DK – Parken – Vi er røde, vi er hvide!

gravesen.jpgÉg fór á leikinn í gær ásamt rúmlega 41 þús. öðrum til að sjá stórstjörnurnar frá Englandi og þá náttúrulega sérstaklega Gerrard, Carragher og já líka Owen. Það var uppselt á leikinn, mikil stemming í Köben um daginn og margir Bretar sem voru á leiðinni á leikinn. Þeir voru út um allt. Fyrir leikinn sagði Morten Olsen að þessi leikur væri eingöngu æfingaleikur og skipti þá litlu máli, aðalatriðið væri næsti leikur gegn Tyrkjum (úti) þann 3. sept.
Hvað sem því líður þá var ljóst frá upphafi að Danir voru klárir í leikinn en Englendingar voru með hugann við smörrebröd og Tulip pylsur. Leikur kláraðist á fáum mínútum í seinni hálfleik þegar Danir skoruðu 3 mörk í röð og [leikurinn endaði 4-1](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/internationals/4161594.stm). Mikil stemming var á Parken, sungið var OL-SEN! og uppáhaldslagið hans Bjarna Fel. frá HM í Mexíkó, [Vi er røde, vi er hvide!](http://www.roliganklubben.dk/SANGE/4.htm) Danir eru yfirmáta ánægðir með sigurinn á meðan þetta er stærsta tap Englands í 25 ár. Hhhmm kannski var 6-1 tapið um árið ekkert svo slæmt!

8 Comments

 1. Ég horfði á stóran hluta af þessum leik í gærkvöldi (Næ danska TV2 heima) og mér fannst england aldrei komast almennilega á stað í þessum leik. Hrikalega daprir.

  Ágætis mörk hjá dönum sem voru að nýta kantmennina sína þokkalega vel.

 2. rétt hjá þér Haffi… ég var að minnast á þá óskemmtilegu reynslu…

 3. Damn … varstu á leiknum? Maður sá að það var rosaleg stemning á Parken í gær, hlýtur að hafa verið gaman …

  … er ekki Anfield bara næsta skref uppávið eftir Parken? :biggrin:

 4. já ég var á leiknum og það dúndur stemming fyrir, á meðan og eftir leik… langt frameftir 🙂
  Anfield er næst… enginn smurning!

  Mín mistök… við náðum ekki að skora í leiknum fræga… mátti reyna!

Strákarnir okkar….

Leikmannahópurinn í vetur – Kostir og gallar. (frh) – Varnarmenn!