Leikmannahópurinn í vetur – Kostir og gallar. (frh) – Sóknarmenn!


030805-cisse_379_02.jpg

Jæja þá er ég búinn að skoða [markverðina](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/17/08.24.50/), [varnarmennina](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/18/07.44.08/) og [miðjumennina](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/19/09.05.44/). Þá er komið að sóknarmönnum okkar en ég taldi til 6 leikmenn sem eru í aðalliðinu. Þeir koma frá 4 mismunandi löndum og er meðalaldur þeirra allra 24,2 ár. Njótið laugardagsins 🙂

5. Milan Baros L: Tékkland 36/22 – F. 1981 ? LFC: 107/27
Kostir: Milan er gríðarlega áræðinn framherji og sækir ávallt að markinu. Hann er vinnusamur og fylgir sjálfum sér. Getur skorað bæði pot og góð mörk, búið þau til sjálfur sem og unnið með samherjum sínum.
Gallar: Á það til að reyna of mikið sjálfur og hugsa um sjálfan sig fram yfir liðið. Talar of mikið.
Væntingar til tímabilsins: Að hann nái að sýna það sama með LFC og Tékklandi.

9. Djibril Cisse L: Frakkland 20/5 – F. 1981 ? LFC: 31/9
Kostir: Ótrúlegur srengjukraftur og hraði einkennir Cisse. Sívinnandi fyrir liðið og gefat aldrei upp. Skorar mörk úr öllum regnbogans litum. Góður skallamaður.
Gallar: Þarf tíma til að venjast hraðanum á Englandi.
Væntingar til tímabilsins: Að hann nái að skora 20+ mörk og festa sig í sessi sem aðalframherji franska landsliðsins.

15. Peter Crouch L: England 1/0 – F. 1981 ? LFC: 2/0 (Nýr)
Kostir: Þrátt fyrir hversu hávaxinn hann er þá er hann með mikla og góða tækni. Spilar samherja sína vel uppi en skorar líka sjálfur reglulega.
Gallar: Getur hann staðist þá pressu að spila fyrir Liverpool? Meiðist hann oft?
Væntingar til tímabilsins: Að hann nái standa undir verðmiðanum og endurgjalda Rafa þá trú sem hann hefur á honum.

19. Fernando Morientes L: Spánn 38/25 – F. 1976 ? LFC: 19/5
Kostir: Frábær skallamaður, líklega með þeim 5 bestu í ensku deildinni. Gríðarleg reynsla og gott hugarfar. Gefast aldrei upp og hefur vilja til að standa sig.
Gallar: Enskan var honum erfið til að byrja með sem og lítil leikæfing. Þarf góða kantmenn til að ná að blómastra.
Væntingar til tímabilsins: Að hann sýni og sanni hvers vegna hann er talinn einn af bestu framherjum Evrópu. Skori 20+ mörk í vetur.

24. Florent Sinama Pongolle L: Frakkland 0/0 – F. 1984 ? LFC: 49/6
Kostir: Ótrúlega fljótur leikmaður og góður að taka leikmenn á. Getur búið til mörk uppúr engu. Lítill og nettur en harður af sér.
Gallar: Á það til að hlaupa of mikið sjálfur með boltann.
Væntingar til tímabilsins: Að hann nái sér fullkomlega úr krossbandaslitunum og styrki liðið í atlotunni að deildarmeistaratitlinum.

33. Neil Mellor L: England 0/0 – F. 1982 ? LFC: 21/6
Kostir: Hörku skallamaður og harður af sér. Markheppinn og hefur verið aðalmarkaskorari varaliðsins undanfarin ár.
Gallar: Er ekkert tæknitröll og virkar oft hægur.
Væntingar til tímabilsins: Það höfðu ekki margir trú á því að Mellor myndi skipta einu né neinu máli á síðasta tímabili en hann reyndist gríðarlega mikilvægur. Þurfti síðan að fara í tvo erfiða uppskurði og er ennþá að jafna sig á þeim. Spurning hvort hann nái að komast inní 16 manna hóp í vetur.

3 Comments

 1. Milan Baros:
  Væntingar til tímabilsins: Að fá góða upphæð fyrir hann og að hann fari í lið utan Englands! :tongue:

 2. Flott yfirferð hjá þér Aggi! Ég er bara ósammála nokkrum smáum punktum:

  Hannes hefur rétt fyrir sér, ég hef í raun engar meiri væntingar til Baros úr þessu en að fá gott fé fyrir hann, helst að missa hann ekki til keppinauta í Úrvalsdeildinni … og svo væri gaman ef hann myndi skora kveðjumark í dag. 🙂

  Og hitt er með Cissé. Hann, eins og aðrir framherjar þess lands, er í baráttu um að verða framherji #2 hjá Frökkum fyrir HM … þeir eru í raun bara að keppast um þann heiður að fá að spila við hlið Thierry Henry. Sá maður er og verður #1 áfram …

  Annars eru þetta bara smámál hjá mér. Flott yfirferð hjá þér!

 3. Það virðist líka sem flestar varnir hafi áttað sig á Milan Baros. Í síðasta leik þeirra gegn Man Utd þá leyfðu þeir honum að hlaupa með boltann og beindu honum út í horn þar sem hann var svo fastur.

  Mellor kemur sterkur inn á tímabilinu, skorar líka nánast bara mikilvæg mörk.

Sunderland á morgun!

Solano vill koma