyrr en maður sér staðfestar fregnir.

  Ég meina, ef við trúum öllum fréttum erum við að fara að kaupa 7-8 varnarmenn, 4-5 kantmenn og bæði Owen & Kuijt á næstu fimm dögunum, um leið og við erum að fara að selja Cissé, Morientes, García, Hamann, Josemi, Pongolle, Dudek og Mellor.

  Þetta er alltaf jafn sniðugur tími… 😉

 2. allt ad gerast…
  Owen kemur, Cisse fer ekkert og vid faum Stelios einnig… smurning med varnarmanninn….

  anyways farinn i solbad 🙂

 3. Já, ef að Cissé fer án þess að fá tækifæri þá er eitthvað að.

 4. Höfum við eitthvað með þennan Evra að gera, erum með Warnock, Riise og Traore. Er hann ekki annars pottþétt vinstri bakkari?

 5. Sky voru reyndar að greina frá því að Stelios hefði verið að skrifa undir nýjan samning hjá Bolton! :confused:

 6. Sælir

  Mér líst vel á að fá Owen heim, en helst ekki á kostnað Cisse. EN við þurfum að hafa einn 20 marka mann í sókninni það er alveg ljóst.

  Ég sá á Skysports að Stelios er búinn að skrifa undir 3 ára samning við Bolton, það þýðir væntanlega að hann kemur ekki til okkar. Rosalega eigum við í miklum vandræðum með að fá hægri kantmann.

  Annars litist mér ekkert ílla á þann leikmann sem Everton er líklega að kaupa, Van Der Mayde góður leikmaður með hraða og góðar fyrirgjafir. Er þetta ekki akkúrat leikmaðurinn með Benni er að leita að á kantinn.

  Varðandi vörnina þá væri sterkur leikur að fá Igor Tudor á láni í eitt ár, allavega virðist Bolton hafa áhuga á því (Skysports). Hann væri fín viðbót við vörnina hjá okkur.

  Kveðja
  Krizzi

 7. Cisse fer ekkert..á eftir að sætta sig við hægri kantinn (Flo er einnig fínn á kantinum) og koma vel út með Finnan fyrir aftan sig og Owen frammi. Annars er hef ég mestar áhyggjur af miðvarðarstöðunni! :confused: Hvað er annars að gerast í þeim málum?

 8. Ég hreinlega skil bara ekki þetta Cissé bull sem er í gangi! Því í fjáranum ættum við að selja Cissé þegar hann loksins er kominn í gott form og við nýbúnir að selja Baros??? Ég bara spyr!

  Rafa er EKKI að leita að sóknarmanni eins og hann orðar það og þá koma blöðin með vitleysu eins og þessa strax í kjölfarið! Ef við erum að leita að hægri kanti og varnarmanni að þá skil ég ekki hvar blöðin fá út að við seljum síðan Cissé! Þarna er bara verið að leggja saman 2 og 2 og fá út 3!

  Ég vil að Cissé verði hjá okkur áfram og ég vil einnig að við fáum Owen til baka! Owen fyrir Baros eru náttúrulega snilldar skipti og þá getum við farið að einbeita okkur á að nota þá framherja sem við höfum. Að selja Baros og fórna Cissé fyrir Owen er náttúrulega bara rugl þar sem við þyrftum þá annan framherja í viðbót sem yrði ekki ódýr.

 9. Nákvæmlega EikiFr!

  Ég er hlandviss um að Owen komi í næstu viku. Hversu gaman verður það HA!! :biggrin2:

CSKA Moskva á morgun! (uppfært)

Stelios skrifa undir við Bolton