Middlesboro 0 – Liverpool 0

_40686966_boateng300.jpgJæja fyrsti leikurinn á tímabilinu búinn og niðurstaðan 0-0 á Riverside, velli sem hefur reynst okkur afskaplega erfiður í gegnum tíðina.

Ég er verulega svekktur. Þetta var hrikalega ósanngjarnt og einu sanngjörnu úrslitin í leiknum hefðu verið öruggur sigur Liverpool.

En þess í stað endaði þetta með markalausu jafntefli.

Ég ætla að reyna að vera jákvæður, því það jákvæða við þennan leik var svo miklu meira en það neikvæða.

Allavegana, Rafa stillti upp 4-4-1-1 og byrjaði með liðið svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

García – Sissoko – Alonso – Zenden
Gerrard
Morientes

Það var greinilegt allan leikinn að dagskipun Boro mann var að verjast. Liverpool var algjört yfirburðalið á vellinum. Fyrir utan svona fimm mínútur í lok fyrri hálfleiks, þá voru yfirburðir Liverpool algjörir.

En þrátt fyrir yfirburði gekk illa að skapa færi í fyrri hálfleik. Rafa breytti hlutunum aðeins í seinni hálfleik. Hann tók Garcia útaf og setti Cisse inná kantinn og seinna tók hann Moro útaf fyrir Baros. Hann hélt sig samt alltaf við 4-4-1-1.

Seinni hálfleikurinn var algjör einstefn að marki Boro. Ray Parlour átti að fá rautt spjald, en hins vegar þá fékk Ugo Ehiogu rautt spjald fyrir fáránlegt brot á Gerrard, þar sem hann rændi Liverpool menn marki.

Það var mjööög margt jákvætt í þessum leik.

* Momo Sissoko var frábær. Ég veit að við Liverpool menn erum viðkvæmir því að ungum leikmönnum okkar sé líkt við stórstjörnur, þar sem að við brenndum okkur oft á því undir Houllier. En ef að dæma má af þessum leik, þá er Momo mjög svipaður leikmaður og Patrick Vieira. Hann var gjörsamlega útum allt. Hann vann boltann svona 150 sinnum af Boro mönnum og hann skilaði boltanum vel til samherja. Frábær leikur!!!

* Gerrard var einnig góður, en í dag brást hann algjörlega fyrir framan markið. Hann var góður í að skapa sér færi, en það vantaði bara að klára færin.

* Vörnin var örugg og þá sérstaklega Sami Hyypia, sem tók ALLA bolta, sem að Boro dældu inná helming Liverpool.

* Middlesboro átti aldrei sjens í leiknum í dag. Miðjan hjá okkur var miklu, miklu betri og þegar þeir reyndu að sækja, þá áttu þeir ekki möguleika gegn vörninni okkar.

Það, sem gekk ekki í leiknum var spil upp kantana. Zenden og Garcia sýndu ekki nokkurn skapaðan hlut og Cisse breytti litlu. Einnig náðu framherjarnir okkar lítið að skapa.

En annars er varla hægt að kvarta mjög mikið. Þetta var bara einn af þessum dögum. Við vorum miklu, miklu betra liðið og sköpuðum fulltaf færum, en *boltinn vildi bara ekki fara inn*. Þetta var mjög svekkjandi að horfa á.


**Maður leiksins**: Engin spurning, **Momo Sissoko** var að mínu mati frábær í leiknum. Baráttan, yfirferðin og spilið var frábært. Ef hann heldur áfram á sömu braut, þá geta þetta reynst frábær kaup hjá Rafa.

En allavegana, við erum búin með þann útivöll sem hefur reynst okkur erfiðastur allra útivalla síðustu ár. Og við *hefðum* átt að vinna. Ef við berum saman leikinn á Riverside [í fyrra](http://www.kop.is/gamalt/2004/11/20/16.37.47/), þá er munurinn gríðarlegur. Framfarirnar eru gríðarlegar.

Það er nokkuð ljóst að Rafa keypti Peter Crouch fyrir svona leiki. Við hefðum getað bókað það að Crouch hefði fengið að spjara sig eitthvað í leiknum. Kannski hefði hann getað breytt einhverju, getað gefið okkur þetta litla sem vantaði til að klára leikinn. Hver veit.

En þrátt fyrir að fólk sé svekkt, þá mér vera fleiri ástæður til að vera bjarstýnn eftir þennan leik, heldur en til svartsýni. Næsti leikur er svo næsta laugardag á Anfield gegn Sunderland. Þann leik munum við klára.

10 Comments

 1. Crouch ætti allavega að geta klárað eitthvað af þessum skallafærum sem við fengum…..en já, mikið svekkelsi að vinna þetta ekki

 2. Jú jú… maður á að vera jákvæður og Pollýanna í öllu. Það sem eftir stendur er það sem maður vissi: Middlesborough er hrútleiðinlegt (!!! x 100) baráttulið. Parlour hefði átt að fjúka út af slapp við seinna gula spjaldið tvisvar en … þegar öllu er á botninn hvolft, þá voru það síðustu 20-25 mín. sem glöddu augað og einnig byrjunin aðeins í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var leiðindi!! 2 skot hjá Middlesboring og 3 hjá Liverpool. Þulurinn enski tók það sérstaklega fram að Liverpool hefði í byrjun síðari hálfleiks náð að skjóta á markið á fimm mínútum jafnoft og allan fyrri hálfleikinn!

