Bestur í öllu hjá enska landsliðinu?

Steve McClaren [segir](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_objectid=15858003%26method=full%26siteid=94762%26headline=england%2ds%2dbest%2dattacker%2dand%2dbest%2ddefender-name_page.html), eftir leikinn gegn Boro, að Gerrard sé besti varnarmaður og sóknarmaður enska landsliðsins. Ennfremur að hann sé sá leikmaður sem skipti sköpum fyrir landsliðið á HM í Þýskalandi næsta sumar.

Enska landsliðið spilar vináttuleik geng Danmörku á Parken á miðvikudaginn kemur og eru 2 leikmenn frá Liverpool í [hópnum](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149666050814-0849.htm), Gerrard og Carragher. Ég fer á leikinn fyrir hönd síðunnar og tek út hvernig liðið spilar sem og okkar menn. Jájá við erum allasstaðar 🙂

3 Comments

  1. Hann talar reyndar um að Gerrad sé besti sóknar- og varnamaður *Liverpool*.

    En mér finnst menn samt fullgrófir að segja að þetta hafi verið “one man show” á laugardaginn. Ef gerrard hefði *klárað* eitthvað af þessum færum, þá væri kannski hægt að halda því fram. En ekki einsog þetta fór. Það gerir lítið útúr framlagi hyypia, sissoko og fleiri.

  2. Já, en svo reyndar í fyrirsögninni segir “ENGLAND’S BEST ATTACKER AND BEST DEFENDER”. oh well. Gerrard er allavegana góður 🙂

  3. Já menn virðast keppast um að hæla honum í hástert.
    Í Fréttablaðinu í gær var viðtal við Howard Wilkinson og hann segist sjá sömu hluti í honum eins og hann sá hjá Maradona og Beckenbauer í sínum landsliðum, ekki lítið hól það.

Áhugaverð umfjöllun um möguleika Liverpool í deildinni.

Er Owen á leið heim? (uppfært)