Byrjunarliðið komið!

Liðið gegn Sunderland er komið og ég hafði rétt fyrir mér með Cissé, nema hvað það er García en ekki Sissoko sem sest á bekkinn. Þannig að Rafa stillir þessu sennilega nokkurn veginn svona upp:

Reina

Finnan – Carra – Hyypiä – Warnock

Cissé – Alonso – Sissoko – Zenden
Gerrard
Morientes

BEKKUR: Carson, Josemi, Riise, García, Baros.

Sennilega er hann að halda García ferskum, og við eigum enga betri kosti á hægri vænginn en Cissé … en ég geri ráð fyrir að þessi uppstilling þýði að það verði mikil hreyfing á liðinu, þ.e. Cissé spili líka mikið frammi og Gerrard & Finnan vinni þá einnig mikið upp hægri vænginn og svona.

Verður spennandi!

Solano vill koma

Liverpool 1 – Sunderland 0