Liveropool 0 – CSKA Sofia 1

**Þetta er leikskýrsla:**

Vinur minn hringdi í mig þegar að um fimm mínútur voru eftir af leiknum í kvöld. Staðan var 0-1 og við spjölluðum saman á meðan að leikurinn fjaraði út. Ég sagði honum að þetta hafi verið slappt, en að Sissoko hafi verið einna sprækastur í Liverpool liðinu og að Josemi hefði staðið sig ágætlega í vörninni.

Og svo sagði ég: Manstu eftir öllum stundunum í vor þegar við vorum svo hræðilega þunglyndir yfir því að við myndum ekkert hafa að gera öll þriðjudags- og miðvikudagskvöld í vetur vegna þess að Everton myndi komast í Meistaradeildina en Liverpool myndi þurfa að vera í UEFA keppninni?

Jæja, í kvöld þá er þriðjudags- og miðvikudagskvöldunum loksins borgið.

Við erum komnir aftur í Meistaradeildina. **Til hamingju, Púlarar.** 🙂

14 Comments

 1. Hefði ekki getað orðað það betur. Það sem mestu máli skiptir er að við erum komnir áfram til verja TITILINN 🙂

 2. Þessi leikskýrsla var vel við hæfi. Ef maður getur ekki sagt neitt jákvætt á maður bara að þegja – og það gerðir þú lystilega vel hér, Einar 😉

  Það verður gaman að fylgjast með drættinum á fimmtudag. Ég myndi sennilega örvænta meira eftir leikinn í kvöld, sem var hörmulegur, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að við gerðum þetta líka í fyrra – og unnum svo Meistaradeildina. Þannig að þetta er svo sem allt í góðu :blush:

 3. er Benni ekki bara að rugla liðið með öllu þessu spjalli í vikunni? Hann er búin að vera dálítið málglaður kallinn.
  Og allir að hugsa verð ég með……

  En skíta leikur Sissoko var flottur 🙂 svo til að vera jákvæður. En ég hef áhyggjur af Morientes..

 4. Þetta var afar slappt… horfði á leikinn á netinu, kom mér vel fyrir með lappann úti á svölum og með einn ískaldan. Sjá loksins Cisse og Moro raða inn og rúlla Dimitrov og co. upp þannig að Sófía frænka myndir öskra… en það gerðist ekki.

  Sissoko var góður… virkar vel á mig. Carson stóð sig vel í markinu… Finnan var góður fram á við já og í vörninni líka ásamt Hyypia.

  Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessum hælspyrnum hjá Garcia… HÆTTU ÞESSU!

  ENNNN við erum komnir áfram og með tap á bakinu á heimavelli nákvæmlega eins og í fyrra… þetta lítur vel út… ik?

 5. Þoli bara ekki undir nokkrum kringumstæðum að sjá Liverpool tapa og allra síst á heimavelli. Þetta er völlurinn sem fékk Chelsea til að skíta á sig. Þetta á að vera vígi okkar. Menn eiga bara að klára svona verkefni með sóma

 6. Til hamingju Púlarar með að vera komnir í CL-riðlakeppnina.
  Scott Carson stóð sig ágætlega.
  En þrátt fyrir að við töpuðum á móti Sturm Graz í fyrra og svo unnið CL, þá finnst mér það ekki “afsökun” fyrir þessum hræðilega leik. Það er eflaust von á fjöldamörgum leikskýrslum en ég rakst á þessa og fannst hún ágæt:

  http://www.walkonlfc.com/reports/23_08_05.htm

  Það var hreinlega enginn sem stóð upp úr. Sissoko átti spretti og var skárri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Vörnin og miðjan voru alls ekki traust og mér fannst hreinlega lukkan vera með okkur að við skyldum ekki tapa stærra, þökk sé góðu úthlaupi Scott Carson.

  Síðustu þrír leikir – 2 í deild og svo þessi : Einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap – markatalan 1:1!! Ég segi bara eins og Hörður og Logi á Sýn, að Rafa hefur eiginlega ekki efni á því að fá ekki Owen aftur til Liverpool. Þrátt fyrir margar tilraunir þá hafa sóknarmenn okkar ekkert skorað í þremur leikjum!!!

  En til að enda á jákvæðum nótum, þá erum við komnir áfram og það er frábært. Gott að geta hvílt menn og aðrir fengið reynslu. Við erum í baráttunni – það er víst – á öllum vígstöðvum. — Við þurfum bara að sýna okkar rétta andlit alltaf!

 7. Ok, málið er einfalt, fólk. Þið getið valið um tvennt:

  – Farið og netið og lesið allar leikskýrslurnar, sérstklega hjá bresku pressunni. Búið ykkur undir að lesa orðin “Gerrard” (einsog í Gerrard er eini maðurinn sem getur eitthvað) og “Owen” (einsog í Owen er bjargvættur Liverpool) svona 100 sinnum. Þið munuð svo sökkva niður í þunglyndi og allt verður ömurlegt.

  eða

  – Njótið þess að við erum komnir í Meistaradeildina, nokkuð sem virtist 100% ómögulegt í [apríl](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/04/30/15.54.19/). Hugsið til hvaða liða við fáum í riðlunum. Hlökkum til allra Evrópuleikjanna í vetur.

