Leikmannahópurinn í vetur – Kostir og gallar. (frh) – Varnarmenn!

Eftir að hafa farið yfir [markverðina](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/17/08.24.50/) liggur beinast við að ræða um varnarmennina í liðinu okkar ástkæra. Það eru 10 varnarmenn í aðalliðinu og koma þeir frá 7 löndum. Meðalaldur þeirra er 24,7 ár en hjá þeim fjórum leikmönnum sem voru oftast í byrjunarliðinu í fyrra, 28,25 ár.
En slökum á í tölfræðinni og lítum á varnarmennina okkar:

3. Steve Finnan L: Írland 36/1 – F. 1976 ? LFC: 87/1
Kostir: Afar traustur leikmaður, gerir fá mistök.
Gallar: Mætti stundum taka meiri áhættur framá við.
Væntingar til tímabilsins: Haldi áfram góðum leik og á síðasta tímabili og verði metinn af verðleikum.

4. Sami Hyypia L: Finnland 68/4 – F. 1973 ? LFC: 319/24
Kostir: Frábær skallamaður og les leikinn einkar vel. Mikil reynsla.
Gallar: Er ekki sá hraðasti og á stundum í erfiðleikum með fljóta framherja.
Væntingar til tímabilsins: Að hann og Carra fái fæstu mörkin á sig í deildinni.

6. John Arne Riise L: Noregur 42/4 – F. 1980 ? LFC: 208/22
Kostir: Vinnuþjarkur og virðist geta hlaupið endalaust. Gríðarlega skotfastur.
Gallar: Er ekki frábær kantmaður né bakvörður, er svona mitt á milli beggja staðanna.
Væntingar til tímabilsins: Bæti varnarvinnuna sem bakvörður og einbeiti sér að þeirri stöðu þegar Kewell er heill.

17. Josemi L: Spánn 0/0 – F. 1979 ? LFC: 24/0
Kostir: Ef sterkur í nágvígum og harður af sér. Skilar boltanum vel frá sér.
Gallar: Missti stundum sinn mann helst til of oft bakvið sig.
Væntingar til tímabilsins: Að hann haldi sér heilum og fái tækifæri til að spila með aðalliðinu og sína hvers vegna Rafa keypti hann.

21. Djimi Traore L: Malí 2/1 – F. 1980 ? LFC: 117/1
Kostir: Er afar fljótur sem og framúrskarandi tæklari. Afbragðsskallamaður.
Gallar: Brenndi sig illa á kæruleysi í fyrra (gegn Burnley) og vonandi að hann hafi lært af reynslunni.
Væntingar til tímabilsins: Var á leið frá Liverpool þegar Rafa tók við liðinu. Spilaði fantavel á síðasta tímabili og er orðinn lykilmaður í vörninni ásamt Hyypia, Carra og Finnan.

23. Jamie Carragher L: England 17/0 – F. 1978 ? LFC: 365/3
Kostir: Hann er LIVERPOOL í gegn! Baráttuglaður og vinnuþjarkur sem hefur undanfarin ár bætt sig ár frá ári. Hættir aldrei, ALDREI.
Gallar: Hefur átt það til að spila boltanum ekki næginlega vel frá sér en eins og annað þá fer það batnandi.
Væntingar til tímabilsins: Haldi áfram að spila eins og hann hefur gerði í fyrra. Er orðinn fastamaður í 16 manna enska landsliðsins og á skilið tækifæri í byrjunarliðinu.

28. Stephen Warnock L: England 0/0 – F. 1981 ? LFC: 33/0
Kostir: Mjög vel spilandi leikmaður og með mikla tækni. Góður knattspyrnumaður.
Gallar: Þarf að bæta varnarvinnuna og öðlast meiri ró þegar hann fær tækifæri með aðalliðinu.
Væntingar til tímabilsins: Rafa virðist hafa mikla trú á drengnum en Warnock hefur fótbrotnað 2 sinnum á fáum árum. Vonandi að hann haldist heill allt tímabilið og hann fær pottþétt mikinn séns í vetur.

31. David Raven L: England 0/0 – F. 1985 ? LFC: 3/0
Kostir: Er í U-20 landsliði Englands. Veit annars ekkert meira um hann.
Gallar: Litla reynslu þrátt fyrir að vera tvítugur, einungis spilað 3 leiki með aðalliðinu.
Væntingar til tímabilsins: Spili reglulega með varaliðinu og geri liðið að meisturum í þeirri deild.

36. Antonio Barragan L: Spánn 0/0 – F. 1987 ? LFC: 1/0 (Nýr)
Kostir: Afar ungur leikmaður sem kom frá Sevilla fyrir þetta tímabil. Virðist afar teknískur og áræðinn leikmaður miðað við aldur.
Gallar: Er í nýju landi með nýtt tungumál og það gæti tekið hann tíma til að aðlagast.
Væntingar til tímabilsins: Að hann nái tökum á enskunni og aðlagist borginni. Ekki var búist við því að myndi spila leik með aðalliðinu í vetur en hann hefur nú samt spilað einn leik til þessa. Verður aðallega með varaliðinu í vetur.

37. Zak Whitbread L: Bandaríkin 0/0 – F. 1984 ? LFC: 5/0
Kostir: Hefur verið undanfarinn ár í æfingahóp aðalliðsins og hefur fengið nokkur tækifæri á undirbúningstímabilinu. Virðist vera öruggur varnarmaður sem á mikla framtíð fyrir sér.
Gallar: Þekki hann lítið en hann er klárlega reynslulítill.
Væntingar til tímabilsins: Rafa hefur talað um að hann fái einhvern séns í vetur en líklega fer það eftir hvort annar miðvörður verði keyptur til liðsins fyrir tímabilið.

5 Comments

  1. Fínar greinar hjá þér Aggi, ég er sammála flestu sem kemur fram hér og gott að fá svona yfirlit yfir hópinn í byrjun tímabils. Það eina sem ég myndi setja út á eru væntingar David Raven … einfaldlega af því að varaliðið okkar kúkaði á sig í varaliðsdeildinni á sl. tímabili og hóf um daginn nýtt tímabil með tapi fyrir Bjarna Þór Viðars & félögum í Everton. Þannig að ætlast til að þeir verði meistarar í sinni deild er frekar langsótt, en auðvitað stefna menn á talsverðar framfarir á þeim bænum.

    Annars fín samantekt. 🙂

  2. þessi varnar hópur er ekki traustvekjandi..að við skulum ekki vera með nema 2 klassa varna menn er stressandi..carragher og hyypia bera upp vörnina og svo er finnan og næstur þeim..riise warnock og traore eru allir örfættir svo erfitt er að færa þá hægra megin..aðrir varnar menn sem þú telur upp eru ekki meistara né úrvalsdeildar leikmenn..hvað gerist ef carragher eða hyypia meiðast..mig hrís hugur

  3. finnst þér MR. DALGLISH, Riise, Warnock og Traore lélegir bara þar sem þeir eru örvfættir :confused: finnst þér þetta frekar lélegt hjá þér :rolleyes:

DK – Parken – Vi er røde, vi er hvide!

Lyon bjóða 8.5 í Baros