Owen til Newcastle? (uppfært)

Kannski er það bara ég, eeeeen…

Væri það ekki fyndið? Bara pínulítið fyndið að Michael Owen fór frá okkur í þeirri von að spila fyrir betra lið og vinna titla. 10 mánuðum eftir að hann fer frá okkur, þá vinnum við stærsta titil í heimi.

Og ári eftir að hann fer, þá yrði hann svo [seldur til Newcastle](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/n/newcastle_united/4738361.stm).

Er þetta ekki pínu fyndið? Eða kannski bara sorglegt? Ég veit ekki.

Michael Owen á bara að vera í einum búningi. [Þessum hér](http://www.wldcup.com/pictures/2004_02/379_22503_0.jpg)


Já, og **EVERTON** hafa [áhuga á að kaupa Milan Baros](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=296144&cpid=8&CLID=7&lid=&title=Toffees+join+Baros+hunt&channel=football_home). Has the world gone mad?

5 Comments

  1. Owen til Newcastle? Ekki séns! Ef Liverpool útilokar kaup á honum, 100% þá finnst mér líklegt að hann gefi Real séns fram að áramótum.

    Ef ekkert hefur gerst í hans málum á þeim tíma verður hann óþreyjufullur og gæti samþykkt lánssamning til að koma sér í form fyrir HM – Meira að segja Newcastle myndu eiga séns þá 🙂

  2. Var hann ekki einmitt iðnastur við að skora gegn Newcastle :>
    Og já ég skal allveg útiloka það að hann fari í lið sem er ekki í meistaradeildini, held hann fórni því frekar að spila annarstaðar en á englandi til þess ef að þarf 😛

  3. Ég ætla nú ekki að hafa þetta flókið, djúpt eða að skreyta skoðun mína með mörgum orðum heldur ætlað ég að segja: “Gott á hann”.

  4. ég vona svo sannarlega að owen komi aftur heim, það yrði yndislegt að sjá hann og cisse saman í framlínunni. ef baros er að fara þá þurfum við nauðsynlega sóknarmann enda móri og peter c ekki að heilla mikið. fáum owen lánaðan þetta tímabil og kaupum hann svo næsta sumar.

Kaunas á morgun + Annað

Liðið gegn Kaunas