Welsh fer til Hull í árs lán. (uppfært)

Eins og kom fram í yfirferð minni um aðallið Liverpool þá taldi ég líklegt að Welsh myndi fara bráðlega frá Liverpool (takk Einar) og í núna hefur hann [samið við Hull City um árslán](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149762050822-1622.htm). Welsh sem hefur verið hjá Liverpool síðan hann var 10 ára gamall og verið undanfarið fyrirliði varaliðsins mun hitta hjá Hull fyrrum þjálfara U-21 landsliðsins, Peter Taylor. Það er klárlega gott fyrir Welsh að fá reynsluna að spila 100% í vetur og ef hann stendur sig þar þá er aldrei að vita að hann eigi afturkvæmt hjá Liverpool.


Uppfært: Enn einn táningurinn, Robbie Foy, [hefur verið lánaður til neðri deildar liðs](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/w/wrexham/4173814.stm). Hann fer til Wrexham og verður í það minnsta til janúar. Foy var í lok síðasta tímabils í láni hjá Chester City en náði ekki að setja mark sitt á liðið.

Fjórir leikmenn LFC tilnefndir sem bestu leikmenn UEFA.

Baros út = Kuyt inn (Uppfært)