Leikmannahópurinn í vetur – Kostir og gallar. (frh) – Miðjumenn!

Síðustu tvo daga hef ég farið yfir [markverðina](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/17/08.24.50/) okkar og [varnarmennina](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/18/07.44.08/). Því næst förum við yfir miðjumennina og hvaða kosti þeir hafa til brunns að bera.
Við höfum 10 leikmenn sem ég tel til miðjumanna hjá okkur í aðalliðinu. Þessi tíu leikmenn eru frá 8 mismunandi löndum. Meðalaldur þeirra er 24,6 ár en ef við tökum þá 4 sem oftast voru í fyrra í byrjunarliðinu þá er meðalaldurinn 27 ára. En lítum á hvað ég hef að segja um miðjumennina okkar:

7. Harry Kewell L: Ástralía 17/5 – F. 1978 ? LFC: 80/12
Kostir: Sýndi oft á tíðum snilldartakta með Leeds og ástralska landsliðinu sem hann hefur því miður ekki náð að sýna með LFC. Tíð meiðsli og meðalmennska hafa staðið uppúr hjá Harry. En allir eru sammála um gæði hans sem leikmanns. Getur tekið leikmenn á, gefið góða bolta fyrir markið og skorað mörk. Fullkominn kantmaður… var það í það minnsta.
Gallar: Virðist vera jafn óheppinn með meiðsli og Jamie Redknapp. Það er hans stærsti galli og er hann STÓR. Virðist stundum ekki gefa sig 100% í leikina en það gætu verið meiðslin sem há honum.
Væntingar til tímabilsins: Að hann nái sér alveg af meiðslunum og sýni af hverju hann á skilið að vera í Liverpool. Hugsa að þetta sé síðasta tímabilið sem hann fær tækifæri til að sýna í hvað honum býr í Sjöunni.

8. Seven Gerrard L: England 33/4 – F. 1980 ? LFC: 289/48
Kostir: Allt. Hvað getur maður sagt. Hann getur þetta allt og er eins fullkominn miðjumaður og hægt er. Bætir sem með hverju árinu og ef hann skorar jafn reglulega og hann hefur gert á undirbúningstímabilinu þá er hann nálægt því að vera sá Besti… ever.
Gallar: Að hann gat ekki verið löngu búinn að skrifa undir samning hjá LFC og lét þetta mál fara út fyrir öll velsæmismörk. Er vonandi frá í dag og einbeitir sér að framtíð með LFC.
Væntingar til tímabilsins: Að hann taki á móti bikurum og leiði Liverpool í alvöru atlögu að enska titlinum.

10. Luis Garcia L: Spánn 1/0 – F. 1978 ? LFC: 49/13
Kostir: Er líklega tæknilega besti leikmaður okkar. Getur gert hluti sem aðrir hugsa ekki um. Skorar mikilvæg mörk og gefst ekki upp.
Gallar: Á það til að hverfa í leikjum og lítið kemur uppúr því sem hann er að gera í leikjum. Pirrast stundum óþarflega mikið á samherjum.
Væntingar til tímabilsins: Verði jafnbetri í fleiri leikjum og skori nokkur mörk á útivelli.

14. Xabi Alonso L: Spánn 16/0 – F. 1981 ? LFC: 37/3
Kostir: Gefur frábærar sendingar og hefur mikla yfirsýn yfir völlinn. Er afar yfirvegaður leikmaður og ótrúlegt að hann skuli í raun vera svona ungur.
Gallar: Er ekki eins fljótur og Gerrard og gæti skorað aðeins fleiri mörk. Annars vinnur aldurinn með honum.
Væntingar til tímabilsins: Að hann og Gerrard myndi sterkustu miðju Evrópu sem og hann skori í deildinni um einn tug marka.

