Baros og Crouch = Sama verð (uppfært)

Aston Villa hafa boðið 5 milljónir punda í Milan Baros, en skilaboðin frá Liverpool eru [þau að Baros kosti 7 milljónir](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15776701%26method=full%26siteid=50061%26headline=%2d7m%2dprice%2dtag%2don%2dbaros-name_page.html). Samkvæmt Echo hefur Rafa sagt Baros að hann megi fara.

Semsagt, Milan Baros og Peter Crouch eru jafnverðmætir í augum Liverpool manna. Djöfulsins andskotans kjaftæði. Liverpool á eftir að sjá eftir þessu, ég er 100% viss um það.

Ef að einhver er til, þá skal ég veðja að ef að Baros fer til Aston Villa, þá skorar hann fleiri mörk en okkar markahæsti maður á þessu tímabili. Ég hef einfaldlega bara svo miklu meiri trú á honum en Cisse, Morientes og Crouch. Þeim þremur er þó velkomið að sanna að ég hafi rangt fyrir mér.


**Uppfært (EÖE):** [Umboðsmaður Baros hefur nú sagt](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4714053.stm) að Baros vilji vera áfram hjá liðinu og að hann verði áfram í að minnsta kosti fimm ár tvær vikur.

23 Comments

 1. Ég veit ekki með þetta verð – ég hef ekkert séð til þessa Crouch manns en hins vegar hefur BAROS ekki getað rassgat með Liverpool, því miður !

  Baros er ótrúlegur með landsliði sínu en hefur sýnt lítið með félagsliðinu. Ég get því ekki annað sagt en; af hverju ekki að selja hann til að fjármagna kaupin á Chrouch ? RAFA hefur greinilega miklu meiri hug á því að Chrouch sé betri en Baros (Liverpool-lega séð og það er það sem skiptir máli, ekki satt ?, þe. að stjórinn haldi að annar maður geti gert liðinu meira).

  Spurning, sem gæti komið:
  En hann var nú markahæstur á síðastliðnu tímabili !Svar: Liðið í heild sinni var hálf vængbrotið og gat ekki rassgat enda endaði það í 5. sæti (OG FYRIR NEÐAN $&## everton). Fyrir mér er það ófyrirgefanlegt að lenda fyrir neðan þá nema að við lendum í 2. sæti ? ! ?

  Niðurstaða: Seljum Baros og einbeittum okkur að liðinu í heild sinni því að þessi maður getur greinilega ekki hugsað um að halda kjafti og vinna fyrir liðið.

  Ég er EKKI að segja að hann sé lélegur en því miður þá finnst mér hann vera verða einsog Anelka (sem gerði glæsilega hluti er hann fór til Real Madrid og hélt að hann væri GUÐ). Mér finnst hann ekki hafa hugarfarið til að vera í Liverpool…………!

 2. Ég vil ekki selja Baros. Hann gefur framherjalínunni okkar alveg klikkaða breidd. Ef Baros er tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu. Af hverju þá að vera að selja hann???? Ef það er staðreynd að Rafa sé að stefna að því með öllum árum að selja hann þá er ég í það minnsta ekki alveg að skilja….. 😯

  Ég hef nefnilega nákvæmlega sömu tilfinningu og þú Kristján Atli að ef við seljum hann á þessum tímapunkti þá tekur hann upp á því að skora og skora og skora og skora hvert svo sem hann verður seldur…. :rolleyes:

 3. Við verðum að átta okkur á því að þetta keppnistímabil verður langt og strangt. 38 leikir í deild, góður slatti í bikarkeppnunum og góður slatti í Meistaradeildinni (skulum við svo sannarlega vona). Þetta eru allt að 60 leikir. Menn þurfa að hvílast. Með aukinni breidd í liðinu skapast samkeppni og það er BAARA af hinu góða.

  Baros, Crouch, Morientes, Cisse – eiga að vera okkar 4 fyrstu strikerar. Selja bara Mellor, og lána annaðhvort Sinama Pongolle eða Tallec og hafa svona recall dæmi ef enn eitt meiðsla kjaftæðið myndi lenda á okkur.

