Nýr Penni Óskast!

Við Einar Örn tókum nýverið þá ákvörðun að bæta við þriðja pennanum á þessa bloggsíðu og höfum nú sett inn auglýsingu á spjallborð Liverpool.is. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að lesa þann texta sem þar birtist, og ég mun birta hér fyrir neðan, áður en sótt er um:


Sælir spjallverjar,

Ég heiti Kristján Atli og er annar stjórnenda Liverpool Bloggsins ( http://www.kop.is ). Þessi síða hefur nú verið starfrækt með góðum árangri í 15 mánuði og hefur verið uppfærð nokkrum sinnum á dag allan þann tíma. Meðal þess efnis sem boðið er uppá eru upphitanir og leikskýrslur fyrir alla leiki, vangaveltur og pistlar um gengi & málefni Liverpool FC auk annarra frétta. Sem bloggsíða höfum ég og Einar Örn, eigandi síðunnar, lagt okkur alla fram um að vera málefnalegir og að reyna að skapa skemmtilega umræðu um uppáhalds liðið okkar. Það hefur gengið mjög vel til þessa.

Nú höfum við hins vegar ákveðið að prófa að bæta við þriðja bloggaranum, bæði til að geta aukið umsvif Bloggsins og til að fá (vonandi) ferska og nýja rödd inn í umræðuna sem skapast oft á þessari síðu. Því viljum við hér með bjóða hverjum þeim sem hefur áhuga á að gerast þriðji bloggarinn á síðunni okkar!

Til að sækja um að gerast bloggari á Liverpool Blogginu þarft þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

1. Þú þarft að vera orðin(n) minnst 20 ára gamall/gömul.
2. Þú þarft að hafa gríðarlegan áhuga á Liverpool FC.
3. Þú þarft að nenna að skrifa reglulega um Liverpool FC (góð reynsla af bloggskrifum hjálpar mikið til hér).


Og þar með er það upptalið. Ef þetta er eitthvað sem ÞÚ, lesandi góður, gætir haft áhuga á þá endilega sendu okkur póst á annað hvort netfangið:

Einar Örn
Kristján Atli

Sendu okkur póst þar sem þú segir okkur örlítið frá sjálfum/sjálfri þér og af hverju þú telur þig vera hæfa(n) til að skrifa á Liverpool Bloggið. Ekki væri ónýtt að láta fylgja með örlítið sýnishorn af skrifum þínum – til dæmis væri hægt að skrifa hálfgerða æfingafærslu (um eitthvað tengt Liverpool FC) svo að við Einar gætum fengið smá forsmekk af því hvernig penni þú ert.

Við hvetjum áhugasama til að skrá sig, við Einar Örn höfum haft gríðarlega gaman af því að skrifa daglega á alvöru Liverpool Bloggsíðu og sjáum því ekkert því til fyrirstöðu að aðrir njóti þess einnig.

Við hlökkum til í að heyra í áhugasömum.

Með kveðju,
Kristján Atli Ragnarsson,
Liverpool-bloggari


Ég vona að sem flestir sæki um. Okkur Einar hlakkar mikið til að geta kynnt nýjan og færan penna fyrir lesendum þessarar síðu! Ekki hika við að sækja um ef þú, sem lest þetta, telur að þetta geti átt við þig! 😀

8 Comments

  1. Ég var að spá, af hverju 20 ára aldurstakmark?

    Annars þá bara vona ég að þið finnið þriðja pennann, þið eruð allavega að standa ykkur frábærlega með þessa síðu og ég sé ekki að þriðji penninn saki neitt.

  2. hef sæmilega reynslu af bloggi en ég efast um að ykkur líki skrif mín þar :confused:

  3. Ok, ég tékka sjónina eftir helgi! Þegar ég leit snöggt á fyrirsögnina sá ég: “NÝR PERRI ÓSKAST”!!! :laugh: My bad…my bad!

  4. Á ekkert að fjalla um leikinn sem stendur yfir núna? Upphitun eða? Ekkert er búið að skrifa inn í dag inn á síðuna … það er eitthvað nýtt.

  5. Já sorrý, Einar er í útilegu og ég hafði gjörsamlega engan tíma til að uppfæra í gærkvöld og í dag (einmitt þess vegna erum við að leita okkur að þriðja pennanum) …

    Fór samt og sá leikinn á Players. Leikskýrslan er að koma. 😉

Baros fyrir Andrade

Liverpool 4 – Olympiakos 3