Stelios?

Það er dálítið skrítið að þrátt fyrir að Rafa hafi viðurkennt að hann væri á eftir hægri kantmanni, þá hefur verið verulegur skortur á slúðri, sem hefur bendlað okkur við ákveðna leikmenn.

Jæja, Mail on Sunday (sjá [BBC Gossip](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/gossip_and_transfers/4128538.stm)) halda því fram að Liverpool muni í vikunni kaupa Stelios Giannakopoulos frá Bolton fyrir eina milljón punda.

Liverpool var auðvitað orðað við Stelios [fyrr í sumar](http://www.kop.is/gamalt/2005/06/26/13.40.04/), en ekkert varð úr þeim áhuga. Stelios viðurkenndi þó sjálfur fyrir nokkrum dögum að sá áhugi [frá Liverpool hefði verið raunverulegur](http://www.football365.com/news/story_158412.shtml). Stelios sagði:

> “I hope it will have a happy end so that I can relax. The stories about Liverpool were not speculation. It was a true situation. Liverpool wanted me and maybe they still want me. I have to know.”

>”The earlier you finish these situations the better it is for the player and for the fans. They keep asking ‘Is Stelios staying or going?’ and I don’t know the answer.

Bolton hafa enn áhyggjur af málefnum Stelios, þar sem hann á aðeins ár eftir af samningnum sínum við liðið og þeir hafa að sögn boðið honum tvöföld laun fyrir það að framlengja samninginn. Það verður allavegana spennandi að sjá hvort eitthvað meira gerist í þessu máli í vikunni.

3 Comments

  1. Ég hef engan áhuga að fá hann til Liverpool. Hann er bara miðlungsmaður sem á heima í liði á borð við Bolton, ekki hjá Evrópumeisturum einsog okkur. Þurfum einhvern einsog C. Ronaldo eða Shaun wright-phillips 🙂

  2. >Þurfum einhvern einsog C. Ronaldo eða Shaun wright-phillips

    Já, við þurfum líka nauðsynlega að fá Ronaldinho til Liverpool. Því miður, þá eru lið hins vegar ekki tilbúin að gefa okkur þessa leikmenn.

  3. …Og ef við fáum Stelios þá spörum við líka pening – og kaupum Owen! :biggrin2:

Frekari upphitun fyrir enska boltann

Newcastle í viðræðum við Real (uppfært: Og Man U líka!)