Hvers vegna fékk Mark Gonzalez ekki atvinnuleyfi?

David “super sub” Fairclough [fjallar](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149680050816-1240.htm) um af hverju Gonzalez fékk ekki beint atvinnuleyfi og að hvernig LFC gekk að áfrýja þeirri ákvörðun. David hefur undanfarin ár verið í áfrýjunarnefndinni ásamt m.a. Frank Clark og John Aldridge. Hins tekur hann ekki afstöðu til leikmanna hjá Liverpool.

6 Comments

  1. Ég ekki skilja ? Reglurnar segja að leikmaður verði að spila 75% af landsleikjum síns liðs en Speedy lék 100% HVAÐ Í ANDSK….. er þá að ?

    Eru menn í þessari nefnd eitthvað á móti okkur !(getur verið að ég sé ekki að skilja greinina rétt ?)

  2. Ég held að þú hafir ekki lesið þetta til enda. Það er rétt hjá þér að hann lék alla leikina fyrir Chile, en allt þetta mál strandar á því að Chile er utan top 70 á heimslistanum. Þeir eru reyndar í 72.sæti.

    Liverpool verður bara að vona að Chile standi sig vel í næstu leikjum og hækki sig um nokkur sæti (næsti leikur er úti gegn Brasilíu).

  3. Ef Chile gengur vel í næstu leikjum og þeir fara upp fyrir 70. sæti heimslistans þá fær Gonzalez sjálfkrafa leikheimild. Hins vegar hefur Liverpool áfrýjað þeirri ákvörðun að neita Gonzalez um leikheimild (atvinnuleyfi) og hafa nú þegar stutt þá áfrýjun fyrir nefndinni sem tekur þær fyrir. Ólíklegt verður að teljast að Gonzalez verði þá neitað aftur um heimildina.

  4. Fyndið að hugsa til þess að Quatar eru í 68sæti skv FIFA-world ranking. Þ.a.l var ekkert mál fyrir Man City að fá atvinnuleyfi fyrir Yasser Hussein – sem verður fróðlegt að sjá hvort eigi eftir að spila e-ð fyrir þá eða sé yfir höfuð nokkuð betri en aðrir innlendir spilarar í sömu stöðu. Quatar…..

    Annars þá er það staðreynd finnst mér að þessi Fifa-listi er svo kengbeyglaður að það hálfa væri hellingur 😡

  5. ‘Eg vildi bara benda á að Chile er að spila vináttuleik í kvöld gegn Perú og ef Chile sigrar og þjóðirnar sem eru næst fyrir ofan Chile á styrkleikalistanum tapa þá er aldrei að vita nema Chile fari hærra á listanum en ég geri mér grein fyrir því að vinátttleikir vega minna en leikir í alvöru keppnum en allavega þá ætla ég að fylgjast spenntur með úrslitunum hjá Chile í kvöld sem og í næstu leikjunum og í þetta eina skipti mun ég ekki halda með Brasilíu því ég vill sjá Gonzalez í rauðu treyjunni 🙂

Reina og Flo-Po

Hasan!