Efnilegasti leikmaður Austurríkis á leiðinni.

Skv. official síðunni er [talað](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149713050819-0940.htm) um að efnilegasti leikmaður Austurríkis sé á leið til Liverpool. Drengurinn heitir Besian Idrizaj og er 17 ára gamall. Hann sókndjarfur miðjumaður og er mikill Liverpool aðdáandi.

Rafa hefur verið duglegur að kaupa unga stráka undanfarið og ljóst er að honum hefur ekki þótt nægur efniviður hjá Liverpool fyrir næstu árin. Það er klárt mál að ef einn af þessum 4-5 strákum sem hann hefur keypt undanfarið skilar sér sem fastamaður í aðalliðinu þá borgar sig að fá leikmennina unga og móta þá strax.


…. síðan [vonast](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149711050819-0832.htm) Dudek til að vera klár fyrr en upphaflega var áætlað eða eftir ca. 1 1/2 mánuð.


… í lokin þá [biðlar](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=299868&lid=2&cpid=8&title=Moro+urges+Owen+return&channel=football_home) Moro til Owen um að koma aftur til Liverpool. Vonum að þetta fari að taka enda og Owen komi aftur. Bæ bæ Baros.

Lyon bjóða 8.5 í Baros

Leikmannahópurinn í vetur – Kostir og gallar. (frh) – Miðjumenn!