Baros kynntur

Aston Villa hafa boðað til blaðamannafundar [klukkan 14:30](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=301293), þar sem að Milan Baros verður tilkynntur sem leikmaður Aston Villa.

Hér með skora ég á Kristján Atla og Agga í veðmál. Ég skal veðja þúsund krónum að Milan Baros mun skora fleiri mörk bæði Djibril Cisse og Fernando Morientes í ensku deildinni (ég er þó ekki að tala um að leggja mörkin þeirra saman). Þúsundkall undir.

Ég er ekki sáttur! 🙁

17 Comments

 1. Má ég taka þátt í veðmálinu? 😉

  Cissé verður allavega markahærri en Baros! :tongue:

  Svo held ég að Morientes verði bæði duglegur í að skora og leggja upp! 😉

 2. Ég skal veðja þúsund krónum að Liverpool verði ofar en Aston Villa í deildinni í ár (og öll þau ár sem Benitez verður við stjórnvölinn). 🙂

 3. Ég skal taka þessu veðmáli. Og ég skal gera betur – ég segi að BÆÐI Morientes og Cissé skori fleiri mörk Í DEILDINNI heldur en Baros í vetur.

  Eigum við að segja 3,000 kall og gera þetta spennandi, Einar? 🙂 Það er hér með skjalfest, ef þú staðfestir það líka hér erum við hér með komnir í veðmál. 😉

  Djöfull verður gaman að tala við þig í maí… :laugh:

 4. Annars er ég frekar sorgmæddur yfir að sjá á eftir Baros, hann hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og verður það ávallt eftir að hann hjálpaði okkur að vinna Meistaradeildina.

  Hins vegar tala tölurnar sínu máli. Fyrir utan það vesen sem fylgdi honum – gagnrýnandi Rafa og slíkt – þá bara einfaldlega skoraði hann ekki nóg á þeim fjórum árum sem hann var hjá okkur. Þessi frétt hér á Liverpool.is orðar hlutina ágætlega:

  >Baros lék 108 leiki fyrir Liverpool og skoraði 27 mörk. … Staðreyndin var sú að hann skoraði einungis 3 mörk síðan 19. desember 2004 þrátt fyrir að hafa byrjað inná í 21 leik og komið inn á í 4 leikjum síðan þá. Sé aðeins miðað við þá leiki sem hann byrjaði inná skoraði hann að meðaltali í sjöunda hverjum leik sem er frekar augljóst að er óviðunandi árangur hjá framherja.

  Einfalt. Hann fékk nóg af sénsum og skoraði ekki nóg, því miður. Þess vegna sé ég ekkert að því að hann víkji og nýir menn fái að spreyta sig. Ég er ekki sannfærður um að allir af Moro, Crouch og Cissé geti skorað meira en þau 14 mörk sem Baros skoraði í fyrar, en ég er sannfærður um að a.m.k. einn þeirra mun gera það. Ef Owen síðan bætist við þann hóp erum við í enn betri málum, þar er maður sem við vitum að getur skorað þau mörk sem Baros gat ekki veitt okkur.

  Þegar núverandi framherjar eru ekki að standa sig er ekkert að því að þeir víkji og leyfi nýjum mönnum að spreyta sig. Morientes er að byrja sitt fyrsta alvöru tímabil núna og það er til mikils ætlast af honum, Cissé er í sömu sporum, og Peter Crouch er nýkominn til félagsins. Ég sé einfaldlega ekkert að því að þeir þrír fái að spreyta sig og ég ætla ekki að afskrifa þá og/eða panikka yfir markaleysi núna strax í ágúst.

  Það er auðvitað augljóst að ef Morientes og Cissé ná ekki að sanna sig í vetur verða þeir sennilega látnir fara næsta sumar, en það er enn langt í það. Ég sé bara ekki tilganginn í að vera að pirra mig yfir því að Baros sé farinn og að óreyndir menn í Úrvalsdeildinni skuli eiga að fylla hans skarð. Ef þeir geta það þá er að frábært, ef þeim tekst það ekki þá skiptir Rafa þeim út og reynir aftur.

 5. Já djöfull er maður leiður yfir þessu. Það verður virkilega eftirsjá af besta strikernum okkar. Hef mjög litla trú á að Mori eða Cisse eigi eftir að skora fleiri mörk en Baros í vetur þrátt fyrir að Baros sé að fara til nýs klúbbs og þurfi væntanlega smá aðlögun þar.

  Good luck hjá Villa Baros og takk fyrir allt.

 6. Það er eitthvað svo týpist að Baros eigi eftir að skora alveg helling hjá Villa og Rafa eigi eftir að sparka í sig fyrir að selja hann… 😡 vona að Owen verði aftur í herbúðum rauðahersins.

 7. Ég tek 3000 króna veðmálinu, Kristján. Það er: þú segir að bæði Cisse og Morientes skori fleiri mörk en Baros í ensku deildinni.

  Og Matti, þú ert góður ef þú færð einhvern í þetta veðmál við þig 🙂

 8. Loksins, Loksins, Loksins…nú geta menn snúið sér að öðrum málum. Og ég er 100% á því að Cisse eigi eftir að skora meira en Baros og Moro (um leið og við fáum mann á hægri kantinn), því hann er lang bestur…sjáiði bara til! 🙂

 9. Ég tek þessu veðmáli og verður gaman þegar þú ert í Köben og borgar marga bjóra fyrir 1000 kr. 🙂

  Ennfremur segi ég að Cisse, Morientes, Crouch og væntanlega Owen munu allir skora meira en Baros hehehehe aðrar 1000 kr. undir það…

  einar hvað segir þú?

 10. Vekur það einungis áhuga minn að þessi frétt sé í flokknum Landslið ?

  Annars er ég á þeirri skoðun, að þótt að Baros sé ekki betri en Morientes, og ekki endilega betri en Cisse (ég hef ekki enn séð Cisse eiga frábæran leik í Liverpool búning), en þá er Baros a.m.k. miklu betri en Peter Crouch.

 11. Ég man reyndar eftir því að við höfum selt annann framherja til Villa sem var jú hluti af einhverju skæðasta framherjapari sem spilað hefur í úrvalsdeildinni. Mig minnir reyndar að hann hafi gert neinar rósir þar nema ef vera skildi gegn Liverpool.

 12. Heyrðu..ég er kominn með nýtt veðmál…að Owen komi..og að hann, Morientes, Cissé og CROUCH verði allir markahærri en Baros! :biggrin:

  Einhver sem þorir? :biggrin2:

  Maður verður að hafa trú á sínum mönnum! :tongue:

 13. Hahaha…sorry Aggi…ég tók ekki eftir að þú varst með Crouch þarna með! :blush:

Rafa ánægður með stjórnina.

Stelios?!?