Strákarnir okkar….

Liverpool átti leikmenn í fjölmörgum landsliðum í gær. Enginn meiddist og er það líklega bestu fréttirnar.
Enska liðið spilaði gegn DK og tapaði sannfærandi. Gerrard spilaði 80 mín., Carragher kom inná í hálfleik líkt og næstum því leikmaður LFC aftur, Owen.
Spænska liðið vann Úrúgvæ 2-0. Þeir Alonso, Morientes og Reina voru allir í byrjunarliðinu en Luis Garcia kom inná í þeim síðari.
Hyypia og Finnland spiluðu gegn Makedóníu og unnu sannfærandi 3-0.
Cisse kom inná á 70 mín. gegn Fílabeinströndinni. Frakkland vann sannfærandi 3-0 sigur.
Þýskaland gerði 2-2 jafntefli gegn Hollandi og var Hamann tekinn út af seint í leiknum.


Morientes [segir](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=299529&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Morientes:+No+regrets&channel=football_home) að hann hafi tekið rétta ákvörðun með að fara til LFC. Það hafi þroskað hann sem leikmann sem og persónu.


… og svona í lokin þá [segir](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=299531&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Henchoz+wanted+Reds+stay&channel=football_home) Henchoz að hann hafi viljað enda ferilinn hjá okkur og kannski hafi verið mistök að fara í janúar.

Owen inn, Baros OG CISSÉ út?

DK – Parken – Vi er røde, vi er hvide!