  Ég veit að ég vel númer 2. Hvað með ykkur?

 8. Risse var okkar besti maður í kvöld. Gaman að sjá þá Zenden saman. E-ð að gerast á köntunum hjá okkur. þ.e.a.s. vinstra meginn.

  Er ég sá eini sem man eftir því að Pongolle var nokkrum sinnum á hægri kantinum síðasta vetur og stóð sig vel. Meiddist síðan og er fyrst að komast á skrið aftur núna. Ef e-r ykkar rekst á Rafa megið þið endilega minna hann á þetta og segja honum að halda Cisse sem STRIKER.

  Fernando Morientes
  Mestu vonbrigði sem ég hef upplifað. Já ég veit að hann fær ekki fyrirgjafir…. en hann er bara svo hægur að það hálfa væri nóg. Ef að það á að selja e-n þá er það hann.

  Hamann… úff andskotinn. Var skelfilegur. Hélt hann ætti eitt tímabil eftir en.. Besta falli hægt að nota hann sem lífvörð fyrir vörnina í 3 manna CM.

  Sissoko er ungur ,graður og óagaður. Mikið efni og er ég ánægður að fá hann. Rafa kennir honum vonandi að senda bolta og annað sem upp á vantar.

  Sissoko+Hamann er versta miðja sem hægt er að hugsa sér á móti spilandi liðum því að lilli er svo graður og gamli svo seinn. helv.. Búlgararnir tættu þá í sundur

 9. Verður ekki dregið í riðla í meistaradeildinni á föstudaginn, en ekki fimmtudaginn?

 10. Ég tek undir með Einari og fagna því að vera í meistaradeildinni, og það er það sem ég mun gera. Ég hlakka til fimmtudagsins í beinni útsendingu Sýnar kl. 14:00 að sjá dráttinn í CL-riðlana.

  En það þýðir ekki að maður geti ekki leyft sér að hugsa alvarlega um stöðu mála og hvernig gengi liðsins hefur verið. Ég er áhugamaður um Liverpool og það mun aldrei breytast. Ég hef svolitlar framherjaáhyggjur í augnablikinu og vonast til að geta viðrað þær hér, líkt og þegar ég mun dásama hvern þann sem skorar eins og mo…fu… 🙂

 11. Stelios, Solano…
  Þó ég sé ekkert unglamb og þessir menn sýnu yngri en ég þá velti ég því fyrir mér hvort að það sé svo virkilega hart í ári hjá okkur að við þurfum að kaupa einhverja gamlingja til að stæækka hópinn okkar.
  öll þessi unglömb sem rækta á til framtíðar er kærkomin fyrir komandi framtíð en engu breytir það þó um þá vertíð sem er þegar byrjuð.

  Uff hvað ég vona að hópurinn styrkist að einhverju viðunandi marki á næstu dögum.

  Annars vill ég nú bara þakka ykkur drengir fyrir skemmtilegt framtak. Það er gaman að lesa skoðanir ungra reiðra manna og fá að tuða gamall með

 12. Takk fyrir það, gamli. Þér er velkomið að tuða hérna. 🙂

  En ég held samt sem áður að bæði Stelios og Solano yrðu góð kaup. Þeir yrðu ódýrir og gætu gengið beint inní hópinn. Auðvitað vildum við helst fá Joaquin, en það virðast ekki vera til nógu miklir peningar eftir kaupin í sumar.

 13. Sælir

  Já þetta var ekki góður leikur hjá okkar mönnum í gærkveldi, en það voru þó nokkrir ljósir punktar í þessu.

  Sissoko virkar helvíti sprækur og gaman að sjá Pongolle aftur á vellinum. Carson var öruggur þrátt fyrir lítinn spilatíma með aðalliðinu. Ekki má nú gleyma honum Josemi, hann var bestur af varnarmönnum okkar og spilaði sennilega einn sinn besta leik fyrir Liverpool.

  En bara til að vera aðeins neikvæður þá verð ég að kommenta á hann Potter. Þvílíkur hörmungar leikmaður sem er þar á ferð. Ég veit að hann er ungur en komon, þessi gaur kæmist ekki í liðið hjá Stoke. Þórður Guðjónsson væri mun hætturlegri og betri á kantinum, því hann hefur tækni og hraða sem Potter skortir alveg. Vonandi allra vegna þá þurfum við ekki að horfa upp á Potter aftur í liðinu hvað þá í hópnum. Sorrý kallinn en þú ert ekki nógu góður til að spila í Liverpoolbúningum.

  Gott að vera búinn að losa, þetta hefur legið á hjarta mínu síðan í gærkveldi.

  Kveðja
  Krizzi

Liðið gegn CSKA komið

Owen: Ég vil koma heim! (uppfært: Real samþykkir tilboð Newcastle!)