Zenden lofar okkur góðum leik í vetur.

Það er [viðtal](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149647050812-0918.htm) við Zenden á official síðunni þar sem hann tjáir sig um skiptin yfir í Liverpool, hvernig honum hefur gengið til þessa o.s.frv. Ég varð ekkert yfirmáta spenntur þegar ég frétti að áhuga Rafa á Zenden en eftir að hafa ígrundað málið betur verð ég að viðurkenna að Rafa gerði góð kaup (kom frítt) í Zenden. Leikmaður með mikla reynslu, hefur spilað m.a. í Barcelona og fastamaður í hollenska landsliðinu. Ennfremur er hann fjölhæfur leikmaður m.a. spilaði allt síðasta tímabili á miðri miðjunni við góðan orðstír en er þekktari sem vinstri kantmaður.

Þetta er klárlega svolítið sérstakur leikur fyrir Zenden og segir hann m.a.:

“For me it is ironic that my new club is playing my old club on the opening day. I perhaps would have preferred for it to have been later in the season but I can’t wait for it now. I still have a lot of friends there and it’s certainly going to be a special occasion for me.”

Með Kewell oft frá vegna meiðsla, Riise sem er frekar varnarsinnaður kantmaður þá er sterkt að fá Zenden inní hópinn. ÉG vona bara að Kewell nái sér og almennileg samkeppni verði um kantstöðuna.

…og síðan “never ending story” en Aston Villa er víst búið að hækka [tilboðið](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/a/aston_villa/4144622.stm) í Baros uppí 6,5 mill. punda. æi já sjáum til hvar þetta endar, ef það endar!

2 Comments

  1. Zenden er auðvitað góður nleikmaður og eykur breidd liðsins vinstra megin. Kewellinn hefur líka gott af því að vita að kominn er leikmaður sem hefur leikið betur en hann á síðustu leiktíðum og nú er annað hvort að duga eða þetta er búið hjá honum. :rolleyes:

  2. Mér líst mjög vel á Zenden og tel hann verða okkur mjög mikilvægur á komandi leiktíð.

    Hann virðist, eins og flestir Hollendingar, vera mjög svalur á boltann og er með fínar sendingar.

    Við eigum eftir að sjá margar fyrirgjafir frá Zenden í vetur sem enda á kollinum á Morientes eða Crouch.

    Hugsið 18 mánuði aftur í tímann og berið leik Liverpool í dag saman við knattspyrnuna sem var leikin þá. Með fullri virðingu fyrir Houllier þá var liðið hans einfaldlega að spila hundleiðinlega knattspyrnu. Sem betur fer er annað uppi á teningnum í dag!

Maíkvöld í Istanbúl

Landsliðsþjálfari Spánar ósáttur.