Teljarablogg

Ég ætla að koma hérna með smá teljarablogg, þótt ég viti að mörgum leiðist slíkt.

En allavegana, við erum núna á rúmum 13 mánuðum komnir með yfir 400.000 flettingar og því fannst mér við hæfi að koma með smá tölfræði.

Frá því í júní í fyrra hefur fjöldi notenda á þessari síðu meira en þrefaldast. Núna er fjöldi innlita vanalega um 800 á dag. Daglegir notendur eru vanalega um 5-600. Ég er nokkuð stoltur af þessum árangri, og ég er viss um að Kristján er það líka. Við stefnum auðvitað hærra, enda er ég fullviss um að þarna úti er til fullt af Liverpool stuðningsmönnum, sem veit ekki af þessari síðu okkar. Með nýju tímabili stefnum við auðvitað að því að auka enn notendahópinn og með nýjum bloggara þá vonandi mun það takast.

Ef við værum þáttakendur í virkri vefmælingu hjá Teljara.is þá værum við sennilega í kringum [40. sæti yfir vinsælustu vefsíður landsins, með um 3000 notendur á viku](http://login.modernus.is/?_a=212&_m=35&_serviceType=1&_serviceId=0), rétt fyrir neðan vinsælustu bloggsíður landsins, sem eru [Fazmo.is](http://www.fazmo.is) og [kallarnir.is](http://www.Kallarnir.is). Ef það væri flokkað eftir innlitum, þá værum við í 30. sæti, uppfyrir Kallana. Ef ég myndi “svindla” aðeins og taka líka inn mína [persónulegu síðu](http://www.eoe.is), þá er ég nokkuð klár á því að við kæmumst yfir þær tvær síður hvort sem horft væri á flettingar eða notendur. 🙂

Hversu fyndið er líka að við erum með um 1000 fleiri notendur á viku heldur en **Arsenal.is**, sem er vefur Arsenal klúbbsins? Mér finnst það allavegana stórsniðugt 🙂

Í síðasta mánuði slógum við svo dagsmetið okkar. Þá náðum við uppí 4330 síðuflettingar á einum degi. Það þýðir að einhver notandi skoðaði einhverja síðu á þessu bloggi á sirka 20 sekúndna fresti allan þann sólarhring. Það þarf ekki að koma nokkrum einasta manni á óvart að þetta met var sett [þann 5. júlí](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/05/). 🙂

Varðandi nýjan bloggara, þá erum við búnir að fá nokkrar umsóknir, en við ætlum að hafa umsóknarfrest út þessa viku (semsagt fram á föstudag). Ef þú hefur áhuga, en hefur ekki enn sent okkur póst, láttu þá endilega verða af því. Sjá nánari upplýsingar hér: [Nýr penni óskast!](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/22/22.47.54/)

16 Comments

 1. Þetta er bara frábær og vel verðskulduð athygli.
  Þessi síða er án nokkurns vafa laaangbezta “allt um Liverpool” síða sem ég veit um. Sjálfur kem ég hingað oft á dag, og satt bezt að segja skoða ég ekki lengur aðrar fótbolta síður fyrir utan fotbolta.net svona fyrir annað en LFC og svo .tv svona meira uppá að koma þangað fyrir kurteinsis sakir.
  ÞIð standið ykkur frááábærlega “lick lick” og ég fagna því að fá 3ja pennan einfaldlega útaf því að það verður meira um LFC og að það er bara hollt að fá önnur augu á umræðuna.
  Til lukku !

 2. ..til hamingju með árangurinn!
  ég kem hingað á hverjum degi,..sirka 5x á dag! 😉

  -takk fyrir frábærar og góðar liverpool fréttir! :biggrin2: :biggrin:

 3. Þú hefur hárrétt fyrir þér Einar – teljarablogg eru leiðinleg! :tongue:

  Annars er ég sammála öllu sem fram kemur hér, og já ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta fyrsta ár hefur verið mikið ævintýri fyrir okkur báða og vonandi liggur leiðin bara uppávið héðan… 🙂

 4. Merkileg tölfræði en kemur þó kannski ekki svo mikið á óvart. Þetta er frábær síða hjá ykkur strákar og þið eigið hrós skilið fyrir dugnaðinn.

  En hafa vinnuveitendur ykkar einhverja hugmynd um hversu duglegir þið eruð við skrifin 🙂

 5. Jamm, þeir hafa það eflaust. Mestu skrifin fara nú fram í kaffitímum og matmálstímum. Á meðan þau hafa ekki áhrif á afköst okkar, þá er það varla vandamál.

  Svo á hvorugur okkar börn, þannig að við sleppum við það vesen úr vinnunni 🙂

 6. Frábær síða hjá ykkur. Ég er nánast hættur að skoða liverpool.is eftir að ég komst í þessa síðu, fer á liverpool.is ca. 1 sinni á viku á meðan ég fer á þessa nokkrum sinnum á dag.

  Ég verð eiginlega að segja ástæðuna fyrir því afhverju ég er orðinn “andsnúinn” liverpool.is. Mér finnst t.d. allt of mikill “halelúja-bragur” hjá þeim sem stjórna þar. Enginn má segja neitt “slæmt” um Liverpool eða því sem klúbbnum tengist. Maður fær á tilfinninguna að þeir telji þig ekki góðan stuðningsmann þegar þú gagnrýnir leikmennina og klúbbinn harðlega.
  Ef maður missir af leik og les leikskýrslu hér þá fær maður til dæmis setningar eins og: “þetta var leiiiiiiiðinlegur leikur” en á liverpool.is má ekki segja neitt svo ljótt. Semsagt, hér er töluð íslenska og menn segja það sem þeim býr í brjósti umbúðalaust án þess þó að vera með dónaskap. Það er mér að skapi.

  P.s. Svo var orðið viðbjóðslega irriterandi að lesa á spjallborðinu, á liverpool.is, comment frá óskrifandi og ótalandi krökkum sem höfði ekki meira til málanna að leggja en t.d. “Snilld!” eða “Kúl!” sem innlegg í einhverja umræðu. En það er nú erfitt að ráða við það, skil það svosem. :confused: 🙂

 7. Já til hamingju strákar þetta er frábær síða kem oft á dag og bíð spennt eftir næstu frétt.
  Keep going with the good works!!

 8. Já þessi síða er tær snilld, og engin þvæla hérna. þið virðist vita hvað er slúður og hvað er ekki slúður ! og fjallið vel um alla leiki!

  Ég skoða þessa síðu álíka mikið og Liverpool.is og vona bara að þið haldið áfram og finnið ykkur góðann penna 😀

 9. Til hamingju með þennan verðskuldaða árangur strákar 😉

  Ein af mínum uppáhalds síðum án efa

 10. Til hamingju strákar.

  Frábær síða hjá ykkur, ég kíki á hana margoft á dag.

 11. Til hamingju með þetta strákar, en annars á svona bloggsíðum….ég hef tekið eftir að teljarinn er ekki að virka eins og hann á að virka, það er alltaf eins og hann telji tvöfalt. En kanski er það rangt:) hef bara séð þetta eins og reyndar fullt af fólki. En allavegana góð síða:)

Baros og Crouch = Sama verð (uppfært)

Kaunas á morgun!