16. Dietmar Hamann L: Þýskaland 59/5 – F. 1973 ? LFC: 254/10
Kostir: Er ótrúlega vinnusamur og ósérhlífinn leikmaður. Gerir það sem kannski aðrir miðjumenn nenna ekki. Er að verja vörnina fyrir skyndisóknum og vinna boltann óvænt af andstæðingunum. Er með mikla reynslu og yfirvegaður.
Gallar: Er árinu eldri en í fyrra og byrjaður að hægjast. Sendir sjaldan bolta fram völlinn og skýtur ekki oft á markið.
Væntingar til tímabilsins: Að hann sætti sig við minna mikilvægi en áður en að hann sjá ávallt tilbúinn þegar kallið kemur í vetur því hann er áfram mikilvægt akkeri í liðinu.

22. Momo Sissoko L: Malí 0/0 – F. 1985 ? LFC: 4/0 (Nýr)
Kostir: Ungur og ákafur og vill sanna sig. Það sem maður hefur séð til hans þá er hann gríðarlega vinnusamur og duglegur að vinna boltann af andstæðingnum. Kraftmikill.
Gallar: Hefur enga reynslu úr enska boltanum og getur tekið hann smá tíma að aðlagast. Síðan er spurning um tungumálið. Skilar stundum boltanum ekki nægileg vel til samherja.
Væntingar til tímabilsins: Sýni það að hann sé arftaki Hamann í byrjunarliði LFC þegar Rafa stillir upp 4-4-1-1. Rafa keypti hann fyrst frá Auxerre til Valencia og notaði hann þar þrátt fyrir ungan aldur. Endurtekur leikinn aftur núna og virðist hafa mikla trúa á leikmanninum.

30. Bolo Zenden L: Holland 53/7 – F. 1976 ? LFC: 5/0 (Nýr)
Kostir: Er með mikla reynslu sem og vinnusamur kantmaður/miðjumaður. Er fjölhæfur og þekkir þetta út og inn. Skorar oftast reglulega. Gefur fína bolta inní teiginn og ætti að getað matað framherja okkar í vetur betur en t.d. Riise.
Gallar: Er ekki jafn teknískur og Kewell eða Garcia. Á það til að hverfa í leikjum þegar hann er á kantinum.
Væntingar til tímabilsins: Að hann geri vinstri kantinn hættulegri en undanfarin tímabil. Ennfremur að hann setji nokkur mörk en umfram allt að hann leggi fullt af mörkum upp.

32. John Welsh L: England 0/0 – F. 1984 ? LFC: 10/0
Kostir: Þykir harður af sér á miðjunni og duglegur. Er uppalinn í Liverpool. Er góður í aukaspyrnum og hornspyrnum.
Gallar: Þarf að gæta skapið á sér.

Væntingar til tímabilsins: Hefur spilað 4 U-21 landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Er fyrirliði varaliðsins. Fékk 7 leiki með aðalliði á síðasta tímabili. Talið er líklegt að hann sé á leið frá Liverpool eftir að hafa verið hjá félaginu síðan hann var 10 ára gamall.

34. Darren Potter L: Írland 0/0 – F. 1984 ? LFC: 13/0
Kostir: Þykir efnilegur miðjumaður / hægri kantmaður.
Gallar: Þekki leikmanninn lítið.

Væntingar til tímabilsins: Hefur leikið 3 leiki með U-21 liði Íra. Verður væntanlega aðallega í varaliðinu en gæti spilað eitthvað af leikjum í vetur ef Rafa kaupir ekki annan hægri kantmann. Everton leysti hann undan samning þegar hann var 15 ára. Fæddur og uppalinn í Liverpool en af írsku foreldri.

42. Robbie Foy L: Skotland 0/0 – F. 1985 ? LFC: 0/0
Kostir: Þykir fjölhæfur kantmaður og getur spilað á báðum köntum.
Gallar: Lítil reynsla en veit lítið um leikmanninn.
Væntingar til tímabilsins: Er í U-21 landsliði Skota. Hefur aldrei spilað leik með aðalliðinu. Var í láni á síðasta tímabili í 3 mánuði hjá Chester City.

Efnilegasti leikmaður Austurríkis á leiðinni.

Essien um Liverpool