Rafa ánægður með Reina og Cisse vekur áhuga.

Rafa [segir](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149745050821-0918.htm) að Reina hafi burði til að vera jafn áhrifamikill hjá Liverpool eins og Schmeichel var hjá Man U. Mér hefur fundist Reina hafa staðið sig vel í fyrstu 2 leikjunum í deildinni. Virkar öruggur, er með sjálfstraustið í lagi og fer í fyrirgjafir óhikað. Besti markvörður LFC síðan Bruce Grobbelaar var og hét?

… í lokinn þá hefur Marseille [sagt](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=300571&CPID=24&CLID=14&lid=&title=Marseille+keen+on+Cisse&channel=football_home) að þeir hafi áhuga á að kaupa Cisse. Okokok… en Liverpool er ekki að fara að selja hann, punktur!

3 Comments

  1. Ég vona að LFC selji hann ekki…. ég er þess fullviss að hann muni sýna í vetur hversu öflugur framherji hann er og skora 20+ mörk í vetur. Hann klúðraði illa á móti Sunderland en stundum fer þetta allt inn og stundum ekki. Um leið og hann byrjar að skora þá stoppar hann ekkert…

  2. Ég vona að þeir selji hann ekki, hvort sem Owen kemur eða ekki. Hitt er síðan alveg ljóst að þeir selja Cissé ekki! Það er bara þannig, og allt slúður er tilgangslaust. Ég meina, Barcelona langar líka mikið í Thierry Henry en hann er ekkert á förum … er það?

    Cissé er ekki að fara! Það er fátt jafn pirrandi og að þurfa endalaust að vera að ræða hluti sem maður VEIT að eru ekkert að fara að gerast!

Ætlar Rafa að stela Cicinho af Man U?

Daniel Agger? (uppfært)