  Sissoko batnaði þegar leið á leikinn og jú… hann sást oft. En maðurinn var í byrjun alltof lengi með boltann og hann hélt honum ekki vel. Gula spjaldið var vitleysa í honum! En í mínum huga fær hann 5-6 í einkunn. Ekki reyndi mikið á Reina en var ekki sá traustasti. Kóngurinn var Hyypia og Carragher líka. Morientes stóð sig ekki nógu vel, Gerrard var fínn síðustu 20-30 mínúturnar en hefði átt að setja hann einu sinni alla vega í leiknum. Garcia sást ekkert. Zenden var með flottar fyrirgjafir og t.d. upphafið að sókninni þar sem Gerrard var felldur og Boro maðurinn þaut út af. Þannig að ég var meira sáttur við Zenden en nokkra aðra. Baros kom frískur inn, Cisse ekki nógu sterkur. Warnock var ágætur, Finnan líka – hef séð báða betri. Stend á því fastar en mörgu öðru núna, að Owen sé maður sem við þurfum. Hann kann að klára nokkur af þeim færum sem við sáum.

  Það voru ljósir punktar en svekkelsið hjá mér er rosalegt. Boro á eftir að gera jafntefli við mörg af toppliðunum í vetur með þessari spilamennsku. Liverpool á svo miklu miklu miklu meira inni. Ég hef trú á toppbaráttu Liverpool en þeir verða að sýna betri spilamennsku en í dag.

 3. Ray “fokking” Parlour ! 😡

  Það er óþolandi þegar mönnum er hlíft við því að vera hent útaf vegna þess að þeir eru búnir að vera þetta lengi í deildinni eða eru þekktir/frægir (og fá betri meðferð fyrir vikið) ! Hann hefði átta að vera búinn að fá rauða spjaldið alla vega tvisvar ef ekki þrisvar. 😡 😡

  Annars mjög fín leikur og virkileg óheppni að setja ekki eitt inn. Djöfulsins yfirferð á fyrirliðanum… það boðar ekkert nema gott :biggrin:

 4. Ágætis leikur hjá okkar mönnum. Ég er sammála þér Einar með Momo og yfirferðina hans en hann hefði mátt skila boltanum frá sér betur á tímum. Lýst þó vel á hann og held að hann eigi eftir að vaxa enn frekar.
  Ég er eiginlega ósammála Dodda í öllu nema það að Hyppia var góður. Zenden var ekki að sýna neitt sem kantmaður sem við höfðum ekki fyrir, hefði skipt honum út fyrir Riise snemma. Reina virkaði bara vel á mig, eitt úthlaup sem klikkaði og fyrir utan það flottur.
  Allt í allt ágætis leikur en þó töpuð 2 stig.
  Kv,

 5. ” Við vorum miklu, miklu betra liðið og sköpuðum fulltaf færum, en boltinn vildi bara ekki fara inn.” Sá reyndar ekki leikinn en svona leikir þar sem við erum betra liðið en skorum ekki voru alltof algengir á síðasta tímabili – þetta snýst um að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði og við verðum að fara að nýta færin. Cisse á annað hvort að vera púra framherji eða á bekknum, ekki reyna að nýta hann á kantinum. Þó að hann sé snöggur og allt það þá finnst mér hann soldið einhæfur þar – tekur menn alltaf á hægra megin. Ef á að spila hann á kantinum finnst mér vera að sóa hæfileikum hans sem markaskorara, til þess var hann keyptur er það ekki? Annars á bara Baros að vera frammi ásamt einhverjum hinna!

 6. Sá bara seinni hálfleikinn. Varð þar vitni að nokkrum góðum fyrirgjöfum frá köntunum en alltaf nema í eitt skipti var einn af okkur staddur þar og sendingin alltaf eitthvert annað. Vantaði hlaup inn í teiginn að mínu mati. Og Reina er greinilega mjög hrifinn af að kýla boltann. Og er hann góður í því eða hvað! :biggrin2:

 7. já bjartasti punkturinn í leiknum var sennilega momo… hann er tvítugur og þetta var fyrsti leikurinn hans í ensku deildinni… hann var ekki besti maður vallarins, en djöfull lofar hann góðu 🙂

  annars er greinilegt að við erum með MIKLU betra lið en í fyrra… og förum lengra í ár en síðustu ár 😉

 8. Ég ætla að byrja á því að vera sammála Dodda í lang flestu, mér fannst reyndar að Zenden hefði mátt vera sýnilegri.
  Annars verð ég bara að segja það drengir að ég fæ nánast tár í augun þegar að hugsa aftur í tíman og sé Michael Owen fyrir mér í huganum stinga sér í gegnum vörnina og skora örugglega:)
  Ég veit að Cisse og Baros gætu mögulega gert okkur glaða með því að niðurlægja varnir andstæðinga okkar. Þess vegna vill ég: Alls ekki hafa nando einan frammi!, Alls ekki hafa Cisse á kantinum!, Hellst fá Owen aftur í liðið eða sýna þessum strikerum okkar nokkra leiki með Owen á videói:)

  Lokaorð,
  Liverpool verða ekki meistara ef að þeir nýta ekki færin sín!!

 9. Í fyrsta lagi vil ég segja að jafntefli er klárlega betra en tap og ekki höfum við riðið feitum hesti frá Riverside undanfarin ár. Ennfremur spiluðum við stærsta hluta leiksins vel með sterka miðju og trausta vörn. Við erum líklega flestallir sammála að kantmennirnir voru ekki að dansa né framherjarnir. En þrátt fyrir allt er þetta mikil framför frá síðasta tímabili þar sem 11 leikir töpuðust á útivelli!!!

 10. rakst á athyglisverða staðreynd með Sunderland liðið, þeir eru búnir að tapa 16 leikjum í röð í úrvalsdeild. Sá sautjándi kemur væntanlega á Anfield á laugardaginn :biggrin2:

Liðið gegn Boro komið

Fyrsta deildarleiknum lokið – hvað segja menn? (uppfært)