Rafa enn brjálaður vegna Gonzales

Rafa er enn snælduvitlaus útí þá ákvörðun breskra yfirvalda að [gefa Mark Gonzales ekki atvinnuleyfi](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=297688&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Rafa+still+raging&channel=football_home):

>”The people who make these decisions know nothing about football. How can you play for your national team, be the best player for your country, play in the Spanish league and then they say you are not good enough for the Premiership?”

>”Only if you know nothing about football could you say he is not good enough for the Premier League.

og

>”We spent six months scouting the player. **We are the Champions League holders**, and if we think he is good enough for us that is because we have spoken to a lot of people and they have told us he is good enough.

(Mér finnst gaman að feitletra svona skemmtilegar staðreyndir) 🙂

Menn virðast ekki vera alveg sammála um þennan process. Margir sögðu eftir að atvinnuleyfinu var hafnað að Liverpool gæti áfrýjað strax. Samt eru aðrir, sem halda því fram að það sé ekki hægt og að Liverpool verði að bíða fram í janúar til að gera aðra tilraun. Reiði Rafa gefur það nú í skyn að þetta gæti tafið málið verulega.

8 Comments

 1. Ef maður á að skilja Rafa rétt þá virðist sem svo að LFC geti ekki athugað með atvinnuleyfi fyrr en í janúar…. þurfum helst að fá þetta á hreint hið fyrsta hvort það sé svo.

  Er einnig sammála Rafa í því að LFC á að fá að ákveða hvort tiltekinn leikmaður sé nógu góður eður ei….

 2. Þetta er náttúrulega fáránlegt process, það verður að segjast. En engu að síður virðist sem hann komi ekki til okkar fyrr en í fyrsta lagi í janúar, sem er frekar slæmt.

  Þá eigum við í raun og veru tvo kosti eftir á hægri vænginn: Luis García og Darren Potter. Og hvorugur þeirra er náttúrulegur hægri vængmaður að upplagi. García mun væntanlega manna þessa stöðu framan af vetri og Potter vera varaskeifa, en maður skilur núna hvers vegna Rafa liggur á að bæta við sig manni.

  Spurning hvort að maður eins og Stelios, 31s árs gamall, er ekki bara ágætis kostur fyrir okkur? Ódýr skammtímalausn fyrir næstu 1-2 árin á meðan maður eins og Gonzalez, sem er ungur og efnilegur, kemur sér aftur á skrið og hjálpar Chile upp fyrir 70. sætið á Heimslistanum … :rolleyes:

 3. Já ég var að lesa mér til um það að hann getur spilað á báðum köntunum og einnig frammi.

 4. Ég veit að þetta kemur efni greinarinnar ekki við, en ég varð bara að koma þessu að. José Reina:

  >Everton’s Mikel Arteta sought advice from the Spanish keeper ahead of the fixture, but he politely declined his offer.

  >”Personally, I hope Villareal get through. It was my home for three years and my heart will always be there, and if they knock out our local rivals, that will just make me doubly happy.”

  http://www.lfconline.com/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=233379

 5. Arteta er snillingur, það verður að segjast. Hélt hann virkilega að Reina myndi svíkja sitt lið fyrir Everton, bara af því að þeir eru frá sömu borg og Liverpool?

  Aldrei færi ég að segja Everton hvernig væri best að sigra FH … ég er nokk viss að Arteta myndi ekki vilja segja Liverpool hvernig væri best að sigra Real Sociedad. En hann spurði samt?

  Snillingur. Hann mun falla vel í hópinn hjá The Bitters…

Þriðji penninn

Hvað þarf Morientes til að sýna sitt besta?