Reina og Flo-Po

Iker Casillas, markvörður Real Madrid og spænska landsliðsins [er meiddur](http://today.reuters.co.uk/news/newsArticle.aspx?type=worldFootballNews&storyID=URI:urn:newsml:reuters.com:20050815:MTFH95069_2005-08-15_11-39-43_L15396183:1) og því er líklegt að Pepe Reina leiki sinn fyrsta landsleik fyrir Spán gegn Úrugvæ á morgun. Frábært fyrir hann.

Fyrir þá, sem lásu ekki [komment við síðustu færslu](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/16/11.01.11/#comments), þá sendi Svenni inn þetta magnaða komment:

>Og voruð þið búin að átta ykkur á því að um helgina voru 5 lið í úrvalsdeildinni með markmann sem á einhverjum tímapunkti hefur varið mark Liverpool – James(man.city), Friedel(blackburn), Westerveld(portsmouth), Kirkland(W.B.A.) og Reina! Mér finnst þetta nokkuð magnað, sérstaklega þar sem þetta hefur verið hálfgerð vandræðastaða hjá liðinu undanfarin ár. Nú er bara spurning hvort Dudek komi til með að bætast á þennan lista í janúar?

Þetta er hreint ótrúlega magnað. Við skulum vona að Reina og Carson bindi endalok á þessa vitleysu.


Flo-Po er byrjaður að spila fótbolta á ný eftir fótbrot og hann *skoraði* mark í sínum fyrsta [varaliðsleik](http://www.walkonlfc.com/news/aug05/reserves_news.htm) í kvöld. Það eru einnig frábærar fréttir.


Scott Carson spilaði með U-21 landsliðinu [gegn](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=299268&cpid=219) Danmörku í kvöld. Enska liðið vann 1-0 í leiknum sem fram fór í stórbænum Herning.

7 Comments

  1. Án þess að ég vilji vera smámunasamur; en sleit Pongolle ekki liðbönd (eða krossbönd) frekar en að fótbrotna á móti Watford?

    Flott síða

    YNWA

  2. þess má svo geta að það var einmitt Bjarni Þór Viðarsson sem gerði útaf við Lpool í umærddum varaliðsleik.

  3. Var ekki Tony Warner hjá Liverpool á sínum yngri árum. Hann stóð í marki Fulham um helgina.

Lið vikunnar

Hvers vegna fékk Mark Gonzalez ekki atvinnuleyfi?