  Mitt mat semsagt: Gefa Barrrros(eins og Þorsteinn Gunnarsson segir) séns fram í janúar. Ef hann stendur sig ekki fram að því þá skoðum við sölu – hann er að leggja sig allan fram, vill vera áfram og er að SKORA þessa dagana. Hví ættum við þá að selja hann?

  YNWA

 4. Það er verst að samningurinn hans rennur út næsta sumar, þá er annað hvort að selja hann núna eða að missa hann frítt 2006.
  Svipuð staða og með Owen í fyrra.

 5. Aston Villa búnir að selja Vassel, mér þykir það gefa til kynna að þeir séu nokkuð öruggir um að eignast annan sóknarmann í staðinn.

 6. Já, en vill Baros fara til Villa? Hann vildi ekki fara til Lyon, þannig að mér þykir ólíklegt að hann vilji fara til miðlunsliðs í ensku deildinni, sem er ekki einu sinni í Evrópukeppni.

 7. Bara alvöru maður – sem vill að sjálfsögðu bara vera hjá stærsta, besta og mesta liðinu!

 8. Cissé, Morientes, Baros, Crouch og Pongolle – Ég er búinn að vera að hugsa þetta í allan dag og þetta hljómar bara alltaf betur og betur! 🙂

  Ef Benitez þarf ekki nauðsynlega að selja Baros peninganna vegna til að fjármagna miðvörð og hægri kantmann vil ég endilega að við gefum honum eitt tímabil til að sanna að hann hafi rétta viðhorfið í þetta! (ef hann á tvö ár eftir af samningnum) :rolleyes:

  Fyrir utan það hvað mér finnst aulalegt að eiga Liverpool-búning merktan leikmanni sem er svo búið að selja! 🙁 :biggrin2:

 9. Ef þeim hjá lfchistory.net skjátlast ekki að þá rennur samningur Milan Baros út árið 2006 og hann á því aðeins 1 ár eftir af honum. 7 milljónir punda fyrir mann með aðeins ár eftir af samningnum sínum er alls ekki slæm summa og alls ekki of lág ef miðað er við verðið sem Owen fór á í fyrra.

  Ég myndi þó persónulega vilja sjá Baros fá framlengingu á samninginn sinn og hafa hann í hópnum áfram, það sér hver heilvita maður að hópurinn okkar er talsvert sterkari með Baros en án hans.

 10. Mjög sammála Einari Erni. Þetta er besti framherjinn hjá Liverpool í dag – virkilega duglegur og ógnandi. Vona bara að Morientes standi þá undir nafni sem og Cisse, þeir hafa a.m.k. ekki sannfært mann ennþá að þeir séu framherjapar nr. 1. Vildi bara að Rafa myndi snúast hugur og sýna vilja til að framlengja samninginn hans Baros, annars verður líklega að selja hann.

 11. Milan Baros samdi við Liverpool í desembermánuði og því rennur samningur hans út í desember 2006, sem er ástæðan fyrir öllum þessum ruglingi.

  Það þýðir að í júní á næsta ári má hann semja við önnur lið um að fara frítt, og myndi þá fara á frjálsri sölu 1. janúar 2007.

  Þannig að ef hann klárar samning sinn hjá Liverpool er það eitt og hálft tímabil til viðbótar. En fyrir vikið er þetta í rauninni síðasta sumarið sem við getum selt hann fyrir einhvern pening. Ef hann ekki framlengir núna strax, þá gæti hann spilað með okkur í vetur og svo brillerað fyrir tékkneska landsliðið á HM næsta sumar … og svo samið frítt beint í kjölfarið við hvaða lið sem er. Við fengjum ekkert fyrir hann, þótt hann yrði yfirburðamaður á HM 2006.

  Mig grunar að það sé þessi staða samnings hans, öðru fremur, sem að veldur því að klúbbnum sé svona mikið í mun að losna við hann. Þeir séu búnir að sjá að hann ætli ekki að skrifa undir nýjan samning og því sé allt tal um að “vilja vera áfram” bara brella … hann ætli sér að spila fyrir LFC eitt tímabil í viðbót og græða svo á því að semja frítt við annað lið eftir HM.

