Benfica neitar tilboði í Luisao

Benfica hefur sagt að þeir hafi [neitað tilboði uppá 6.5 mill. pund](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=301483&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Reds’+Luisao+bid+rejected&channel=football_home) í varnarmanninn Luisao. Ljóst er að Rafa er út um allt að finna rétta varnarmanninn fyrir liðið.

6 Comments

  1. Ef ég væri ekki hættur í fótbolta væri ég til í hjálpa Benitez fyrir aðeins 1 milljón á viku! :laugh:

  2. Ég samt skil ekki alveg eitt. Nú var LFC að detta inní peningasúpuna sem fylgir Champions League og svo selja þeir Baros fyrir 6.5 milljón kúlur. Hvað er þá málið með peningavandamálin??? Ok, það kostar slatta að fá Central varnarmanninn en mér sýnist hægri kanturinn Giannopopolopoplopopopopopopopoloppitússilúpílous hjá Bolton vera gefins fyrir 1 milljón og er hann fín viðbót á kantinn. Málið er að finna varnarmanninn og síðan fá helvítis kvikindið hann Michael Owen lánaðan í ár með möguleika á að fjárfesta í helvítinu ef hann stendur sig í vetur! Þá er málið dautt og við með fínan hóp! PUNKTUR!

  3. Ef Liverpool er að fara að kaupa Owen fyrir 15+ eru þetta hálfvitar sem eru í brúnni, punktur. Menn eru greinilega fljótir að gleyma hvernig þessi fljótfrái dvergur fór með félagið á sínum tíma.

    Hann er bara glory hunter og ekkert annað… vildi ekki vera hjá okkur að því að við vorum ekki nógu góðir fyrir hann, síðan fer hann til RM og vinnur ekkert og þegar við síðan vinnum þá á bara að koma aftur. Hann á ekkert betra skilið en PR mogúlið og ofur framkvæmdastjórann Souness.

  4. >Nú var LFC að detta inní peningasúpuna sem fylgir Champions League og svo selja þeir Baros fyrir 6.5 milljón kúlur. Hvað er þá málið með peningavandamálin???

    Eiki, það var alveg ábyggilega gert ráð fyrir því í öllum plönum að Liverpool myndi komast inní riðlakeppnina. Þannig að það er að öllum líkindum búið að eyða þeim peningum.

    Við erum ekki Chelsea.

Owen: Ég vil koma heim! (uppfært: Real samþykkir tilboð Newcastle!)

Rafa staðfestir áhugann á Stelios