CSKA Sofia 1 – Liverpool 3

  • _40676364_morientes203x152.jpg
  • Guess who’s back!

Jæja, þetta var mikill léttir. Liverpool vann CSKA Sofia 3-1 í Búlgaríu í leik, þar sem Liverpool virtist aldrei spila á nema hálfum hraða.

Núna ætti það væntanlega að vera formsatriði að klára seinni leikinn á Anfield eftir tvær vikur.

Það sem enn skemmtilegra er að báðir framherjarnir okkar, Djib og Fernando skoruðu í dag.

Morientes setti m.a.s. tvö mörk, sem er í fyrsta skipti sem það hefur gerst hjá honum með Liverpool.

En allavegana, Rafa stillti upp nokkurn veginn sínu sterkasta liði miðað við þá menn, sem voru heilir:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

García – Gerrard – Alonso – Riise

Morientes – Cisse

Semsagt, hann spilaði með tvo framherja, sem gæti hafa komið einhverjum á óvart.

En leikurinn spilaðist nokkuð svipað og hinir leikirnir í þessari endalausu forkeppni. Liverpool var mun betra liðið, en samt var spilað á hálfum hraða. Og aftur, þá var vörnin ótrygg á köflum.

Leikurinn hafði verið nokkuð jafn í byrjun, en Liverpool var þó alltaf sterkari aðilinn. Fyrsta markið kom eftir sendingu frá Steven Gerrard. **Cisse** komst einn inn fyrir og kláraði færið vel. Hans **fjórða mark á leiktíðinni**.

Fimm mínútum seinna fékk Liverpool svo aukaspyrnu. Gerrard gaf fyrir beint á kollinn á Morientes, sem skoraði. Stuttu fyrir leikhlé komust þó CSKA menn upp vinstri kantinn og gáfu fyrir, þar sem einn þeirra skallaði í netið af stuttu færi. Reina átti ekki sjens, en dekkunin í vörninni var hreinasta hörmung. Finnan lét kantmanninn komast alltof auðvelt með boltann fyrir og Gerrard missti af sínum manni, sem skoraði markið. Vissulega áhyggjuefni hversu auðveldlega við fáum á okkur mörk og Rafa var augljóslega pirraður nokkrum sinnum útí vörnina.

Allavegana, seinni hálfleikurinn var nokkuð svipaður, en Morientes skoraði annað markið af stuttu færi. Morientes hafði átt nokkur færi og brenndi m.a. af í upplögðu færi. En tvö mörk ættu að gera fullt fyrir sjálfstraustið. Ég sagði einmitt við vin minn þegar hann skoraði fyrra markið að hann þyrfti nauðsynlega að skora tvö mörk og það var augljóst að Morientes var virkilega ánægður eftir að hafa sett seinna markið.

Rafa var greinilega nokkuð sáttur í stöðunni 3-1 og hann tók bæði Alonso og Gerrard útaf fyrir Hamann og Sissoko. Antonio Barragan kom svon inná fyrir Morientes (Garcia fór á kantinn og Barragan á kantinn). Því miður sást lítið til hans, þar sem útsendingin frá Búlgaríu datt alveg út. Við sáum þó síðustu mínútuna þegar Reina varði frábærlega frá Sofia mönnum í dauðafæri. Það hefði dofnað verulega yfir manni ef þeir hefðu skorað úr því færi.

**Maður leiksins**: Það var enginn, sem bar af í liðinu. Warnock og Garcia voru frekar slappir, en annars voru menn nokkuð jafnir. Ég verð þó að velja **Fernando Morientes**. Hann skapaði sér nokkur færi og skoraði tvö mörk. Góður leikur hjá honum og þetta veit á gott fyrir átökin í deildinni. Við þurfum á Morientes að halda í vetur og þetta er góð byrjun. Munum

En allavegana, góður sigur og Liverpool ætti að klára þetta á Anfield nokkuð auðveldlega. Þrátt fyrir allar dómsdagsspár okkar í fyrra, þá lítur það út fyrir að við séum á leið inní Meistaradeildina að nýju. Það er náttúrulega æði. 🙂

En næsti leikur er á laugardaginn gegn Boro í deildinni á Riverside. Það verður erfitt, en það væri fullkomin byrjun að byrja á sigri á þessum velli, sem hefur reynst okkur svo erfiður í gegnum tíðina.

20 Comments

  1. Einn í viðbót og þá byrjar ballið, fyrir mig er þetta framherjaparið sem ég myndi nota að staðaldri, með fullri virðingu fyrir PC. Góður sigur, get ekki beðið eftir laugardeginum………………….LFC

  2. Er það nokkuð áhyggjuefni að fá á sig þetta mark, það var greinilegt að liðið spilaði ekki á fullum krafti og þegar að það gerist að þá sofna menn stundum á verðinum, en við erum búnir að vera með gott æfingatímabil og mér sýnist vera góður stígandi í liðinu og bara bjartsýn á komandi tímabil, fáum einn miðvörð og hægri kant (+ Gonzales) og við erum í góðum málum,
    áfram Liverpool :biggrin:

  3. Nota bene, kommentin virkuðu ekki í smá tíma hérna á síðunni vegna þess að mér mistókst að uppfæra Movable Type, sem er uppfærslukerfið, sem við notum.

    Biðst velvirðingar ef einhverjir hafa reynt að senda inn komment á meða á því stóð.

  4. Ég reyndi 🙂

    Því miður sást lítið til hans, þar sem útsendingin frá Búlgaríu datt alveg út.

