Hvaða leikmenn koma fyrir 1. sept?

Það er greinilega byrjað að hitna vel í slúðrinu núna og uppá hvern einasta dag er nýr leikmaður sagður á leið til Liverpool. Núna síðast var það Daninn ungi, Daniel Agger. Rafa hefur margt oft sagt að hann þurfi að kaupa varnarmann og hægri kantmann og ég er þess fullviss að hann gerir það. Spurningin er bara hvaða leikmenn verða fyrir valinu. Eftir að við unnum í vor í Istanbul þá er Liverpool aftur eftirsótt félag fyrir heimsklassa leikmenn og þess vegna getur Rafa valið um ásamt því að hann hefur ekki botnlausa sjóði líkt sumir.

Rafa segir í dag á official síðunni [að hann sé að skoða nokkra varnarmenn](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149756050822-1451.htm) en vill ekki gefa það upp hverjir þeir eru. Nefndir til sögunnar hafa verið Fernando Meira hjá Stuttgart, Daniel Agger hjá Brøndby og Lukas Sinkiewicz hjá Köln.

Ennfremur [neitar](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149754050822-1421.htm) Rafa að útiloka möguleikan á því að Dirk Kuyt komi til félagsins. Ég er á því að Rafa segi þetta eingöngu til umræðan sé ekki of mikið alltaf á Owen. Hins vegar tel ég allar líkur á því að Owen komi til félagsins um leið og Baros er farinn til Aston Villa.

Ein athugasemd

  1. Eftir að hafa lesið ummæli Rafa varðandi það að hann þurfi að selja leikmann til þess að eiga fyrir Crouch þá kæmi það mér mikið á óvart að hann muni punga út fyrir Owen, því miður. Varðandi það að við getum valið úr leikmönnum þá er það rétt en þessir leikmenn virðast ekki vera á því kalíberi að styrkja liðið umtalsvert. Held að þessi kaup okkar í sumar séu og munu ekki verða nóg til að keppa við chelsea, united og arsenal.

Leikskýrslur ensku blaðanna

Fjórir leikmenn LFC tilnefndir sem bestu leikmenn UEFA.