Baros út = Kuyt inn (Uppfært)

Jæja, Rafael Benitez er aldeilis með munnræpu í dag. Hann tjáir sig nú vanalega ekkert um leikmannkaup, en í dag er hann gjörsamlega óstöðvandi.

Fyrir það fyrsta, þá segir hann að Milan Baros sé á [leið til Aston Villa](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149763050822-1642.htm) og muni sennilega semja við þá innan þriggja daga.

Ekki nóg með það, heldur hefur Rafa viðurkennt (óspurður að mér skilst) að hann hafi mikið álit á Dirk Kuyt og [geti hugsað sér að fá hann til liðsins](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4173854.stm). Rafa segir:

>Kuyt is a good striker. Maybe he is cheaper than other players but we will have to see what happens.”

Rafa er nú ekki vanur að segja mikið meira í svona málum.

Kuyt hefur áður sagst hafa [áhuga á að koma til Liverpool](http://www.kop.is/gamalt/2005/06/09/16.33.12/9). Við höfum fjallað um Kyut [oft á þessari síðu](http://www.kop.is/gamalt/2005/06/22/20.26.55/9) og hann er álitlegur kostur í framherjastöðuna. Það er alveg ljóst að næstu dagar verða fjörugir.

Uppfært: (Aggi) Jæja þá er það endalega ljóst að [Milan Baros er á leið til Aston Villa](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=301123&cpid=8&CLID=&lid=2&title=Villa+agree+Baros+fee&channel=football_home). Hann neitaði Lyon sem átti víst hærra tilboð en AV í Baros en hann hafði ekki áhuga að fara frá Englandi. Þetta verður frágengið á morgun en félögin hafa komist að samkomulagi um verð sem talið að sé um 6.5 mill. punda.

8 Comments

 1. afsakið að eg spyr i þessum link, en Hefur David James verið eitthvað i byrjunarliði Englands Síðasta árið?

 2. Milan Baros fer í lækniskoðun í kvöld, mánudag (KopTalk).

  Daniel Agger er búinn að spila með Bröndby í meistaradeildinni,,, þannig að við getum ekki notað hann í þeirri baráttu…

 3. Elmar – ég held einmitt ekki. Hann datt út úr liðinu eftir jafnteflið við Austurríki sl. haust og Paul Robinson hefur verið #1 síðan þá. Held að Danaleikurinn fyrir viku hafi verið fyrsti séns hans í ár… og fyrst hann nýtti þann séns svona vel þá efa ég að hann fái fleiri sénsa fyrir HM.

  Mín spá: Robinson og Kirkland verða markmenn Englands á HM og James með í hópnum sem #3.

 4. Ég hugsa að James sé búinn með sínas sénsa eftir leikinn gegn DK, hann var vægast sagt slakur. Ég spái því að Robert Green verði í hópnum ef hann spilar eins og maður með Norwich og síðan er spurning um Kirkland… ef hann spilar eins vel og hann hefur gert undanfarið áfram þá er hann klárlega í hópnum.

 5. Jæja maður get ekki sagt annað en að maður er drullufúll yfir því að það sé endanlega búið að selja Baros. Maður var alltaf að vona að hann mundi setja þrennu á korteri eða eithvað og Rafa mundi hætta við. 🙁

  Good luck hjá Aston Villa Baros og máttu skora hrúgu af mörkum á móti Chelsea, ManU, Arsenal og Everton :

 6. Sko ég trúi því ekki að hann taki Kuyt framyfir Owen… svo mikið happadrætti með Kuyt en owen er maður með pottþétt 20mörk 😐

 7. Það mesta sem Owen afrekaði á einu tímabili í deildinni voru 18 mörk. Flettið því upp. Einu meira en Crouch skoraði í deildinni í fyrra.

  Pottþéttur 20 marka maður?

 8. Owen sem spilar allt tímabilið án þess að meiðast er pottþéttur 20 marka maður já. Fyrir utan það að ég held hann sé bara búinn að þroskast og bæta sig sem leikmaður á Spánardvölinni.

  Ég held að Rafa sé bara að tala um Kuyt til að sýna Madrídarmönnum að hann hafi aðra möguleika ef þeir biðja um of mikinn pening fyrir Owen! :tongue:

Welsh fer til Hull í árs lán. (uppfært)

CSKA Sofia á morgun!