    Klikkaði útsendingin á Sýn? Hún datt ekkert út á Players.

  5. Cisse og Morientes stóðu sig vel í gærkvöldi þ.e. þeir skoruðu mörk. Gerrard lagði upp öll mörkin og stóð sig að vanda vel. Annars fannst mér þetta CSKA Sofia lið alls ekki lélegt og margir sprækir leikmenn í því liði.

    Það sem mér fannt helsta áhyggjuefnið var að Garcia er ekki kantmaður og nýtist okkur illa þar. Riise var ekki góður á vinstri kantinum og á frekar heima í bakverðinum. Ef Zenden og Kewell ná góðu seasoni sem og við fáum atvinnuleyfi fyrir Gonzalez með Coca Puffs pakka og einn kantara til þá er liðið að fara að smella. Miðvörður til að leysa Hyypia og Carra er líka nauðsynleg viðbót.

  6. Hvað var það hjá stuðningsmönnum Sofia að gera apahljóð? ÓTRÚLEGT FÓLK

  7. ROSALEGA GOTT AÐ SJÁ MORIENTES SKORA !

    Ekkert nema gott um það að segja…….. :biggrin:

  8. Ég er nokkuð sáttur með tölurnar, hefði samt viljað sjá 3ja marka sigur en 2 duga mér svo sem. Sérstakt að menn hafi verið nokkuð hræddir fyrir þennan leik.

  9. >Klikkaði útsendingin á Sýn?

    Jammm, gervihnötturinn datt út hjá þeim í tíu mínútur. Auk þess var útsendingin öll fáránleg. Atburðir voru t.d. ekki endursýndir fyrr en nokkrum mínútum eftir að þeir gerðust.

  10. Menn hafa oft rætt um að tryggja hina og þessa hluta af líkamanum. Hægri fótur Beckham t.d. og kókaín nefið á Maradona og ég tala nú ekki um taglið á Baggio (reyndar ekki hægt að verðmeta hið guðdómlega tagl).
    En ég er á því að Liverpool eigi að tryggja ennið á Morientes. Þvílíkur yfirburða skallamaður.

  11. Það var ekki bara Gerrard sem klikkaði í markinu sem við fengum á okkur. Warnock var algerlega frosinn og reyndi ekki að ná boltanum. En flest annað var gott í þessum leik og eina áhyggjuefnið er að liðið heldur ekki einbeitingu út leikinn (á við báða hálfleikina) og lætur svæfa sig í þægilegri stöðu. Það getur komið illa í bakið á mönnum.

  12. Það er vonandi að Pepe Reina haldi áfram að vera svona á verði í markinu sem og áræðinn í teignum… líst vel á þennan markmann.

    Ennfremur kom Barragan hinn ungi vel út í þessar fáu mínútur sem hann spilaði… framtíðarleikmaður?

  13. Jamm, verst að missa af því að sjá Barragan.

    Annars, þá var ég að lesa að hann sé yngsti útlendingurinn, sem hefur spilað fyrir okkur. Mummi getur ábyggilega staðfest það 🙂

  14. Þetta fer svolítið eftir því hvernig þú telur útlendinga. EF við teljum Wales sem “útland” þá er Reginald Blore sá yngsti en hann lék einn heilan leik árið 1959 (hans eini leikur fyrir LFC) og á að baki einhverja U-23 landsleiki fyrir Wales.

    Ef við hinsvegar teljum Wales sem hluta af Englandi þá er Barragan sá yngsti útlendingurinn sem hefur leikið fyrir Liverpool.

  15. ég er algjörlega sammála agga með kantmanna vandamálið. garcia gat ekkert í þessum leik og er enginn kantmaður á bara að vera fyrir aftan framherja(na) því þar er hann oft stórhættulegur. riise sást varla í mynd í gær og er enginn kantmaður þó hann hafi reyndar leyst þá stöðu ágætlega á síðasta tímabili. en það jákvæðasta í gær var morientes, nú sýndi hann hvers megnugur hann er þegar hann fær alvöru sendingar fyrir markið, þvílíkur skallamaður. en því miður virðist aðeins gerrard hafa getuna til að senda þessa bolta af þeim leikmönnum sem voru að spila í gær.

    Ég óska hér með eftir hægri kantmanni hið snarasta og græt enn að við skyldum ekki hreppa figo

  16. Gerrard var besti maður liðsins fannst mér í rólegum leik, 3 stoðsendingar segir sitt

  17. Já Riise og Garcia voru ekki að virka á kantinum, hvaða stöðu spilar Barragan ? hægrikant ? annars kom þetta CSKA Sofia lið mér á óvart. Gott að Morientes sé byrjaður að skora og kominn í spænskalandsliðið 🙂

  18. Liverpool spilaði ekki á hálfum hraða. Það leggur enginn þjálfari í Evrópukeppni né deildarkeppni upp að lið sitt spili á hálfri ferð.
    Ég hef vissar áhyggjur að Liverpoolliði sé ekki í nógu góðri æfing og hef því áhyggjur af því að þegar við förum að mæta sterkari liðum getum við lent í erfiðleikum. Varnarlína CSKA var ekki sterk og markmanninum urðu oftar en einu sinnu á mistök sem við mundum ekki sætta okkur í félagsliðum okkar hér á landi. Það var ekki allt neikvætt við kantana, Morientes var að fá krossa og þá sérstaklega frá hægri sem hann afgreiddi vel.
    Sigur vannst í þessum leik og það var það sem lagt var upp með.

Hyypia skrifar undir

Pistill um Le Tallec