Gonzalez neitað um atvinnuleyfi!

gonzalez_permit.jpg Hvað í fjandanum er í gangi hérna? Atvinnu- og menntamálaráð Breta neitaði Mark Gonzalez í dag um atvinnuleyfi í Englandi, vegna þess að (a) þjóð hans er utan 70 efstu liða á styrkleikalista FIFA í knattspyrnu og (b) vegna þess að Liverpool náðu ekki að sýna fram á að hann eigi engan sinn líka meðal breskra leikmanna.

Shit hvað þetta er asnalegt. Áttið þið ykkur á því að ef þessar reglur hefðu átt við árið 2000 hefðu Chelsea ekki fengið að kaupa Eið Smára? Hann er ekki eini framherjinn í heiminum, hann er ekki (eða var allavega ekki) einn af hæst launuðustu leikmönnum Chelsea og Ísland er vel fyrir utan 70 hæstu þjóðir FIFA-listans.

Þetta er einfaldlega fáránlegt! Rafa er álíka sjokkeraður og ég, hann hafði m.a. þetta um málið að segja:

>”We must now wait because one of the problems is that his national team are not ranked in FIFA’s Top 70 [they are currently 72nd]. If they win a couple of games, maybe they will move up the FIFA rankings and things may change.”

Ókei, hann er meiddur og spilar ekkert næstu tvo mánuðina eða svo hvort eð er … en tilhugsunin um að við þurfum núna skyndilega að vona að Chile-landsliðið vinni einn eða tvo leiki hinum megin á hnettinum, svo að þessi strákur fái að leika fyrir okkur, er algjörlega fáránleg!

Asnalegasta regla í heimi! Djöfull er ég pirraður…


**Uppfært (EÖE)**: Þetta er alveg hreint magnað. En annað athyglisvert við þetta er hversu ofboðslega mikið álit Rafa hefur á Speedy (Kristján, bjáni, þú settir inn vitlausa mynd!!!! – rétt mynd [er hér](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/04/19.45.08/)). Rafa segir á Official síðunn um hann:

>”[Mark] Gonzalez is already a player who will shine in the Premiership **but very soon he could be one of the most exciting players in England**. Liverpool supporters love to see players who can lift them out of their seats and Gonzalez is exactly that sort of player. You saw the reaction when Djibril Cisse came on against Kaunas on Wednesday. The fans were jumping up and cheering when Cisse raced down the wing. **With Gonzalez, the fans would be out of their seats the whole time because he can play like Cisse but on the wing.**”

(feitletranir mínar)

Ég held að við getum verið sammála um það að Rafa er ekki yfirlýsingaglaðasti framkvæmdastjóri á Englandi (hmmm… [hver](http://multimedia.iol.pt/oratvi/multimedia/imagem/id/52557/0) skyldi hljóta þann titil?), þannig að yfirlýsingarnar eru í raun með ólíkindum. Er Gonzales virkilega svona góður? Það er augljóst að Rafa sér hann ekki sem neinn varamann, heldur hugsanlega einn af okkar mikilvægustu mönnum næstu ár.

Ég er allavegana umtalsvert spennandi fyrir Speedy eftir þessi ummæli frá Rafa.

Ein athugasemd

  1. Smá leiðrétting…þessi regla var við lýði árið 2000, hún átti bara ekki við um Eið Smára af því að Ísland er innan Evrópska efnahagssvæðisins. Dæmi um úralsdeildarleikmann þar sem þetta ætti við er t.d. No

Miðlungslið keppast um Baros

Úrvalsdeildin: hin liðin!