Ætlar Rafa að stela Cicinho af Man U?

217534-7904-ga.jpg
Ja hérna. Að undanförnu hefur verið fjallað talsvert um áhuga Man U á hægri bakverðinum brasilíska Cicinho. Demento hefur haft áhuga á honum í sumar og hann hefur m.a. komið til Manchester til að skoða aðstæður hjá liðinu.

Cicinho er hægri bakvörður og leikur með brasilíska landsliðinu í þeirri stöðu. Hann er þó líkt og Cafu og Roberto Carlos gríðarlega sókndjarfur. Flestir eru á því að Cicinho muni vera arftaki hægri bakvarðarstöðunnar hjá brasilíska landsliðinu og muni taka við því af Cafu, sem er orðinn 62 ára gamall.

Cicinho segir í [viðtali við Sky Sports](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=300603):

>”Manchester United are a great club that challenges for big trophies, but I have also heard Liverpool are now interested. “It’s a matter for my agents.

Ja hérna. Cicinho gæti verið virkilega góður kostur fyrir Rafa. Ég ætla ekki að þykjast fylgjast reglulega með brasilísku deildinni, en Cicinho var gríðarlega sterkur í Álfukeppninni í sumar og virkaði mjög vel á mig. Hann gæti bæði spilað í bakverðinum og líka á hægri kantinum vegna þess hversu sókndjarfur hann er. Reyndar hefur það talist hans helsti ókostur hversu sókndjarfur hann er, því hann á það til að gleyma varnarskyldunni. Cicinho er með ítalskt ríkisfang, þannig að það er ekki vandamál.

En samkeppnin um Cicinho verður auðvitað ekki auðveld. Juventus, AC Milan og Man U hafa öll verið orðuð við hann að undanförnu. En það verður virkilega spennandi að sjá hvort eitthvað gerist í þessu á næstu dögum.

4 Comments

 1. Þetta lítur vel út…. bæði virðist vera góður leikmaður sem og stela honum frá Man.Utd. Einnig athyglisvert hvað Gerrard segir þarna í lokin:

  “We need to sign a central defender before the deadline,” said Gerrard.

  “If we don’t then that may seriously harm our season.

  “If we do not a sign a striker then it is not really a problem as we have five strikers at the club.”

 2. Ég hafði eins og þú ekki séð þennan gæja spila fyrr en í Álfukeppninni, en ég hafði heyrt og lesið talsvert um hann. Honum hafði jafnan verið lýst sem arftaka Cafú og því kom það lítið á óvart að hann væri góður, en það kom mér á óvart að sjá hversu sókndjarfur hann er. Hann gæti hæglega spilað hægri vænginn hjá okkur, og sú staðreynd að Milan, Juve og Man U vilja fá hann talar sínu máli.

  Það verður spennandi að fylgjast með þessu, og ég fyrri mitt leyti mun krossleggja fingurna. Er ekki kominn tími á Brassa í Liverpool?

 3. Ég tel að Benitez sé að leita að hægri kantmanni og jafnvel sókndjörfum hægri bakverði sem hægt er að nota í báðum stöðum hægra meginn. Áðurnefndur Cafú getur spilað hægri bakvörð og hægri kant og það er akkúrat svoleiðis týpa sem við leitum að (ekki samt Cafú). Ég sá ekki Álfukeppnina en ég treysti Benitez 100% í því sem hann gerir.

Leikmannahópurinn í vetur – Kostir og gallar. (frh) – Æfingahópurinn, leikmenn í láni og aðrir starfsmenn!

Rafa ánægður með Reina og Cisse vekur áhuga.