Þriðji penninn

Jæja, einsog flestir ættu að vita þá [auglýstum við eftir þriðja pennanum](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/22/22.47.54/) hér á Liverpool blogginu fyrir tveim vikum. Við fengum þónokkrar umsóknir og ég er viss um að allir, sem sóttu um, hefðu getað spjarað sig vel sem pennar hér.

En allavegana, við erum búnir að velja og því bjóðum við nýjan liðsmann, Agga, velkominn. Leyfum honum að kynna sig sjálfan:


Magnús Agnar heiti ég og er Magnússon, er 31 árs og bý í höfninni sem kennd
er við kaupmenn.

Ég hef haldið með Liverpool síðan ég fór að fylgjast með knattspyrnu sem var
á seinni hluta síðustu aldar. Þá var ekkert internet og einn leikur sýndur
á RÚV beint. Einu blöðin sem hægt var að lesa um enska boltann (fyrir utan
mbl) voru Shoot og Match og eyddi ég miklum tíma í skoða einkunn
leikmannanna og skrifa það niður í stílabók (geggjun!).

Ég á nokkra leikmenn sem ég hélt meira uppá en aðra í Liverpool t.d. Steve
McMahon, John Aldridge, Ian Rush, John Barnes, Ray Houghton, Jan Molby, Alan
Hansen, Ronnie Whelan o.s.frv. Mitt uppáhaldslið var meistaraliðið sem varð
enskur meistari árið 1990 með King Kenny Dalglish við stjórnvölina.

Þrátt fyrir erfiða tíma síðustu 15 árin þá LOKSINS náðum VIÐ í stóran titil
sem meistarar Evrópu. Og var sá bikar kærkominn eftir furðuleg ár með
Greame Souness, Roy Evans og Gerard Houllier við stjórn.

Ég fylgist almennt vel með íþróttum og þá helst knattspyrnu og
handknattleik. Ásamt áhuga á Liverpool er ég KR-ingur í gegn. Nokkrir
leikmenn hafa staðið uppúr í gegnum tíðina sem ég hef dáð eins og Michel
Platini, Michael Laudrup og Roberto Baggio. Þá tvo fyrrnefndu hef ég m.a.
hitt. Enska landsliðið er samt ávallt það lið sem ég hvet áfram í
stórkeppnum ásamt því danska.

Ég er sem stendur námsmaður í kóngsins København og stunda nám við Det
Humanistiske Fakultet, Københavns Universitet.

Ég hef sjálfur aldrei “bloggað” en er sekur um að hafa skrifað um handbolta
á heimasíðum þeirra félaga sem ég spilaði í m.a. Grótta/KR, Stjarnan og KA.

Ef þú vilt hafa samband við mig þá er þetta e-mailið mitt: magnusm@mail.dk – msn: magnusm@simnet.is

14 Comments

 1. Blessaður Aggi!

  Ég bið þig velkominn og hlakka mikið til að fylgjast með skrifum þínum ásamt Einari og Kristjáni um ókomna framtíð.

  Ekki skemmir nú fyrir að þú sért fyrrum Stjörnumaður! :biggrin:

  YNWA!

 2. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þér gengur í þessu..Trúi ekki öðru en að gott verði betra með þriðja pennanum :biggrin2:

 3. 2 stórir kostir fyrir utan það að vera Liverpool-maður hjá nýja pennanum, fyrrum Stjörnumaður :biggrin: og á sama afmælisdag og ég :biggrin:

 4. Velkominn og vonandi á þér eftir að ganga vel og skemmir það alls ekki fyrir þér að vera fyrrum stjörnumaður því ég er stjörnumanneskja í gegn!!

 5. Klassi að fá Agga!! Spilaði eitt season með KA hérna í den mar

  Líst vel á þetta

 6. Ég þakka góð viðbrögð og vonast til að geta staðið undir bæði væntingum sem og þeim standard sem Einar og Kristján hafa sýnt á síðunni.

  Áfram Liverpool
  Aggi

 7. Snilld að fá Agga. Toppmaður þar á ferð og góður liðsauki við þessa frábæru síðu sem Kristján og Einar hafa byggt upp.

 8. Velkominn Magnús Agnar.
  Það verður gaman að sjá skrif þín. Ég held mikið upp á þessa síðu og ég vona að þú ásamt Kristjáni og Einari haldir merki hennar lengi á lofti.

  Gaman líka að fá penna sem er bara 8 árum yngri en ég…….. :biggrin2:

  Eina sem stingur mitt fótboltahjarta Magnús minn er að þú skulir vera KR ingur. !!!!!!

  En ég skal ekki halda því gegn þér….. :biggrin:

 9. hehehe innilega og já gott að hækka meðal aldurinn aðeins…

  ég skal reyna mitt besta og er þér sammála varðandi skrif Einars og Kristjáns… þeir hafa gert gríðarlega gott mót og reyni ég að líta ekki alltof illa út þegar ég tjái mig um málefni LFC (þótt ég geri það þar sem þeir vita bókstaflega allt).

  hvað varðar KR… já eru ekki allir KR-ingar innvið beinið? 🙂

Dudek og Medjani

Rafa enn brjálaður vegna Gonzales