Hyypia skrifar undir

Sami Hyypia hefur skrifað [undir nýjan samning, sem bindur hann hjá Liverpool til 2008](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149626050810-1142.htm).

Gott mál!

Sami er búinn að vera það stöðugur í gegnum árin að við gleymum oft þeim hörmungarvarnarmönnum, sem við þurftum að þola áður en hann kom til liðsins. En hann er búinn að vera með bestu varnarmönnum í enska boltanum síðan hann kom til liðsins og þrátt fyrir að hann sé ekki fullkominn þá er hann enn ómetanlegur fyrir þetta lið.

7 Comments

  1. hið besta mál, frábær varnarmaður sem fær alltof oft óvægna gagnrýni frá íslenskum liverpool aðdáendum. þó hann sé kannski ekki sá fljótasti þá bætir hann það upp með yfirburðum sínum í loftinu og fáranlega góðum leikskilningi. einn af bestu varnarmönnunum í ensku deildinni síðustu árin án nokkurs vafa.
    nú þarf bara að tryggja einn klassa miðvörð til liðsins til að halda carra og hyypia á tánum, það er ljóst að hver sá sem kemur mun ekki ganga auðveldlega inn í miðvarðarstöðurnar en vissulega vantar breiddina.

  2. Þetta eru mjög góðar fréttir. Hyypia er eftir því sem ég best veit 32 ára gamall og á nóg eftir! Það segi ég vegna þess að hann hefur aldrei verið fljótur og hefur því engum hraða að tapa. Kallar á þessum aldri fara þetta á reynslunni og leikskilning.

    Sumir virðast hafa verið að telja niður í ferli hans á Liverpool síðustu tvö árin, sem ég hef ekki skilið. Því ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann standi vaktina næstu 3-4 árin!

  3. Hann er fæddur 7. október ´73 og gerir það því 31 árs.

    Það ótrúlega við þennan samning er það, að það hefur verið einhvers konar regla hjá klúbbnum að semja ekki nema til eins árs hjá leikmönnum sem eru komnir yfir þrítugt.

    Þetta sannar aðeins eitt og það er að fólk hefur tröllatrú á því að Hyppia á eftir að standa sig um ókomna framtíð. Enda einsog fólk segir að þó seinn sé þá bætir hann það upp með reynslu og seiglu (mann ekki eftir neinum leik þar sem að hann er úti á þekju í vörninni). Hyppia er maður einsog Adams (Arsenal) stór, stöðugur og frábær varnarmaður !

  4. >Það ótrúlega við þennan samning er það, að það hefur verið einhvers konar regla hjá klúbbnum að semja ekki nema til eins árs hjá leikmönnum sem eru komnir yfir þrítugt.

    Ertu viss um það? Ég veit að þetta var voðalegt mál hjá Man U þegar þeir voru að semja við Ryan Giggs, en er þetta líka málið hjá Liverpool?

  5. Þetta hefur reyndar ekki verið nein regla hjá Liverpool. Það var samið við Didi um eitt ár og svo aukaár ef báðir aðilar eru sáttir. Hef heyrt um þessa reglu annarsstaðar en ekki hjá Liverpool.

Rafa tjáir sig um næstu mótherja og framherjamálin

CSKA Sofia 1 – Liverpool 3