Pistill um Le Tallec

Rakst á [þennan fína pistil](http://www.walkonlfc.com/news/aug05/paul_grech.htm) um Anthony Le Tallec. Pistillinn segir í raun allt, sem mig hefur langað til að skrifa um Le Tallec.

Eftir allar yfirlýsingarnar hjá Houllier, þá átti maður von á að Le Tallec yrði ein skærasta stjarnan í enska boltanum innan nokkurra ára. Það er ekki svo langt sem litið var á hann sem meira efni en Ronaldo hjá Man U. Það hefur hins vegar margt breyst og Le Tallec hefur staðnað.

Pistlahöfundur telur að Mick McCarthy hjá Sunderland sé rétti maðurinn til að hjálpa Le Tallec. Það er vonandi að það verði svo og að Le Tallec nái loksins að standa undir þeim væntingum, sem til hans voru gerðar.

Ein athugasemd

  1. Það er vonandi að Le Tallec nái að festa sig í sessi hjá Sunderland og sýna það sem Houllier sá í drengnum. Það er ekki eins og þeir leikmenn sem hafa farið í lán frá okkur hafi nýst okkur síðar meir.
    Le Tallec, Krikland og Medjani eru allir í láni þetta tímabil og gætu fengið dýrmæta leikreynslu á þessu tímabili og e.t.v. komið tilbaka og skilað sér í aðalliðið hjá okkur…

CSKA Sofia 1 – Liverpool 3

Kofi og Djibril