Tveir 17 ára (uppfært)

roque_antwi_barragan_hobbs.jpgLiverpool hefur [skrifað undir samning](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149673050815-1128.htm) við tvo 17 ára gamla varnarmenn.

Annar, Miquel Roque er frá Spáni en hinn, Godwin Antwi er frá Ghana en hann hefur þó æft á Spáni að undanförnu.

Þeir eru báðir miðverðir.

>Roque is a 17-year-old centre half from Spain and has been signed from Spanish second division side Lleida.

>Godwin Antwi, also 17, was born in Ghana and has been signed from Real Zaragoza. He is a strong and powerful centre half who can also play in midfield.


**Uppfært (EÖE)**: Eftir ábendingu frá Mána, þá setti ég inn þessa nýju mynd. Þarna eru semsagt frá vinstri: Antonio Barragan, Godwin Antwi, Miquel Roque og Jack Hobbs. Allir fæddir 1987.

9 Comments

 1. En það munar samt ekki um varnarmennina sem Rafa fær til sín. Jack Hobbs, Barragan og þessir 2 guttar eru allir varnarmenn!

 2. ‘Eg geri mér grein fyrir að það sem að mig langar að ræða á ekki heima á þessum þræði er here goes……Rauða spjaldinu sem Jenas fékk fyrir að tækla Gilberto í leik Newcastle og Arsenal hefur verið breitt í gult ! Og hefur dómarinn beðist afsökunar á mistökunum ! ‘Eg á ekki orð ! Sá einhver ykkar þetta umtalaða brot ? Mér fannst þetta vera verðskuldað rautt, hann fór aftan í manninn og mátti þakka fyrir að fórbrjóta hann ekki.
  Hvað finnst ykkur og sorry þráðaránir, ég gat bara ekki orða bundist.

 3. Ég er ekki enn búinn að sjá þetta, þannig að ég get ekki tjáð mig mikið.

  En lentum við ekki í svipuðu máli í fyrra, en þá neitaði dómarinn að breyta rauða spjaldinu í gult? Minnið er að bjaga mig.

 4. Hér er mynd af tæklingunni.
  http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/n/newcastle_united/4153130.stm

  Þetta er klipping af verstu gerð. Alveg fáránleg tækling. Það sést hversu mikil hugsun var um að ná í boltann með því að skoða vinstri fótlegginn á Gilberto.

  Jenas tæklar fyrst að framan og fylgir svo eftir að aftan svo að vinstri fótleggurinn á Gilberti klemmist á milli. Svo kemur hann alveg aftan að honum svo að ég skil ekki afhverju verið er að breyta spjaldinu. 😡

 5. ég hef ekki hugmynd um hverjir þetta eru, en ég held að Benítez geti gert þá að stórstjörnum:smile:. Benítez er allavega óhræddur við að leyfa þeim ungu að spreyta sig á grasinu:wink:

 6. Jamm, takk fyrir að benda á þetta, Máni. Þeir á lfc.tv klúðruðu þessu greinilega – myndin er náttúrulega tekin þaðan. En ég hendi inn nýju myndinni. Takk aftur.

Er Owen á leið heim? (uppfært)

Milan Baros: Ég er að fara (uppfært)