Josemi fer ekki neitt

Vinur okkar, Josemi hefur lýst því yfir [að hann sé ekki að fara neitt](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149509050729-0921.htm) og að hann hyggist sanna sig í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili:

>”I am not leaving Liverpool. Last year injuries prevented me from being a success – it is not going to be like that this time.

>”This new season is a personal challenge and I’m going to give everything on the field. They will see the best possible Josemi.

>”It’s nice that big teams in the Spanish leagues are interested in me, but I came to England to be successful in the Premier League and this will be my objective this season.”

Nákvæmlega. Gott að sjá að hvorki Rafa né Josemi ætla að gefast upp eftir nokkra leiki í ensku deildinni. Ég er sannfærður um að Josemi mun sanna sig. 🙂

4 Comments

  1. Hann er ein af slakari kaupum Rafa en ég tel samt að hann hafi verið óheppinn sl tímabil. Hann missir sætið þegar hann er að komast inní boltann til Finnan sem spilar eins og vitleysingur allt tímabilið og þá er ekki aftur snúið þegar hann kemur til baka eftir meiðslin.

  2. Já gott að hafa hann á næsta timabili, ég er viss um að hann eigi eftir að sanna sig. Það er ekki hægt að dæma hann eftir síðasta tímabil. Allir leikmenn frá öðrum löndum þurfa aðlögunar tíma.

  3. Josemi er einn af þeim sem skitu á sig á þeirra fyrsta tímabili í ensku deildinni (enska deildin er víst MJÖG erfið) ! Og ekki bætti úr skák að karlauminginn meiddi sig og missti úr slatta af tímabilinu….

    Gefum karlgreyinu smá séns og sjáum til hvernig honum vegnar í samkeppni um stöðuna við Finnan ! Dæmum hann svo eftir ca. ár…….. :confused:

  4. Mér finnst alltaf gott að gefa mönnum 2 heil season til að standa sig. Fyrsta seasonið gæti farið í það að aðlagast og svona eins og svo margir leikmenn þurfa og ef þeir ekki standa sig á næsta seasoni þá er bara málið að losa sig við þá og fá nýja leikmenn með nýja von.

    Svo Josemi á allavega að fá þetta season samkvæmt þessari kenningu minni.

Dregið í Meistaradeildinni

Búið að draga (uppfært)