  Þess vegna býst ég fastlega við að hann verði seldur – eins mikið og ég mun sjá eftir honum, þá skil ég klúbbinn mjög vel að vilja passa að missa þessa 3,5m punda fjárfestingu sína ekki frítt eftir 18 mánuði.

 12. Eitt skemmtilegt sem ég sá hérna:

  BBC

  Benitez:

  “I prefer a bigger squad and that will produce a better team than last season.

  “We now have (Anthony) Le Tallec, Luis Garcia, (Milan) Baros, (Djibril) Cisse, (Fernando) Morientes and Crouch.

  Hann er semsagt búinn að gleyma því að Neil Mellor er ennþá í Liverpool 🙂

 13. Tja, hann nefnir ekki heldur Pongolle. Held að hann sleppi þeim vegna þess að þeir eru ennþá meiddir. Annars held ég að Mellor eigi ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Liverpool en PonGOAL á miklu betri séns, enda mjög hæfileikaríkur piltur.

 14. Mér þætti það hálf furðulegt ef samningur Baros á að renna út á miðju tímabili, það væri þá líklega einsdæmi í enska boltanum. Eða það ætla ég rétt að vona.

 15. Já sammála því, Ansi ólíklegt að samningurinn sé fram í desember. Nema umbinn hans hafi eitthvað klikkað.

 16. hvad erudi ad meina..hvad getur baros gert hvad hefur! hann gert …..hann er frammherji hja okkur sem skorar ekki mork..burt med hann, fleiri sensa baros a ekkert eftir ad breytast hja liverpool vona frekar hans vegna ad hann fari..frammherjar eru til ad skora mork..og tolurnar tala!!! hann er fin i villa ..eda leeds..

 17. Sælir, fann þetta á heimasíðu Liverpool:

  He signed for Liverpool in the summer of 2001 but had to wait until he was granted a work permit before arriving at Anfield in December, on the same day Nicolas Anelka was signed.

  Svo mér finnst líklegra að samningurinn hans renni út að sumri til enda ekkert vit vera með samning sem rennur út þegar að lokað er á félagaskipti í meistaradeildinni.

  Kv Stjáni

 18. Ég verð að segja það að Milan Baros olli mér miklum vonbrigðum síðasta keppnistímabil. Fótboltinn er harður heimur og í einni sterkustu deild heims, þá þýðir ekki að vera með hálfkák og kæruleysi. Það fannst mér einkenna Baros síðasta tímabil. Honum er mikið í mun að spila vel núna, en ég held að hann sé að borga fyrir það að hafa ekki gert betur síðasta tímabil. Skoðið árangur Rafa – maðurinn hlýtur að vita sínu viti! Baros hefur ekki sýnt að hann sé að spila fyrir heildina, ja… alla vega ekki eins mikið og margir aðrir.

  Eftir EM í fyrra var maður slefandi yfir væntanlegum árangri Baros í ensku deildinni – en hann klikkaði big time. Á að selja hann fyrir pening? Á að hafa hann og missa hann svo á næsta sísoni fyrir ekki neitt? Sem gallharðir knattspyrnustjórar… hvað mynduð þið gera fyrir einn vinsælasta klúbb heims? Gefa Baros tækifæri og vona það besta? Eða taka sénsinn, selja hann og vinna út frá hinum? Ég fylgi Rafa í einu og öllu :biggrin2:

 19. Ég veit hreinlega ekki hvað maður á að gera. Aðallega vegna þess að ég get ekki lesið hugsanir Milan Baros.

  Vill hann í rauninni bara berjast fyrir sæti sínu? Hefur hann séð að kannski sé grasið ekki grænna annars staðar og vill hann bara ná aftur sínu sæti?

  eða…

  Hugsar hann sér gott til glóðarinnar. Hann þarf bara að sitja af sér nokkra mánuði hjá Liverpool og getur svo sannað sig á HM og svo farið á Bosman frá Liverpool og þá væntanlega fengið mun betri laun hjá nýja liðinu.

  Við getum því miður ekki sagt til um hvort sé rétt. Þess vegna á ég erfitt með að gera upp hug minn. Auðvitað vona ég að fyrri kosturinn sé réttur og hann verði áfram. En maður óttast samt hitt.

Figo áfram hjá Real Madrid

Teljarablogg