Fjórir leikmenn LFC tilnefndir sem bestu leikmenn UEFA.

Það er búið að tilnefna fjóra leikmenn frá Liverpool sem [bestu leikmenn Evrópu að mati UEFA](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149753050822-1351.htm). Bæði þá í tilheyrandi stöðum sem og mikilvægasti leikmaðurinn.

Þetta eru þeir Dudek, Hyypia, Carragher og Gerrard. Þeir eru þarna í hópi góðra leikmanna og tel ég góðar líkur á að Carragher og Gerrard fái verðlaun í sínum hóp sem og að Gerrard sé mikilvægasti leikmaðurinn. Valið fer fram á fimmtudaginn í Mónakó.

Ein athugasemd

  1. Ef við gefum Meistaradeildinni mesta vægið í þessum verðlaunum, þá finnst mér það ekki nokkur spurning að Carra og Gerrard eiga að vinna sína flokka. Cech og Ronaldinho klára þetta svo.

Hvaða leikmenn koma fyrir 1. sept?

Welsh fer til Hull í árs lán. (uppfært)